Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 06:44 Marshall segir einnig hafa skort á samráð við Bandaríkjamenn þegar unnið var að brottfluningi fólks frá Kabúl. epa/Akhter Gulfam Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian.
Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira