Rúnar Alex var ekki fæddur þegar þetta gerðist síðast hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 10:31 Rúnar Alex Rúnarsson með knattspyrnustjóranum Mikel Arteta í leikslok í gær. Getty/Nick Potts Rúnar Alex Rúnarsson fékk óvænt sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar Arsenal tapaði á móti Wolves á útivelli. Það leit ekki út fyrir það að Rúnar Alex fengi leiki í ensku úrvalsdeildinni á næstunni en fljótt skipast veður í lofti. Í gær gerðist nefnilega það sem hafði ekki gerst hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í rúm 27 ár. Bernd Leno fékk rauða spjaldið á 72. mínútu fyrir að taka boltann með hendi fyrir utan teig. Rúnar Alex tók þarf með stöðu hans í markinu. Markvörður Arsenal hafði ekki fengið rauða spjaldið sína að David Seaman var rekinn af velli í leik á móti West Ham 24. nóvember 1993. 2 - Bernd Leno is just the second goalkeeper to be sent off in a @premierleague game for Arsenal after David Seaman against West Ham in November 1993. Shock. pic.twitter.com/YUcnTQRlej— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Seaman braut þá á sóknarmanni West Ham fyrir utan vítateig á 84. mínútu leiksins. Alan Miller kom í markið í staðinn. Rúnar Alex fæddist 18. febrúar 1995 eða tæpum fimmtán mánuðum eftir að Seaman var rekinn af velli. Fyrsti leikur Rúnars Alex skrifaði nýjan kafla í sögubækurnar því hann er fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Árni Gautur Arason var á mála hjá Manchester City en spilaði aldrei með liðinu í deildinni. Rúnar Alex hafði spilað fimm leiki með Arsenal á leiktíðinni en enginn þeirra var í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex spilaði fjóra leiki í Evrópudeildinni og svo einn í enska deildabikarnum. Hann hefur nú fengið sjö mörk á sig í sex leikjum og haldið markinu þrisvar sinnum hreinu. Alex Runarsson turned into Arsenal's playmaker #AFC #WOLARShttps://t.co/nxZuffCNma— talkSPORT (@talkSPORT) February 2, 2021 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira
Það leit ekki út fyrir það að Rúnar Alex fengi leiki í ensku úrvalsdeildinni á næstunni en fljótt skipast veður í lofti. Í gær gerðist nefnilega það sem hafði ekki gerst hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í rúm 27 ár. Bernd Leno fékk rauða spjaldið á 72. mínútu fyrir að taka boltann með hendi fyrir utan teig. Rúnar Alex tók þarf með stöðu hans í markinu. Markvörður Arsenal hafði ekki fengið rauða spjaldið sína að David Seaman var rekinn af velli í leik á móti West Ham 24. nóvember 1993. 2 - Bernd Leno is just the second goalkeeper to be sent off in a @premierleague game for Arsenal after David Seaman against West Ham in November 1993. Shock. pic.twitter.com/YUcnTQRlej— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Seaman braut þá á sóknarmanni West Ham fyrir utan vítateig á 84. mínútu leiksins. Alan Miller kom í markið í staðinn. Rúnar Alex fæddist 18. febrúar 1995 eða tæpum fimmtán mánuðum eftir að Seaman var rekinn af velli. Fyrsti leikur Rúnars Alex skrifaði nýjan kafla í sögubækurnar því hann er fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Árni Gautur Arason var á mála hjá Manchester City en spilaði aldrei með liðinu í deildinni. Rúnar Alex hafði spilað fimm leiki með Arsenal á leiktíðinni en enginn þeirra var í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex spilaði fjóra leiki í Evrópudeildinni og svo einn í enska deildabikarnum. Hann hefur nú fengið sjö mörk á sig í sex leikjum og haldið markinu þrisvar sinnum hreinu. Alex Runarsson turned into Arsenal's playmaker #AFC #WOLARShttps://t.co/nxZuffCNma— talkSPORT (@talkSPORT) February 2, 2021
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira