Fleiri fréttir

Netanyahu segist sak­laus af á­sökunum um spillingu

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga.

Þúsundir mótmæla í Mjanmar

Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.

George Shultz látinn 100 ára að aldri

George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.

Páfi skipar konu sem annan varaformann biskuparáðsins

Kona mun nú í fyrsta sinn sitja í embætti varaformanns biskuparáðs kaþólsku kirkjunnar, sem er páfa til ráðgjafar. Páfagarður tilkynnti í gær að Francis páfi hefði skipað Nathalie Becquart, franska nunnu, í embættið.

Drottningin fékk lögum breytt til að sveipa auðæfi sín leyndarhjúp

Elísabetu drottningu tókst að fá stjórnvöld til að gera breytingar á lagafrumvarpi til að koma í veg fyrir að almenningur fengi upplýsingar um persónuleg auðæfi hennar. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem blaðamenn Guardian fundu í breska þjóðskjalasafninu.

Halda leitinni áfram

Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun.

Mót­mælin halda á­fram þrátt fyrir net­leysi

Mótmælendur í Mjanmar halda áfram að mótmæla í Yangon þrátt fyrir að herforingjastjórnin, sem tók völdin í vikunni sem leið, hafi lokað á Internet-tenginu landsins sem og helstu samfélagsmiðla. Ákvað herinn að loka á netið svo mótmælendur gætu ekki skipulagt sig.

Kannast ekki við að hafa fengið boð um að­stoð frá Ís­landi

Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins.

Telur Trump ekki eiga að fá minnis­blöð um þjóðar­öryggis­mál

Joe Biden Bandaríkjaforseti telur óráðlegt að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fái aðgang að minnisblöðum um þjóðaröryggismál. Hefð er fyrir því að fyrrum forsetar fái upplýsingar um þjóðaröryggismál, en að mati Biden er Trump of óútreiknanlegur.

„Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki. Bara örlög þín“

Freyja Egilsdóttir Mogensen var lífsglöð, hjálpsöm, brosmild og góð vinkona að sögn skólasystkina hennar og vina. Íbúar í Malling héldu minningarathöfn við kirkjuna í bænum í dag en frá því upp úr hádegi og fram eftir kvöldi var stöðugur straumur fólks sem lagði leið sína að kirkjunni.

Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni

Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent.

Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir

Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út.

Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð

Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð.

Á­rásar­maðurinn í Tønder reyndist Svíi

Maður sem réðst á strætisvagnabílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi í Danmörku reyndist vera Svíi, en ekki Íslendingur líkt og fyrstu fréttir danskra fjölmiðla sögðu til um.

Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla

Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar.

Navalní aftur í dómsal

Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 

Bóka þúsundir hótel­her­bergja til að bregðast við nýjum reglum

Bresk yfirvöld hafa bókað þúsundir hótelherbergja í landinu til að bregðast við nýjum reglum sem taka gildi 15. febrúar næstkomandi og varða íbúa í Bretlandi sem snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa verið í löndum þar sem nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa verið sérstaklega skæð.

Greene vikið úr nefndum bandaríska þingsins

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í gærkvöldi að refsa þingmanni Repúblikana í deildinni, Marjorie Taylor Greene, með því að reka hana úr þeim tveimur nefndum sem hún hafði verið skipuð í.

Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ

Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni.

Krefst milljarða í bætur frá Fox og lög­mönnum Trump

Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar.

Trump ætlar ekki að bera vitni

Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi.

Sér eftir stuðningi við QAnon

Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember.

Trump kallaður til vitnis

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið boðið að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings þann 9. febrúar næstkomandi.

Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum

51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum.

Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar.

Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst

Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin.

Segir skilið við Venstre

Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður.

Sjá næstu 50 fréttir