Fleiri fréttir

Seinni bylgjan: Geggjaðir Gautar hjá Fram

Framarar enduðu fjögurra leikja taphrinu á móti Aftureldingu og það voru einkum tvær skyttur liðsins sem fóru fyrir Safamýrarpiltum í leiknum. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu Gautanna í Framliðinu.

Ritchie tjáir sig um klúður ársins: Ég mun aldrei gleyma þessu

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United, gat hlegið að klúðri Matt Ritchie eftir leik en aðeins af því að Newcastle liðið hélt út í 2-1 sigri á Burnley. Hefði Burnley jafnað metin hefði örugglega verið allt annað hljóð í spænska stjóranum.

Úrslitaleikur River og Boca verður spilaður utan Argentínu en hvar?

Úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors í Copa Libertadores keppninni átti að fara fram í Buenos Aires á laugardag og svo var settur aftur á sama stað á sunnudag. Nú er hinsvegar orðið ljóst að argentínsku liðin fá ekki að útkljá sína baráttu innan landamæra Argentínu.

Stærsti skellur Lakers liðsins í sögunni á móti Denver

Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.

Logi um Daníel: Finnst hann besti markvörður deildarinnar

Daníel Freyr Andrésson var frábær í liði Vals sem hafði betur gegn KA í Olísdeild karla í gær. Daníel hefur heillað í marki Valsmanna og á tilkall í íslenska landsliðshópinn að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.

Nainggolan: Knattspyrnumenn mega reykja

Hinn belgíski miðjumaður Inter, Radja Nainggolan, segir að hann sé ekki sá slæmi strákur sem menn vilji láta hann líta út fyrir að vera.

Myndband af bílslysinu hans Steph Curry

Það hefði vissulega getað farið verr á dögunum þegar ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta lenti í bílslysi á leiðinni á æfingu hjá Golden State Warriors.

Björgvin dæmdur í eins leiks bann

Björgvin Hólmgeirsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ. Grétar Eyþórsson og Tarik Kasumovic sluppu báðir við leikbönn.

Topp 5 listi Sebastians: Léttast að lesa þessa

Seinni bylgjan klikkaði ekki á því að bjóða upp á topp fimm lista í þætti sínum í gærkvöldi og að þessi sinni var komið að Sebastian Alexanderssyni. Topp fimm listinn er fastagestur í Seinni bylgjunni.

Seinni bylgjan: Feðgatal í hálfleik

Petr Baumruk var magnaður handboltamaður á sínum tíma og strákurinn hans Adam Haukur Baumruk er að gera flotta hluti með toppliði Hauka í Olís deild karla.

Ari hættur með Skallagrím

Skallagrímur er án þjálfara í Domino's deild kvenna, Ari Gunnarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Kennir River Plate mafíunni um árásina

Í dag kemur væntanlega í ljós hvenær seinni úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors í Copa Libertadores bikarnum verður spilaður en honum var frestað tvívegis um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir