Fleiri fréttir

Tveir smitaðir í EM-hópi Íslands

Nú þegar örfáir dagar eru í að íslenski landsliðshópurinn komi saman til æfinga fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar er ljóst að tveir leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni.

Ævintýrið á Meistaravöllum: Forspár Arnar, lætin og Sölvi bað til guðs

Enginn stuðningsmaður Víkings mun gleyma sunnudeginum 19. september 2021 í bráð. Þá vann Víkingur KR, 1-2, á dramatískan hátt og steig þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Farið var ítarlega yfir ævintýrið í Meistaravöllum í lokaþætti Víkinga: Fullkominn endir.

De Gea bjargaði stigi gegn Newcastle

Manchester United náði aðeins í eitt stig gegn Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur þakkað spænska markverðinum David De Gea fyrir stig kvöldsins.

Brynjar Ingi til Vålerenga

Brynjar Ingi Bjarnason hefur gengið til liðs við norska knattspyrnufélagið Vålerenga. Samningur hans gildir til ársins 2025.

Rangnick horfir til Þýska­lands

Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri.

Kýldi samherja á bekknum

Jonathan Allen, leikmaður Washington, lét skapið hlaupa með sig í gönur í leik gegn Dallas Cowboys í NFL-deildinni í gær og kýldi samherja sinn.

Þjálfari Fram frá KR til ÍR

Handknattleiksþjálfarinn sigursæli Stefán Arnarson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri ÍR í Breiðholti.

Þjálfari Portúgals upplifir martröð Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ítrekað talað um mikilvægi þess að leikmenn liðsins haldist heilir fram yfir EM í janúar. Hjá Portúgal, fyrsta mótherja Íslands, hafa sterkir hlekkir dottið út.

Átta í franska EM-hópnum með veiruna

Kórónuveiran hefur heldur betur sett strik í undirbúning franska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa greinst með veiruna.

Söguleg frammistaða Jokic gegn Clippers

Nikola Jokic skoraði 26 stig, tók 22 fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Denver Nuggets sigraði Los Angeles Clippers, 100-103, í NBA-deildinni í nótt.

Leik Arsenal og Wol­ves frestað

Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna.

Brig­hton gekk frá Brent­ford í fyrri hálf­leik

Tvö mörk í fyrri hálfleik sáu til þess að Brighton & Hove Albion sótti þrjú stig í greipar Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur á The American Express Community-vellinum 2-0 heimamönnum í Brighton í vil.

Terry aftur til Chelsea

John Terry er á leið aftur til enska knattspyrnufélagsins Chelsea samkvæmt The Athletic. Miðvörðurinn fyrrverandi lék með Chelsea nær allan sinn feril ef frá er talið eitt ár hjá Aston Villa sem og lán hjá Nottingham Forest á hans yngri árum.

Sjá næstu 50 fréttir