Fleiri fréttir

Danir í úrslit og geta varið Ólympíugullið

Danir eru komnir í úrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spánverjum, 23-27. Danska liðið á því möguleika á að verja Ólympíutitilinn sem það vann undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó 2016.

Anna Björk til Inter

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Inter á Ítalíu. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið.

„Afi, við náðum þessu“

Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér Ólympíugull í kúluvarpi karla með því að setja nýtta Ólympíumet. Hann fagnaði gullinu sínu líka með sérstökum hætti.

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum

Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Dagskráin í dag: Skotar heimsækja Blika, nóg af golfi og NFL

Breiðablik mætir Aberdeen í fyrri leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Nóg er um að vera í golfinu og þá er stórleikur er undirbúningstímabilið í NFL-deildinni fer af stað.

Bandarískt fjármálafyrirtæki á að koma La Liga til bjargar

Forráðamenn La Liga, efstu deildar karla í fótbolta á Spáni, hafa samið við bandaríska fjármálafyrirtækið CVC Capital Partners um sölu á 10% hlut í deildinni fyrir 3 milljarða bandaríkjadala. Félögin í deildinni eiga eftir að gefa grænt ljós á söluna.

Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum

Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur.

Sendu formlega kvörtun vegna gyðingahaturs í garð formannsins

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur sent formlega kvörtun útvarpsrásarinnar Talksport vegna ummæla manns sem hringdi inn í þátt á rásinni í gær. Sá sem hringdi inn beindi ummælum sínum að Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú

Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfeikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar.Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur.

Leikirnir á Íslandi gerast ekki mikið stærri

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sigurmark Vals í leiknum mikilvæga gegn KR í kvöld en hann er nýlega byrjaður að spila með liðinu eftir erfið meiðsli. Hann var að vonum sáttur í leikslok.

UEFA hyggst refsa enska knattspyrnusambandinu

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur lagt fram mál gegn enska knattspyrnusambandinu vegna slakrar öryggisgæslu á úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM karla í fótbolta á Wembley í síðasta mánuði.

Grindavík berst mikill liðsstyrkur bæði karla- og kvennamegin

Grindavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta. Liðið hefur fengið bæði karlkyns og kvenkyns leikmann frá Bandaríkjunum auk þess sem Spánverjinn Ivan Aurrecoechea kemur til liðsins frá Þór á Akureyri.

Þær frönsku síðastar í undanúrslitin

Ljóst er hvaða lið munu mætast í undanúrslitum í körfuboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að Frakkland vann nauman 67-64 sigur á Spáni í lokaleik 8-liða úrslitanna í dag.

Stal tíu boltum í sigri á Dönum

Íslenska sextán ára landslið kvenna í körfubolta vann tíu stiga sigur á Dönum, 58-48, á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi.

Sjá næstu 50 fréttir