Fleiri fréttir

„Tvö mismunandi lið sem mættu til leiks“

Valskonur sóttu góðan sigur til Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur suður með sjó 72-80. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals tók undir þau orð blaðamanns að það mætti kalla þetta endurkomusigur, en það var einfaldlega allt annað Valslið sem mætti til leiks í seinni hálfleik samanborið við þann fyrri.

Núñez sá um West Ham

Liverpool vann 1-0 sigur á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þökk sé marki Darwin Núñez.

Arnór Ingvi skoraði gegn Helsingborg

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, skoraði eitt mark í 2-0 sigri liðsins á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, hélt hreinu á móti Varberg á meðan Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru komnir með níu fingur á sænska meistaratitilinn eftir sigur á AIK.

Glódís hafði betur gegn Guðrúnu

Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengård, mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem Glódís og stöllur hennar í Bayern unnu 2-1 sigur. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Juventus, lék á sama tíma í 0-2 útisigri liðsins á Zürich.

Elías hélt hreinu en Hákon sá rautt

Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Midtjylland, stóð vaktina í marki liðsins í 0-6 stórsigri á FA 2000 í danska bikarnum í fótbolta í dag. Aron Sigurðarson og félagar í Horsens fara einnig áfram eftir 1-2 sigur á Horsholm-Usserod. Þá vann Íslendingalið FCK á sama tíma sigur gegn Hobro í vítaspyrnukeppni.

Eitt fórnarlamba Mendy og Mattuire var einnig viðhald Grealish

Kynferðisafbrotamál Benjamin Mendy og Louis Saha Mattuire heldur áfram fyrir framan dómstóla í Manchester. Eitt af fórnarlömbum Mendy og Mattuire telur sig hafa stundað kynlíf með Jack Grealish áður en hún sofnaði og vaknaði kviknakinn.

Carrick gerist knattspyrnustjóri

Michael Carrick, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Tottenham og West Ham, er orðinn knattspyrnustjóri og hefur samþykkt að taka við enska B-deildarliðinu Middlesbrough.

Heimaleikjabann Víkinga fellt niður

Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi.

Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val

Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta.

BLAST Premier hefur göngu sína á ný

Íslenskir aðdáendur tölvuleiksins CS:GO ættu að geta glaðst yfir fréttum dagsins, en atvinnumannadeildin BLAST Premier hefur göngu sína á ný á Stöð 2 eSport í dag. Átta liða úrslitin verða öll leikin í dag, en undanúrslit og úrslit fara fram um helgina.

Þrír berjast við goðsögnina Guðjón um sæti í úrslitum

Hinn 62 ára gamli Guðjón Hauksson, ellefufaldur Íslandsmeistari í einmenningi í pílukasti, mætir til leiks í kvöld þegar þriðja keppniskvöldið í Úrvalsdeildinni fer fram á Bullseye, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Systir Ronaldos brjáluð út í Ten Hag

Systir Cristianos Ronaldo, Elma, var langt frá því að vera sátt með Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, þegar hann tók bróður hennar af velli í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

„Lífið er mikilvægara en körfubolti“

Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim.

Richotti snýr aftur til Njarðvíkur

Argentínski körfuboltamaðurinn Nicolás Richotti hefur samið við Njarðvík og mun leika með liðinu í Subway deild karla í vetur.

Klopp kærður af enska knattspyrnusambandinu

Enska knattspyrnusambandið hefur kært framkomu þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í garð dómara leiks Liverpool og Manchester City síðastliðinn sunnudag til aganefndar.

Sjá næstu 50 fréttir