Aston Villa eyddi 55 milljónum í dag - Grealish í læknisskoðun á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:31 Ings mun veita Ollie Watkins samkeppni um framherjastöðuna hjá Aston Villa í vetur. EPA-EFE/Naomi Baker Aston Villa hefur gengið frá kaupum á enska framherjanum Danny Ings frá Southampton fyrir 25 milljónir punda. Búist er við að Villa selji fyrirliða sinn Jack Grealish til Manchester City á allra næstu dögum. Ings skrifaði undir þriggja ára samning við Aston Villa í dag en hann hefur leikið með Southampton frá árinu 2018. Hann hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir suðurstrandarfélagið síðan þá. Fyrir það var Ings leikmaður Liverpool en Púlarar eru sagði fá tvær milljónir punda af þeim 30 sem Villa greiðir fyrir framherjann. Welcome to Aston Villa, @IngsDanny! #WelcomeDanny— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 4, 2021 Ings er annar leikmaðurinn sem Villa semur við í dag en Jamaíkumaðurinn Leon Bailey kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrr í dag. Sá kostaði 30 milljónir punda en fyrr í sumar var argentínski kantmaðurinn Emiliano Buendía keyptur frá Norwich á 38 milljónir punda. Einnig sneri Ashley Young aftur til félagsins er hann kom frá Ítalíumeisturum Internazionale en hann lék áður með Villa frá 2007 til 2011. Talið er að Villa vinni gegn þessari svakalegu eyðslu með sölu á fyrirliða sínum Jack Grealish en fregnir frá Bretlandseyjum herma að Englandsmeistarar Manchester City séu við það að ganga frá kaupum á honum frá Aston Villa. Sky Sports greinir frá því að hann fari í læknisskoðun á morgun. Jack Grealish will undergo a medical at Manchester City on Thursday— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 4, 2021 Grealish mun kosta City 100 milljónir punda og verður hann dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur keypt. Fyrra met á Paul Pogba sem Manchester United greiddi Juventus 85 milljónir fyrir árið 2016. Enski boltinn Tengdar fréttir Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00 Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Ings skrifaði undir þriggja ára samning við Aston Villa í dag en hann hefur leikið með Southampton frá árinu 2018. Hann hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir suðurstrandarfélagið síðan þá. Fyrir það var Ings leikmaður Liverpool en Púlarar eru sagði fá tvær milljónir punda af þeim 30 sem Villa greiðir fyrir framherjann. Welcome to Aston Villa, @IngsDanny! #WelcomeDanny— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 4, 2021 Ings er annar leikmaðurinn sem Villa semur við í dag en Jamaíkumaðurinn Leon Bailey kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrr í dag. Sá kostaði 30 milljónir punda en fyrr í sumar var argentínski kantmaðurinn Emiliano Buendía keyptur frá Norwich á 38 milljónir punda. Einnig sneri Ashley Young aftur til félagsins er hann kom frá Ítalíumeisturum Internazionale en hann lék áður með Villa frá 2007 til 2011. Talið er að Villa vinni gegn þessari svakalegu eyðslu með sölu á fyrirliða sínum Jack Grealish en fregnir frá Bretlandseyjum herma að Englandsmeistarar Manchester City séu við það að ganga frá kaupum á honum frá Aston Villa. Sky Sports greinir frá því að hann fari í læknisskoðun á morgun. Jack Grealish will undergo a medical at Manchester City on Thursday— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 4, 2021 Grealish mun kosta City 100 milljónir punda og verður hann dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur keypt. Fyrra met á Paul Pogba sem Manchester United greiddi Juventus 85 milljónir fyrir árið 2016.
Enski boltinn Tengdar fréttir Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00 Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00
Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15