Fleiri fréttir

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.

Belgía í átta liða úrslit

Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.

Zinchen­ko á leiðinni til Arsenal

Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir.

Val­geir Lund­dal og fé­lagar aftur á toppinn

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland.

Sex breytingar á byrjunar­liði Frakk­lands

Byrjunarlið Frakklands fyrir leik kvöldsins í leiknum mikilvæga í D-riðli Evrópumóts kvenna er töluvert breytt liðinu sem hóf leikinn gegn Ítalíu á dögunum. Alls eru sex breytingar á byrjunarliði liðsins.

Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur

Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld

Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar.

Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski

Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið.

Valsmenn ráða Ólaf aftur til starfa

Ólafur Jóhannesson er orðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta á nýjan leik en hann var í dag ráðinn í stað Heimis Guðjónssonar.

Tekur út stressið fyrir dóttur sína Glódísi Perlu

Móðir landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur en enn á ný kominn út á Evrópumót til að fylgjast með dóttur sinni. Þetta er í þriðja sinn og nú er dóttirin orðin varafyrirliði liðsins.

Heimir hættur hjá Val

Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Þetta kom fram í tilkynningu frá Valsmönnum nú rétt í þessu.

Sjáðu stórbrotið mark Ólafs Karls

Ólafur Karl Finsen skoraði stórkostlegt mark, vafalítið það fallegasta í sumar, þegar Stjarnan vann ÍA 3-0 í Bestu deildinni í fótbolta á Akranesi í gær.

Sjáðu sigurmark og suss Þorleifs í Bandaríkjunum

Þorleifur Úlfarsson reyndist hetja Houston Dynamo í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn San Jose Earthquakes korteri fyrir leikslok.

„Þið elskið að spyrja út í þetta“

Fyrirliðastaðan hefur verið aðeins til umræðu í íslenskum fjölmiðlum á þessu Evrópumóti og þá sérstaklega af hverju að fyrirliði liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafi ekki bara misst fyrirliðastöðuna til Söru heldur einnig varafyrirliðastöðuna til Glódísar Perlu Viggósdóttur.

„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“

Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld.

„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“

„Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. 

Sjá næstu 50 fréttir