Fleiri fréttir

Segist vera í besta starfi í heimi

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu, segist vera í besta starfi í heimi og hafi því engan áhuga á að taka við Wimbledon sem leikur í ensku C-deildinni, karla megin.

FH kom til baka og nældi í bronsið

FH endaði í 3. sæti Fótbolta.net mótsins eftir 3-2 sigur á HK í kvöld. Hafnfirðingar lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu sætan sigur.

Sögu­legt tap hjá Mourin­ho í kvöld

Lærisveinar José Mourinho í Tottenham Hotspur töpuðu sínum öðrum heimaleik í röð er liðið tapaði 0-1 fyrir Chelsea. Er þetta í fyrsta skipti sem Mourinho tapar tveimur heimaleikjum í röð á ferli sínum sem þjálfari.

Arf­taki Davíðs Atla mættur í Víkina

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnti í dag að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur á láni og þá er Kwame Quee á leiðina í Víkina á nýjan leik.

Bednarek sleppur en Luiz fer í bann

Rauða spjaldið sem Jan Bednarek fékk í 9-0 tapi Southampton fyrir Manchester United hefur verið dregið til baka. Brottvísunin sem David Luiz, leikmaður Arsenal, fékk í 2-1 tapinu fyrir Wolves stendur hins vegar.

Vildi sem minnst tjá sig um Kjartan

Jens Berthel Askou, þjálfari AC Horsens, hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða ákvörðun Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir leik Horsens gegn Randers í gær. Ákvörðun Kjartans hefur vakið mikið umtal í Danmörku.

„Erum ekki í titil­bar­áttunni“

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að eins og sakir standa þá séu ensku meistararnir ekki í titilbaráttunni. Þetta sagði hann eftir 1-0 tap Liverpool gegn Brighton í kvöld en þetta var annað tap Liverpool í röð á heimavelli.

Gylfi skoraði og Everton vann

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Everton er liðið vann 2-1 sigur á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn mikilvægur fyrir Everton sem lá á heimavelli gegn Newcastle um helgina.

Öruggt hjá City og Leicester

Manchester City og Leicester unnu góða sigra í fyrstu tveimur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. City hafði betur gegn Burnley en Leicester gegn Fulham. Báðir leikirnir enduðu 0-2.

Rúnar ekki í Evrópu­deildar­hóp Arsenal

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í Evrópudeildarhóp Arsenal sem liðið tilkynnti inn til UEFA í dag. Nokkrar breytingar voru gerðar á 25 manna listanum frá því fyrir áramót.

Fantasy-spilarar æfir út í Bednarek

Þeir Fantasy-spilarar sem völdu Jan Bednarek í liðið sitt hugsa honum eflaust þegjandi þörfina vegna frammistöðu hans í 9-0 tapi Southampton fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Fokk! Er þetta að gerast aftur?“

„Ég tók nú bara þessa treyju því hún var það fyrsta sem ég sá í skápnum. Svo settist ég niður til að horfa leikinn og þá hófst þetta „shit show“,“ segir Hallgrímur Viðar Arnarson, stuðningsmaður Southampton, sem hugsar sig tvisvar um áður en hann klæðist aftur treyju liðsins sem hann á.

Jana Sól komin í Val

Jana Sól Valdimarsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt í Garðabænum og er búin að semja við Val.

Vildu ekki fá gervigras á völlinn sinn

Það er ekki auðvelt að halda við grasvelli í Bergen og því langskynsamlegast að skipta yfir í gervigras. Yfirmönnum norska fótboltafélagsins Brann tókst þó ekki að sannfæra sitt fólk.

Burger King grínaðist með fjarveru Hazards

Óhætt er að segja að Eden Hazard hafi gengið erfiðlega að sýna sömu stjörnutilburði hjá Real Madrid eins og hann gerði sem einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með Chelsea. Nú er hamborgarakeðjan Burger King farin að gera grín að honum.

„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport.

Frá Vestur­bæ Reykja­víkur til Napolí

Lára Kristín Pedersen gekk í dag til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli. Lára Kristín lék með KR í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar en liðið endaði á að falla er Íslandsmótinu í knattspyrnu var hætt.

Fékk sig fullsaddan og hætti hjá Marseille

André Villas-Boas hefur fengið sig fullsaddan af starfsumhverfinu hjá Marseille og tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann væri hættur sem knattspyrnustjóri félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir