Fleiri fréttir

Leicester er búið að tala við Hodgson

Englandsmeistarar Leicester City eru í leit að nýjum knattspyrnustjóra og kemur það mörgum á óvart að félagið hafi áhuga á Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands.

Aston Villa vinnur aftur með Birki Bjarna á bekknum

Aston Villa vann í kvöld sinn annan leik í röð í ensku b-deildinni í fótbolta en liðið vann þá 2-0 heimasigur á Bristol City í Íslendingaslag þar sem íslensku landsliðsmennirnir voru á varamannabekknum. Newcastle vann á sama tíma toppslaginn á móti Brighton & Hove Albion.

Framkoma Koeman kom Messumönnum á óvart

Það vakti athygli Hjörvars Hafliðasonar að Ronald Koeman, stjóri Everton, skildi mæta á Twitter eftir að hans gamla félag, Southampton, hafði tapað gegn Man. Utd í úrslitum deildabikarsins.

Voru algjörir klaufabárðar og skemmdu rútu síns eigin liðs

Stuðningsmenn Crystal Palace ætluðu að trufla liðsmenn Middlesbrough fyrir leik Palace og Boro í ensku úrvalsdeildinni um helgina en rugluðust alveg í ríminu með þeim afleiðingum að þeir trufluðu í raun undirbúning síns eigin liðs.

Þriðja þrennan á árinu | Sjáðu mörkin hans Harry

Harry Kane fór heim með boltann eftir leik Tottenham og Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spurs vann leikinn 4-0 og skoraði Kane þrjú fyrstu mörk liðsins í leiknum og það tók hann aðeins 23 mínútur að skora þrennuna.

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri

Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag.

Kane kláraði Stoke í fyrri hálfleik

Stórleikur Harry Kane gerði út um Stoke í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Kane skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri á White Hart Lane.

Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar

Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni.

Telur Zlatan geta leikið til fertugs

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hinn 35 árs gamli Zlatan Ibrahimovic, eigi nokkur ár eftir í fremstu röð og að hann geti leikið þar til hann verður fertugur.

Sutton saknaði átvaglsins af bekknum í dag

Utandeildarlið Sutton United saknaði svo sannarlega varamarkmannsins Wayne Shaw í 3-2 sigri gegn Torquay United í dag en enginn varamarkvörður var til staðar á bekknum þegar Ross Warner, markvörður Sutton meiddist.

Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða.

Sjá næstu 50 fréttir