Fleiri fréttir

Þurfa að endurtaka endurtekna leikinn

Exeter City og Bradford þurfa að mætast í þriðja sinn í fyrstu umferð FA bikarsins eftir að Exeter gerði sex skiptingar í sigri liðsins í framlengingu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom

Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld.

Kielce hafði betur gegn Börsungum í toppslagnum

Íslendingalið Kielce frá Póllandi hafði betur gegn Barcelona, , er liðin mættust í toppslag B-riðils í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce hefur nú þriggja stiga forystu á toppnum.

„Sáttur að ná loksins að vinna“

Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður að ná loksins að binda enda á taphrinu Njarðvíkur í Subway deildinni eftir 5 stiga sigur á Blikum í kvöld, 110-105.

„Herslumuninn vantaði“

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að fyrsta markið hefði skipt miklu í leiknum gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Virkilega pirrandi og maður er fúll og svekktur“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að mörgu leyti sátt með frammistöðuna gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hún var hins vegar sár og svekkt með úrslitin. Blikar töpuðu 0-2 og eru áfram á botni B-riðils.

Íslenskur sigur, jafntefli og tap í þýska handboltanum

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri, Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer köstuðu frá sér sigrinum og gerðu jafntefli og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum níunda leik á tímabilinu.

Aron og félagar fjarlægjast toppliðin

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg máttu þola þriggja marka tap er liðið heimsótti THW Kiel til þýskalands í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 31-28.

Skosku meistararnir búnir að ráða eftirmann Gerrard

Hollenski þjálfarinn Giovanni van Bronkchorst var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Skotlandsmeistara Rangers. Hann tekur við liðinu af Liverpool goðsögninni Steven Gerrard sem tók á dögunum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Sara Björk orðin mamma

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, eignuðust son á þriðjudaginn.

„Leyfis­kerfi KSÍ er ekkert nema sýndar­mennska“

Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki

Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu.

Stórsér á Hamraoui eftir árásina

Kheira Hamraoui, leikmaður Paris Saint-Germain, er illa farin eftir að ráðist var á hana fyrir utan heimili hennar í París í síðustu viku. 

Saka Íran um að spila með karl­mann í markinu

Jórdanía hefur ásakað nágrannaþjóð sína Íran um að stilla upp karlmanni í marki sínu er þjóðirnar mættust í A-landsleik kvenna í knattspyrnu á dögunum. Knattspyrnusamband Jórdaníu vill staðfestingu þess efnis að markvörður Íran sé kvenkyns.

Sjá næstu 50 fréttir