Fleiri fréttir

Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag

Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. 

„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka

„Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. 

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-91 | Fyrsti sigur Hattar í Subway deildinni

Höttur fór til Þorlákshafnar og vann Þór Þorlákshöfn 89-91. Leikurinn var afar spennandi á síðustu mínútunum en Höttur var í bílstjórasætinu og náði að halda þetta út sem skilaði sigri. Þetta var annar sigur Hattar á Þór Þorlákshöfn í röð þar sem liðin mættust í bikarnum síðustu helgi. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Leicester spyrnti sér frá botninum

Leicester vann sinn annan sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0, Leicester í vil, og liðiðsitur því ekki lengur á botni deildarinnar.

Lewandowski skoraði tvö í öruggum sigri Börsunga

Barcelona vann í kvöld öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Villarreal í spænsku úralsdeildinni í knattspyrnu. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom heimamönnum á bragðið með tveimur mörkum.

Bright tryggði Chelsea sigur gegn PSG

Millie Bright skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann sterkan 0-1 útisigur gegn Paris Saint Germain í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Óttinn við að tapa er hættur að vera yfirgnæfandi“

Höttur vann Þór Þorlákshöfn í 3. umferð Subway deildar-karla 89-91. Þetta var fyrsti sigur Hattar á tímabilinu og var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, afar kátur eftir annan sigurinn á Þór Þorlákshöfn í röð. 

Lærisveinar Aðalsteins á toppinn í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu öruggan sjö marka sigur er liðið heimsótti Suhr Aarau í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 22-29.

Xhaka skaut Arsenal upp úr A-riðli

Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum.

Sveindís lagði upp í öruggum Meistaradeildarsigri

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp annað mark Wolfsburg er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn austurríska liðinu St. Polen í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ómar og Gísli á leið í undanúrslit heimsmeistaramótsins

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg eru á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta eftir góðan sex marka sigur gegn Al Khaleej frá Sádí-Arabíu í dag, 35-29.

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady

Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

Jasmín og Katrín rifta samningi við Stjörnuna

Markadrottningin og nýja landsliðskonan Jasmín Erla Ingadóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og stefnir á atvinnumennsku. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem varð þriðja markahæst í Bestu deildinni, hefur einnig nýtt ákvæði til að rifta samningi við félagið.

KKÍ vísar málinu til aganefndar og Tindastól mögulega dæmt tap

Mögulegt er að Haukar taki sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að stjórn KKÍ ákvað nú í hádeginu að vísa til aga- og úrskurðarnefndar máli varðandi fjölda erlendra leikmanna sem Tindastóll notaði í sigri sínum gegn Haukum á mánudag.

Nýliðinn í hóp með Kareem og LeBron

Nýliðinn Paolo Banchero stimplaði sig inn í NBA-deildina í körfubolta með látum þegar hann þreytti frumraun sína með Orlando Magic í nótt.

Anníe Mist: Viðkvæm vegna magans á sér

Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir vonast til þess að fylgjendur hennar setji sig í spor annarra og hugsi sig vel um áður en þeir gagnrýna.

Grát­biðja Dra­ke um að forða Arsenal frá bölvun

Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár.

Dagskráin í dag: Jón Axel mætir Keflavík

Það eru alls 12 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 Sport í dag í handbolta, rafíþróttum, golfi og körfubolta. Eitt af því sem ber hæst er endurkoma landsliðsmannsins Jóns Axels Guðmundssonar í Subway-deildina.

Sjá næstu 50 fréttir