Fleiri fréttir

Xavi skilur ekki af hverju Barca fólkið púar á Pique

Þjálfari Barcelona, Xavi Hernandez, er ein mesta goðsögnin í sögu félagsins frá einstökum tímum sínum sem leikmaður liðsins. Hann er gapandi yfir meðferðinni sem önnur goðsögn félagsins er að fá þessa dagana.

Ten Hag staðfestir að Ronaldo vildi ekki koma inn á

Cristiano Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður í leik Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Slæmar fréttir fyrir bestu CrossFit konur heims

Það hefur enginn komist nálægt henni undanfarin ár á heimsleikunum í CrossFit og þeir sem héldu að það væri að breytast hafa nú fengið endanlega staðfest að það breytist ekki neitt.

Clippers sigraði Lakers í endurkomu Leonards

Kawhi Leonard sneri aftur eftir sextán mánaða fjarveru vegna meiðsla þegar Los Angeles Clippers sigraði Los Angeles Lakers í borgarslag, 97-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Úlfarnir ætla ekki að ráða þjálfara fyrr en eftir áramót

Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves ætlar ekki að ráða nýjan þjálfara fyrr en eftir áramót þrátt fyrir að nú séu tæpar þrjár vikur frá því að Bruno Lage hafi verið látinn fara frá félaginu. Bráðabirgðastjórinn Steve Davis mun því stýra liðinu fram á næsta ár.

Niemann stefnir Carl­sen og krefst 15 milljarða króna

Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.

Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag

Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. 

„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka

„Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. 

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-91 | Fyrsti sigur Hattar í Subway deildinni

Höttur fór til Þorlákshafnar og vann Þór Þorlákshöfn 89-91. Leikurinn var afar spennandi á síðustu mínútunum en Höttur var í bílstjórasætinu og náði að halda þetta út sem skilaði sigri. Þetta var annar sigur Hattar á Þór Þorlákshöfn í röð þar sem liðin mættust í bikarnum síðustu helgi. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Leicester spyrnti sér frá botninum

Leicester vann sinn annan sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0, Leicester í vil, og liðiðsitur því ekki lengur á botni deildarinnar.

Lewandowski skoraði tvö í öruggum sigri Börsunga

Barcelona vann í kvöld öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Villarreal í spænsku úralsdeildinni í knattspyrnu. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom heimamönnum á bragðið með tveimur mörkum.

Bright tryggði Chelsea sigur gegn PSG

Millie Bright skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann sterkan 0-1 útisigur gegn Paris Saint Germain í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Óttinn við að tapa er hættur að vera yfirgnæfandi“

Höttur vann Þór Þorlákshöfn í 3. umferð Subway deildar-karla 89-91. Þetta var fyrsti sigur Hattar á tímabilinu og var Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, afar kátur eftir annan sigurinn á Þór Þorlákshöfn í röð. 

Lærisveinar Aðalsteins á toppinn í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu öruggan sjö marka sigur er liðið heimsótti Suhr Aarau í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 22-29.

Xhaka skaut Arsenal upp úr A-riðli

Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum.

Sveindís lagði upp í öruggum Meistaradeildarsigri

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp annað mark Wolfsburg er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn austurríska liðinu St. Polen í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ómar og Gísli á leið í undanúrslit heimsmeistaramótsins

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg eru á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta eftir góðan sex marka sigur gegn Al Khaleej frá Sádí-Arabíu í dag, 35-29.

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady

Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

Jasmín og Katrín rifta samningi við Stjörnuna

Markadrottningin og nýja landsliðskonan Jasmín Erla Ingadóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og stefnir á atvinnumennsku. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem varð þriðja markahæst í Bestu deildinni, hefur einnig nýtt ákvæði til að rifta samningi við félagið.

KKÍ vísar málinu til aganefndar og Tindastól mögulega dæmt tap

Mögulegt er að Haukar taki sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að stjórn KKÍ ákvað nú í hádeginu að vísa til aga- og úrskurðarnefndar máli varðandi fjölda erlendra leikmanna sem Tindastóll notaði í sigri sínum gegn Haukum á mánudag.

Sjá næstu 50 fréttir