Fleiri fréttir

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?

Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

Lið framtíðarinnar í vandræðum

Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“.

Nú mega lömbin sparka

England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti.

United að ganga frá kaupum á Mkhitaryan

Manchester United er nálægt því að ganga frá samkomulagi við Dortmund um kaup á miðjumanninum Henrikh Mkhitaryan, en hann er talinn kosta 38 milljónir punda.

Dagný kom inná og bjargaði málunum | Sjáðu markið

Dagný Brynjarsdóttir var á skotskónum fyrir Portland Thorns í bandarísku NWSL-deildinni í knattspyrnu, en Dagný og félagar í Portland eru taplausar á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Orlando Pride.

Mane í læknisskoðun hjá Liverpool

Saido Mane mun undirgangast læknisskoðun hjá Liverpool á morgun, mánudag, eftir að Southampton samþykkti 30 milljóna punda tilboð Liverpool í framherjann.

Heimir Guðjóns gestur Harðar í Sumarmessunni í kvöld

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH og núverandi toppliðs Pepsi-deildarinnar, verður gestur í Sumarmessunni í kvöld þar sem fjallað verður um EM í Frakklandi og Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum.

Willum Þór tekur við KR-liðinu

Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld.

Þjóðverjar auðveldlega áfram | Sjáðu mörkin

Þjóðverjar fóru nokkuð auðveldlega áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins í Frakklandi, en þeir unnu 3-0 sigur á Slóvakíu í dag. Frakkar mæta annað hvort Ítalíu eða Spánverjum í átta liða úrslitunum.

Southampton í viðræðum við nýjan stjóra

Southampton er í viðræðum við Claude Puel, fyrrum stjóra Monaco og Lyon, um að vera arftaki Ronald Koeman sem stjóri Southampton, en þetta herma heimildir Sky Sports.

Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir

Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir