Fleiri fréttir

Ulreich biðst afsökunar á mistökunum

Sven Ulreich, markvörður Bayern, baðst í dag afsökunar á mistökum sínum sem urðu til þess að Bayern féll úr leik í Meistaradeildinni er liðið datt út fyrir Real Madrid í gærkvöldi.

Dramatískur og mikilvægur sigur Skjern

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern unnu afar mikilvægan sigur á Århus, 26-25, í dönsku úrslitakeppninni í handbolta í dag. Dramatíkin var mikil.

FIFA leggur til nýja átta þjóða keppni

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett fram tillögu um nýja alþjóðakeppni fyrir átta þjóðir á tveggja ára fresta. Keppnin mun bera nafnið "Final 8,“ eða Síðustu 8 á íslensku.

Badmintonspilarar í langt bann

Tveir hnitspilarar frá Malasíu fá ekki að spila badminton aftur sem atvinnumenn eftir að hafa hagrætt úrslitum.

Brady mun spila fyrir Patriots næsta vetur

Stuðningsmenn New England Patriots geta andað léttar því Tom Brady hefur staðfest að hann muni spila með liðinu næsta vetur og vonandi í nokkur ár í viðbót.

Þór/KA spáð Íslandsmeistaratitlinum

Pepsi deild kvenna hefst á morgun með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung vellinum í Garðabæ. Þjálfarar og fyrirliðar í deildinni spá því að Íslandsmeistarar Þórs/KA sigri deildina aftur í ár.

Meistararnir verja titilinn

Þór/KA verður Íslandsmeistari í fótbolta annað árið í röð ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna gengur upp.

Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld

Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu.

Ein fremsta skíðakona landsins fær ekki bætur vegna fótbrots

Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu.

Ævar Ingi: Ég náði ekki að anda

"Þetta var virkilega óþægileg lífsreynsla sem ég vona að ég lendi aldrei aftur í. Ég get ekki horft á myndbandið af þessu,“ segir Stjörnumaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson sem fékk heilahristing í bikarleik í gær.

Marcelo: Boltinn fór í höndina á mér

Marcelo, varnarmaður Real Madrid, viðurkenndi eftir leik Real og Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld að hann hefði handleikið boltann í fyrri hálfleik.

Brighton vill láta rannsaka möguleg apahljóð

Brigthon hefur beðið lögregluyfirvöld í Englandi um að hefja rannsókn á hegðun stuðningsmanna Burnley í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og skoða hvort apahljóðum hafi verið beint að leikmönnum liðsins.

Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“

Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag.

Zlatan segist sakna United og Mourinho

Zlatan Ibrahimovic segist sakna Manchester United og knattspyrnustjórans Jose Mourinho, en hann færði sig yfir til Los Angeles fyrr á þessu ári og spilar nú þar fyrir lið LA Galaxy.

Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto

Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit.

Stoke sendi Jese aftur til Spánar

Stoke hefur gefið Jese Rodriguez leyfi til þess að snúa aftur til heimalandsins til þess að vera hjá veikum syni sínum og sleppa síðustu leikjum liðsins á tímabilinu.

„Ekki séð Bayern spila svona vel í mörg ár“

Jupp Heynckes, knattspyrnustjóri Bayern München, var sáttur með sína menn þrátt fyrir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu eftir jafntefli við Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á Spáni í kvöld.

Gylfi valinn næstbestur hjá Everton

Gylfi Þór Sigurðsson var tilnefndur til tveggja verðlauna á verðlaunakvöldi Everton sem fram fór í kvöld en íslenski landsliðsmaðurinn fór tómhentur heim.

Sjáðu mistök Ulreich sem kostuðu Bayern sigurinn

Karem Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í jafnteflinu við Bayern München sem skilaði Real í þriðja úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í röð. Benzema getur þó þakkað markverði Bayern fyrir seinna markið.

Real í þriðja úrslitaleikinn í röð

Real Madrid mun spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og freistar þess að verða fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð eftir að hafa haft betur gegn Bayern München í undanúrslitunum.

Ævar Ingi fluttur á sjúkrahús

Óhugnalegt atvik á Stjörnuvellinum í dag. Ævar Ingi Jóhannesson gleypti líklega tunguna eftir þungt höfuðhögg.

Atli Guðna með þrennu í bursti FH

FH burstaði ÍR í Egilshöllinni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Grindavík sótti sigur á Víði í Garði, Breiðablik sigraði Leikni Reykjavík, Víkingur Ólafsvík vann útisigur á Hamri og Fram hafði betur gegn Völsungi

Neville vill sjá Pochettino hjá United

Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum leikmaður Manchester United, telur Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Tottenham, eiga að vera arftaka Jose Mourinho hjá Manchester United.

KR valtaði yfir Aftureldingu

KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri.

Sjá næstu 50 fréttir