Fleiri fréttir

Ljósmyndarar á HM varaðir við þjófum

Ljósmyndarar sem staddir eru í Svíþjóð að taka myndir af heimsmeistaramótinu í handbolta hafa margir hverjir lent í því að dýrum búnaði þeirra sé stolið úr bílum þeirra á meðan að mótinu stendur.

Öruggir sigrar hjá Fram og Val

Fram og Valur unnu afar örugga sigra er liðin mættu til leiks í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í kvöld. Valsmenn unnu 3-0 sigur gegn Leikni og Fram vann 5-1 sigur gegn Fjölni.

Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

Tímabilið búið hjá Jóni Daða

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur ekki meira með Bolton Wanderers í ensku C-deildinni á tímabilinu. Selfyssingurinn er á leið í aðgerð á ökkla og því er tímabilinu lokið hjá framherjanum.

Messi og Ronaldo skoruðu báðir í níu marka stjörnuleik

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mættust enn eina ferðina er stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain heimsótti sameinað stjörnulið Al-Hilal og Al-Nassr í vináttuleik í kvöld. Þessir tveir bestu knattspyrnumenn heims síðustu ára skorðu báðir í leiknum sem endaði með 5-4 sigri PSG.

„Skrýtið að vera kominn aftur inn í í­þrótta­hús í þeim til­gangi að taka þátt í körfu­bolta­leik“

Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor.

Lærisveinar Alfreðs fóru létt með Argentínu

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu afar öruggan tuttugu marka sigur er liðið mætti Argentínu í milliriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld, 39-19.

Björgvin Páll tæpur í bakinu

Ástæðan fyrir því að Ágúst Eli Björgvinsson er mættur til Gautaborgar er sú að Björgvin Páll Gústavsson er tæpur.

Þetta vona Íslendingar að gerist á HM á morgun

Strákarnir okkar þurfa að öllum líkindum á sigri eða að minnsta kosti jafntefli að halda gegn Svíþjóð á morgun til að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Tapi liðið mun það sennilega þurfa að treysta á önnur úrslit en það mun skýrast betur fyrir leikinn.

Allir vildu hitta Anníe

Anníe Mist Þórisdóttir er risastórt nafn innan CrossFit heimsins sem er auðvitað fullkomlega eðlilegt enda búin að vera við toppinn í miklu meira en áratug og sú fyrsta til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í íþróttinni.

Sjá næstu 50 fréttir