Fleiri fréttir

Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið.

Sprengjuhótun barst á heimili Maguire

Lögreglan í Cheshire á Englandi þurfti að gera húsleit á heimili fyrirliða Manchester United, Harry Maguire, eftir að leikmanninum barst sprengjuhótun.

Engin vandræði hjá Fylki og Kórdrengjum

Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi.

Arnar tekur 17 leik­menn með til Serbíu

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta mætir Serbíu ytra á laugardaginn kemur, þann 23. apríl. Er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins og er ljóst að þetta er hreinn úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Gefur það sæti á Evrópumótinu sem fram fer í nóvember á þessu ári.

Club Brug­ge notar QR-kóða gegn kyn­þátta­for­dómum

Belgíska félagsliðið Club Brugge ætlar að fara nýjar leiðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Félagið hefur prentað út rúmlega 24.000 QR-kóða sem verða límdir aftan á sæti á heimavelli félagsins, Jan Breydel vellinum.

Lampard: Það getur allt skeð

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var sáttur að liðið sitt sýndi baráttuvilja og náði að tryggja sér eitt stig þökk sé marki frá Richarlison á loka andartökum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við þurfum að eiga toppleik til þess að láta draumana rætast“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var svekktur eftir tap á móti Svíþjóð í undankeppni EM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti undir strax í byrjun leiks og náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn, lokatölur 23-29. 

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Svíþjóð 23-29| Svíþjóð vann með sex mörkum

Ísland mætti ógnarsterku liði Svíþjóðar í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér farseðil á EM í handbolta. Svíþjóð náði strax forystu á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni út til leiksloka. Lokatölur 23-29. 

Manchester City endurheimtir toppsætið

Englandsmeistarar Manchester City átti ekki í vandræðum með Brighton & Hove Albion á Etihad vellinum í Manchester. City vann leikinn 3-0 og tyllir sér aftur í toppsæti deildarinnar.

Arsenal tók Lundúnaslaginn

Arsenal sótti stigin þrjú eftir 2-4 sigur á Chelsea á Brúnni í kvöld en Chelsea hefur ekki unnið Arsenal á heimavelli síðan 2019.

Umfjöllun og viðtöl: KA 1–0 Leiknir R. | Akur­eyringar unnu á Dalvík

KA mætti Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Dalvíkurvelli í kvöld. Aðstöðuleysi norðanmanna hefur vart farið fram hjá mörgum og mun KA því þurfa að spila nokkra leiki á Dalvík í byrjun móts. KA hafði að lokum 1-0 sigur eftir leik sem var ekki mikið fyrir augað.

PSG með níu og hálfan fingur á meistaratitlinum

Paris Saint-Germain er svo gott sem búið að tryggja sér sinn 10. franska meistaratitill eftir 0-3 sigur á Angers í frönsku deildinni í kvöld. PSG þarf bara eitt stig úr síðustu fimm leikjum sínum.

Arnar: Mér fannst frammistaðan alveg verðskulda þrjú stig

KA vann 1-0 sigur á Leikni Reykjavík á Dalvíkurvelli nú í kvöld. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði sigurmark leiksins á 53. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í leiknum og fyrst og fremst að fá stigin þrjú.

Hlín hafði betur gegn Hallberu

Fimm leikjum er nú nýlokið í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Allar íslensku stelpurnar voru í byrjunarliði sinna liða og Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið í uppgjöri Íslendingaliðanna.

Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins

Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags.

Nýtt ár, nýtt lið en sami gamli Óskar Örn

Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla.

Rúnar Þór spilaði kvið­slitinn

Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Keflavíkur er liðið hóf leik í Bestu deild karla. Rúnar Þór hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og er kviðslitinn en spilaði samt sem áður 75 mínútur í 4-1 tapi á Kópavogsvelli í gær.

Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Söru

Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins og leikjahæsti leikmaður í sögu þess, tekur undir gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur val mótshaldara á EM 2022 á keppnisvöllum á mótinu.

Markadrottningin utan hóps í kvöld

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn mæta Svíum í kvöld í næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta.

Sjá næstu 50 fréttir