Fleiri fréttir

Hyggjast bólusetja alla óbólusetta við komuna til Gana

Stjórnvöld í Gana hyggjast bólusetja alla borgara og íbúa landsins við komuna á flugvöllum frá og með mánudegi, ef þeir hafa ekki þegar þegið bóluefni. Þá verður þeim sem yfirgefa landið gert að framvísa sönnun um bólusetningu.

Geta framselt Assange til Bandaríkjanna

Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað.

Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás

Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum.

53 látnir eftir umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti 53 eru látnir og tugir slasaðir eftir að flutningabíll fór á hliðina í Mexíkó. Svo virðist sem bíllinn hafi verið að flytja ólöglega farendur frá Mið-Ameríku og væntanlega á leið til Bandaríkjanna.

Bjargaði líki úr bíl við brún Níagarafossa

Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna tókst í gær að ná konu úr bíl sem lenti út í á og var nærri því farinn fram af Níagarafossum. Konan lifði atvikið ekki af en skyggni var mjög lítið og mjög kalt í veðri. Aðstæður voru mjög erfiðar.

Boris Johnson nú sjö barna faðir

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Johnson, eiginkona hans, eignuðust dóttur í dag, en þetta er annað barn þeirra hjóna.

Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma

Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi.

Skólum lokað frá 15. desember og Danir hvattir til að vinna heima

Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana kynnti í gærkvöldi nýjar samkomutakarkanir í Danmörku til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Barnaskólum verður lokað þann 15. desember og kennsla verður í gegnum netið fram að jólafríi.

Einkenni smitaðra í Evrópu væg enn sem komið er

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í 57 ríkjum heims og heldur áfram að dreifast hratt í Suður-Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó of snemmt að spá um áhrif afbrigðisins í heiminum, þar sem delta sé víðast hvar enn ráðandi.

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins

Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Formaður herforingjaráðs Indlands fórst í þyrluslysi

Bipin Rawat, formaður herforingjaráðs Indlands, dó í þyrluslysi á Indlandi í morgun. Madhulika Rawat, eiginkona hans, og ellefu aðrir fórust einnig í slysinu. Einn lifði af en er á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi með brunasár víðsvegar um líkamann.

Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp

Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur.

Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“

Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel.

Merkel hverfur úr stóli kanslara eftir sex­tán ár

Olaf Scholz verður kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu síðar í dag. Þar með hefst nýr kafli í þýskri og evrópskri stjórnmálasögu þegar Angela Merkel hverfur af stóra sviðinu, en hún hefur verið kanslari í hartnær sextán ár.

Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps

Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs.

Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna

Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk.

Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum

Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Noregs fallinn frá

Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló.

Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands

Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél.

Stytta refsingu Suu Kyi um helming

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára.

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.

Dauðsföll af völdum Covid-19 mun tíðari meðal stuðningsmanna Trump

Frá því í maí á þessu ári hafa íbúar í sýslum þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, naut mikils stuðnings í síðustu forsetakosningum verið þrisvar sinnum líklegri til að deyja sökum Covid-19 en íbúar sýsla þar sem stuðningur við Joe Biden var verulegur.

Græn­lendingar herða að­gerðir

Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir