Fleiri fréttir

„Bjóst við að stressið yrði meira“

Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, þreytti frumraun sína með íslenska A-landsliðinu þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfaranótt sunnudags.

Tjónið minnkað með sænskum línumanni

Sænska handknattleikskonan Emma Olsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Fram. Hún kemur til Íslands í ágúst og hefur þá æfingar með liðinu.

Ofurframlína hjá Frökkum í kvöld

Knattspyrnuáhugafólk gæti séð svolítið í kvöld sem það hefur aldrei séð áður. Frakkar geta nefnilega stillt upp mjög áhugaverðari framlínu í vináttuleik á móti Wales.

Gefa Söru nýjan samning þrátt fyrir stóru meiðslin

Það vakti athygli þegar íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir skrifaði undir samning við Volkswagen í miðjum heimsfaraldri fyrir ári síðan en nú hefur hún landað nýjum samningi við þýska bílaframleiðandann.

Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana

Það eru líklega flestir veiðimenn sammála því að betri matfiskur en sjóbleikja er vandfundinn og það eru þess vegna góðar fréttir að heyra af sæmilegri veiði á henni.

Viktor Bjarki í tveggja leikja bann

Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann. Var bannið staðfest á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í dag.

„Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir“

Keflavík vann KR fyrr í kvöld með 8 stigum, 89-81. Þessi 8 stiga munur sem varð í restina var jafnframt mesti munur sem var á milli liðanna í kvöld í rosalega jöfnum og spennandi leik. Stúkan var eins troðinn og hún gat orðið og erfiðlega gekk fyrir viðstadda að heyra sínar eigin hugsanir fyrir látum í báðum hópum aðdáenda. Matthíasi Orra, leikmanni KR, leiðist alls ekki að spila í svona hávaða.

Ákvörðun Tandra undir lok leiks var kolröng

Selfoss er komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Stjörnunni eftir að hafa unnið þá  í Garðabænum 24-26. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar svekktur eftir leikinn.

Krían flaug upp í Olís-deildina | Myndir

Kría og Víkingur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitum umspils Grill66-deildarinnar í handbolta. Fór það svo að nýliðar deildarinnar, Kría, unnu og tryggðu sér sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Haukur Helgi í Njarð­vík

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. 

Real stað­festir komu Ancelotti

Real Madrid hefur staðfest að Carlo Ancelotti verði næsti þjálfari liðsins. Tekur hann við af Zinedine Zidane sem sagði starfi sínu lausu að lokinni nýafstaðinni leiktíð. 

Andrea Rán gengur í raðir Hou­ston Dash

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur samið við Houston Dash sem leikur í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Gengur hún í raðir liðsins á næstu dögum.

Enn ein fjöðrin í hatt Elvars

Elvar Már Friðriksson var valinn í lið ársins í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann átti frábært tímabil með Siauliai.

Sjá næstu 50 fréttir