Fleiri fréttir

Jesse Marsch dæmdur í bann og sektaður um eina og hálfa milljón

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marsch var dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í 5-2 tapi liðsins gegn Brentford þann 3. september síðastliðinn.

„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag.

Aron Einar aftur í landsliðið

Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í fótbolta fyrir næstu leiki liðsins sem fara fram síðar í þessum mánuði.

Liðið orðið klárt hjá KR-ingum

KR-ingar eru orðnir fullmannaðir fyrir komandi keppnistímabil í Subway-deild karla í körfubolta, að sögn Helga Más Magnússonar þjálfara liðsins. Síðasti púslbitinn er frá Lettlandi.

Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu

Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu.

Baulað á Ha­kimi í Ísrael

Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki.

Strákarnir í úr­slit líkt og stelpurnar

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumótinu sem nú fer fram í Lúxemborg. Fyrr í kvöld komst íslenska kvennalandsliðið í úrslit en liðið á titil að verja. Strákarnir höfnuðu í öðru sæti Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og geta því gert gott betur í ár.

Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi

„Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Ómar Ingi og Gísli Þor­geir fóru á kostum

Íslendingliðin Magdeburg og Álaborg unnu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn hjá Magdeburg á meðan Aron Pálmarsson var heldur rólegri í sigri Álaborgar.

Pat­rekur fram­lengir til 2025

Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2025. Þetta herma öruggar heimildir Stöðvar 2 og Vísis.

Foster leggur hanskana á hilluna

Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“

Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

Danir verðlaunuðu ferðalanga með fríum bjór

Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Silkeborg eru ansi góðir gestgjafar að mati spænskra og enskra stuðningsmanna sem mætt hafa til Danmerkur vegna Evrópuleikja í fótbolta í vikunni.

Federer leggur spaðann á hilluna

Svissneski tenniskappinn Roger Federer leggur spaðann á hilluna eftir Laver mótið í London síðar í þessum mánuði.

Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn

Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum.

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Utan vallar: Ís­lendingar á­berandi er Meistara­deildin mætti til Köben

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni.

Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku

Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“.

Bensín á þjálfaraeldinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun.

Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik.

Sjá næstu 50 fréttir