Fleiri fréttir

Man United í­hugar að fá Pulisic á láni

Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni.

Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate and­lega eða líkam­lega

Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

Musk grínaðist með að kaupa Manchester United

Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka.

Blikar missa þrjá leikmenn í leikbann

Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, verður án þriggja leikmanna sinna er liðið heimsækir Fram í 18. umferð deildarinnar næstkomandi mánudag.

Ólöf: Við eigum séns í Evrópu

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú.

Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina

Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Jón Daði lagði upp í sigri Bolton

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lagði upp eina mark Bolton er liðið vann 1-0 sigur gegn Morecambe í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Sel­foss-Þór/KA 2-0 | Markaþurrð Selfyssinga lokið

Selfoss hafði ekki skorað í síðustu fimm leikjum áður en Þór/KA kom í heimsókn. Brenna Lovera braut ísinn á fimmtu mínútu. Þór/KA hótaði jöfnunarmarki í síðari hálfleik en gegn gangi leiksins skoraði Susanna Joy Friedrichs annað mark Selfyssinga og gulltryggði stigin þrjú. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Aron Einar og félagar á toppnum

Aron Einar Gunnarsson og liðsfélagar hans í Al Arabi eru á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Davíð Örn frá næstu vikurnar: „Nárinn fór“

Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, þurfti að fara af velli í stórleik Bestu deildar karla í gærkvöld eftir að meiðast á nára í fyrri hálfleik. Hann bíður nú eftir að komast í ómskoðun til að fá nánari greiningu á meiðslunum.

Birti ógeðsleg skilaboð frá íslenskum strák

Danski miðvörðurinn Joachim Andersen fékk hundruð hatursfullra skilaboða frá stuðningsmönnum Liverpool eftir viðskipti sín við Darwin Núnez í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann birti nokkur skilaboð, þar á meðal ein frá íslenskum táningi.

Þórsarar reyndu ekki að fá bulldómnum breytt

Knattspyrnudeild Þórs ákvað að sækjast ekki formlega eftir því að Hermann Helgi Rúnarsson slyppi við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk ranglega vegna misskilnings dómarans reynslumikla, Erlends Eiríkssonar, í leik gegn Selfossi.

Lán í ó­láni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik

Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni.

Segja Ron­aldo vera til sölu | Auba­mey­ang gæti leyst hann af hólmi

Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi.

Barcelona gerir allt til að neyða Braithwaite á brott

Spænska félaginu Barcelona gengur misvel að losa sig við leikmenn til að rýma til fyrir þeim sem hafa samið við félagið í sumar. Daninn Martin Braithwaite er sérlega óvinsæll hjá stjórnendum félagsins.

„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu.

Mourinho splæsti í pizzupartý

José Mourinho pantaði 60 pizzur fyrir leikmenn sína og starfslið eftir 1-0 sigur Roma á Salernitana í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Mikils er vænst af Roma á komandi leiktíð.

Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield

Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield.

Sjá næstu 50 fréttir