Fleiri fréttir

„Enginn veit hvað hefði gerst hefði Er­ling spilað“

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Leicester City í dag. Kevin De Bruyne steig upp í fjarveru Erling Braut Håland en framherjinn var fjarri góðu gamni í dag. Pep sagði að enginn geti spáð fyrir um hvernig leikurinn hefði spilast hefði Norðmaðurinn verið með.

Segja Jón Guðna vera á leið í Víking

Í lokaþætti Stúkunnar – þar sem lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta var gerð upp – var opinberað að Jón Guðni Fjóluson sé á leið til bikarmeistara Víkings.

Lewandowski skaut Barcelona á toppinn

Robert Lewandowski skaut Barcelona á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með marki í uppbótartíma gegn Valencia. Fyrr í leiknum hafði mark verið dæmt af Valencia.

Leeds lagði Liver­pool á Anfi­eld

Leeds United gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool á Anfield í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-1 gestunum frá Leeds í vil.

Höskuldur: Viljum vera sigursælir í langan tíma

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum kampakátur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í lokaleik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.

„Við erum að stækka sem félag“

„Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. 

Bentancur hetja Tottenham í ótrúlegum endurkomusigri

Rodrigo Bentancur reyndist hetja Tottenham er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 2-3, en heimamenn höfðu náð tveggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik.

Bayern lyfti sér á toppinn með stórsigri

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann öruggan 6-2 sigur gegn Mainz í dag.

De Bruyne skaut Englandsmeisturunum á toppinn

Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni.

Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Sú yngsta til að vera kosin sú besta

Knattspyrnukonan Sophia Smith hjá Portland Thorns var í gær valin mikilvægasti leikmaður bandarísku kvennadeildarinnar á þessu tímabili.

Afturgangan í Rómarborg

Fáir einstaklingar vekja upp sterkari tilfinningar hjá íbúum Rómar en þjálfarinn Luciano Spalletti. Undir stjórn Spallettis náðu Rómverjar hæstu hæðum en líka djúpum dölum. Hápunktarnir á þjálfaraferli hans í höfuðborginni voru bikartitlarnir árin 2007 og 2008. Dýpstu dalirnir voru 7-1 tapið gegn Manchester United árið 2007 og framkoma hans í garð Francesco Tottis undir lok ferils hans.

Ísak gæti orðið efnilegastur og bestur

Eftir að lokaumferðinni í Bestu deild karla lýkur á morgun verður tilkynnt hvaða leikmenn urðu fyrir valinu sem besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar í ár.

Gáfu bjór en fengu slæma meðhöndlun í staðinn

Danska knattspyrnufélagið FC Kaupmannahöfn hefur sent opinbera kvörtun til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna þess hvernig farið var með stuðningsmenn félagsins í Sevilla á þriðjudaginn, á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir