Fótbolti

Jón Degi og fé­lögum tókst ekki að jafna topp­liðin að stigum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF gerðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigri hefði AGF jafnað topplið Bröndby og Midtjylland að stigum.

Jón Dagur var á sínum stað í byrjunarliði AGF en hann lék á vinstri væng liðsins í kvöld. Jón var tekinn af velli á 83. mínútu en allt kom fyrir ekki og AGF tókst ekki að finna glufur á vörn heimamanna.

Eftir 0-0 jafntefli kvöldsins er AGF með 25 stig í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Bröndby og Midtjylland eru eins og áður sagði á toppnum með 27 stig hvort. Bæði lið eiga leik til góða á AGF. Þá er Randers í 3. sæti deildarinnar með 25 stig en betri markatölu en AGF.

Randers vann 3-0 sigur á AC Horsens í kvöld. Ágúst Eðvald Hlynsson lék síðustu átján mínúturnar í liði Horsens. Ágúst Eðvald og félagar eru sem stendur í 11. sæti, eða því næst neðsta, með aðeins sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×