Enski boltinn

Stuðningsmenn Man United eiga strákunum hans Zlatans mikið að þakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic með strákunum sínum fyrir nokkuð mörgum árum.
Zlatan Ibrahimovic með strákunum sínum fyrir nokkuð mörgum árum. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefði getað valið mörg önnur lið en nú er komið í ljós af hverju hann valdi Manchester United.

Zlatan Ibrahimovic hefur skorað 26 mörk á sínu fyrsta tímabili með Manchester United og United er þegar búið að vinna sinn fyrsta titil með hann innanborðs.

Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í sigri Manchester United á Southampton um helgina, kom liðinu fyrst í 1-0 með marki beint út aukaspyrnu og skoraði síðan sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

„Það rétti tímapunktur fyrir allt á þínum feril. Ég kom ekki fyrr til Englands af því að það var ekki rétti tímapunkturinn,“ sagði Zlatan. Sky Sports segir frá.

„Þrátt fyrir að börnin mín vildu að ég fær til United þá var hugur minn annarsstaðar. Það breyttist allt þegar Jose hringdi,“ sagði Zlatan Ibrahimovic.

„Við eigum sérstakt samband. Þegar hann hringdi þá var hann nánast að spyrja mig í hvaða númeri ég vildi spila,“ sagði Zlatan sem segir að þetta tvennt hafi ráðið úrslitum þegar hann tók ákvörðun.

„Hugur minn var ekki þar. Svo fóru krakkarnir að biðja mig um að fara til United og svo hringdi Jose. Þess vegna er ég hér,“ sagði Zlatan.

Zlatan Ibrahimovic vill samt taka það fram að hann muni ráðast næstu skrefum sínum á ferlinum en ekki synir hans Max og Vincent. Hann hefur ekki viljað gefa það út hvort að hann spili áfram með Manchester United á næstu leiktíð.


Tengdar fréttir

Telur Zlatan geta leikið til fertugs

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hinn 35 árs gamli Zlatan Ibrahimovic, eigi nokkur ár eftir í fremstu röð og að hann geti leikið þar til hann verður fertugur.

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×