Fleiri fréttir

Heimsmeistararnir þurftu oddaleik til að tryggja sig í úrslit MSI

DWG KIA og MAD Lions tókust á í seinni undanúrslitaviðuregninni á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. Heimsmeistararnir í DWG KIA lentu óvænt 2-1 undir en tveir afgerandi sigrar í röð tryggðu sætið í úrslitunum sem fara fram á morgun.

Keita vill burt frá Liverpool

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, hefur áhuga á að yfirgefa enska liðið og ganga í raðir Atletico Madrid á Spáni en AS greinir frá.

HK með pálmann í höndunum

HK er með níu fingur á sæti í Olís deild kvenna á næstu leiktíð eftir 28-18 sigur á Gróttu í fyrri umspilsleiknum.

Fór á kostum og Magdeburg í úrslit

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk er Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik EHF-keppninnar. Magdeburg vann eins marks sigur á Wisla Plock, 30-29.

„Þetta var í raun bara illa gert hjá mér“

Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum.

„Rétt að byrja en fyrstu kynni eru góð“

Matthías Vilhjálmsson, framherji FH-inga var ekki sáttur með frammistöðu liðsins á Kaplakrikavelli í dag er liðið tapaði 2-0 fyrir KR í stórleik 5. umferðar Pepsi Max deildar karla.

Elvar fékk verðlaunin afhent áður en lið hans féll úr keppni

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai eru úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í litáísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir stórtap í dag. Elvar Már fékk fyrir leik afhent verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar.

Jónas hætti fyrir fundinn: Framkvæmdastjóri styður ekki neinn

Jónas Kristinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri KR, segir af og frá að hann hafi sagt starfi sínu lausu vegna niðurstöðu kosningar um nýjan formann klúbbsins líkt Hjörvar Hafliðason greindi frá á Twitter-síðu sinni í dag. Hann hafi sagt upp fyrir fundinn og megi þess utan stöðu sinnar vegna ekki styðja einn né neinn.

Óðinn Þór í úrvalsliðinu í Danmörku

Íslenski landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson hefur verið öflugur í hægra horni Holsterbro í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann var valinn í úrvalslið leikjanna átta.

Brentford í úrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur

Brentford vann samanlagðan 3-2 sigur á Bournemouth undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Síðari leikur einvígins í dag var stórskemmtilegur þar sem vítaspyrna, rautt spjald og fjögur mörk litu dagsins ljós.

Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda

Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld.

„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“

Ljóst varð í gær að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld.

Mickelson og Oosthuizen leiða eftir annan hring

Öðrum hring PGA-meistaramótsins í golfi á Kiawah-eyju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum lauk í nótt. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen lék manna best í gær og leiðir mótið ásamt Phil Mickelson.

Boltastrákarnir voru búnir að segja mér að koma til sín

„Það var hrikalega gott og mikilvægt að fá þrjú stig hérna heima í kvöld, og sýna hvað í okkur býr,“ sagði hinn 19 ára gamli Orri Hrafn Kjartansson sem skoraði tvö afar lagleg mörk í fyrsta sigri Fylkis í sumar.

Sara Rún: Við gerðum þetta saman

„Ég er virkilega ánægð. Við mættum tilbúnar, Keflavíkurstelpurnar voru flottar í þessari seríu og þetta voru skemmtilegir leikir, “ sagði Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður Hauka eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna.

RNG í úrslit MSI eftir sigur gegn PSG Talon

RNG tryggði sig í dag í úrslitaeinvígi MSI mótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. RNG þótti sigurstranglegra liðið í einvíginu gegn PSG Talon og niðurstaðan 3-1 sigur kínverska liðsins.

Loks vann Le Havre leik

Íslendingalið Le Havre vann loks leik í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Þá lék Svava Rós Guðmundsdóttir með Bordeaux í tapi gegn Lyon.

Sjá næstu 50 fréttir