Fleiri fréttir

Jón Axel má spila með Grindavík

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er kominn með félagaskipti til uppeldisfélags síns Grindavíkur og getur því spilað með liðinu í Subway-deildinni í körfubolta í vetur.

Leikurinn tafðist þar sem saga þurfti annað markið niður í rétta stærð

Uppi varð fótur og fit á MKM vellinum í Hull fyrir leik heimamanna gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, sunnudag. Ástæðan var sú að mörk vallarins voru mishá og því tafðist leikurinn þar sem vallarstarfsmenn þurftu að saga annað markið niður í rétta stærð.

Þor­leifur vann Bak­garðs­hlaupið

Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar.

ÍR hefur fundið arf­taka of­beldis­mannsins sem var sendur heim

Um helgina staðfesti lið ÍR í Subway deild karla að liðið hefði samið við Bandaríkjamanninn Taylor Johns. Kemur hann til með að fylla skarð Tylon Birts sem sendur var heim eftir aðeins einn leik eftir að upp komst að hann væri dæmdur ofbeldismaður.

Hörður Björg­vin og Pan­at­hinai­kos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi

Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin.

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“

ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. 

Sagði úr­slitin frá­bær og rauða spjaldið lík­lega verð­skuldað

Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð

Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Manchester-liðin skoruðu fjögur

Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

Sagði lið sitt hafa átt skilið að vinna

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna í dag en sagði að lærisveinar hans hefðu átt að koma boltanum í netið.

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Mount sá um lærisveina Gerrard

Mason Mount skoraði bæði mörk Chelsea í 0-2 útisigri liðsins á lærisveinum Steven Gerrard í Aston Villa.

Carrag­her: Liver­pool þarf að stöðva De Bru­yne frekar en Haaland

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland.

„Rudiger er stríðsmaður“

Antonio Rudiger, leikmaður Real Madrid, er tilbúinn í slaginn fyrir stærsta leik spænskrar knattspyrnu, El Cláscio á milli Barcelona og Real, sem hefst síðar í dag þrátt fyrir þungt höfuðhögg sem Rudgier fékk fyrir í vikunni.

Tíu hlauparar eftir í Elliðaárdal

Það eru tíu keppendur eftir í íslenska landsliðinu sem keppir í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal en fimm keppendur heltust úr lestinni eftir nóttina og nú í morgunsárið.

Pogba nálgast fulla heilsu | Gæti náð HM

Paul Pogba, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, gæti snúið aftur til æfinga fyrr en áætlað var. Pogba fór í aðgerð í síðasta mánuði vegna meiðsla í hægra hné.

Sjá næstu 50 fréttir