Fleiri fréttir

Haukar, Stjörnumenn og ÍR-ingar smala í rútur fyrir kvöldið

Haukar, Stjarnan og ÍR verða á útivöllum í oddaleikjum í átta úrslita Iceland Express deilda karla í körfubolta í kvöld. Öll félögin hafa skipulagt rútuferðir fyrir stuðningsmenn sína, Haukar fara í Hólminn, Stjörnumenn mæta í Grindavík og ÍR-ingar fara í Keflavík.

NBA: Lakers vann Phoenix eftir þríframlengdan leik

Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni.

Pálína: Vorum ekki að spila saman

„Við vorum ekki að spila saman og þú vinnur ekki leiki ef það er ekki til staðar,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur eftir tap liðsins gegn KR í kvöld í DHL-höllinni, 75-64.

Hrafn: Er mjög bjartsýnn

„Ég er ótrúlega sáttur og við lékum frábærlega í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir sigurleik sinna stúlkna gegn Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna, 75-64. Þar með hefur liðið unnið sinn hvorn leikinn.

Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin

Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík.

Logi stigahæstur í tapleik

Solna Vikings tapaði í kvöld fyrir Norrköping í fyrsta leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, 91-86.

Þrír oddaleikir í 8 liða úrslitum í fyrsta sinn í sex ár

Haukar og ÍR tryggðu sér oddaleiki í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi og þar með er ljóst að þrjú af fjórum einvígum átta liða úrslitanna fara alla leið í leik upp á líf og dauða á morgun.

Yfirlýsing frá KR: KR er sannfært um sakleysi Margrétar Köru

KR-ingar hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um leikbann Margrétar Köru Sturludóttur og það að hún hafi verið kærð til lögreglu fyrir líkamsárás. Málið má rekja til þess að Margrét Kara sló til Haukakonunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í deildarleik Hauka og KR fyrir tæpum tveimur vikum.

NBA: Boston vann í New York og Tim Duncan meiddist

San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni.

ÍR og Haukar fá oddaleik - myndir

ÍR og Haukar hleyptu miklu lífi í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að knýja fram oddaleiki í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum.

Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar

Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur.

Þór tryggði sér oddaleik

Þór Akureyri vann dramatískan 76-73 sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í Vodafonehöllinni í gærkvöldi. Valur hefði tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigri en missti frá sér leikinn í lokin.

Pétur: Höfum burði til þess að senda Snæfell í frí

"Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik.

Ingi Þór: Maður skilur ekki svona hugarfar

"Þessi úrslit voru bara virkilega verðskulduð hjá Haukum og ég skil hreinlega ekki hugarfarið í mínum mönnum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í gær.

Ólöf: Duga eða drepast í Hveragerði

"Ég er mjög stolt af okkur, þetta var frábær heimasigur," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir 86-78 sigur á deildarmeisturum Hamars í kvöld.

Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli

"Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu,

Fanney: Njarðvík er með hörku lið

"Þetta var engan veginn það sem við lögðum upp með, við förum í alla leiki til að vinna þá og það gekk ekki í dag enda spiluðum við illa," sagði Fanney Lind Guðmundsdóttir, leikmaður Hamars eftir 86-78 tap gegn Njarðvík.

Umfjöllun: Njarðvík jafnaði metin

Njarðvík jafnaði í kvöld metin í einvígi sínu gegn deildarmeisturum Hamars í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna.

Sundsvall Dragons komið í 1-0 forystu

Sundsvall Dragons vann í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta er liðið vann Jämtland Basket á heimavelli, 74-62.

ÍR-ingar búnir að tapa átta leikjum í röð í úrslitakeppninni

ÍR og Keflavík mætast í kvöld í Seljaskóla í öðrum leik einvígis þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð Sport 2 en Keflavík tryggir sér sæti í undanúrslitunum með sigri.

Haukar hætta við að áfrýja dómnum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku.

Ræðst ekki fyrr en í upphitun hvort Sean spili í kvöld

Það er ekki enn vitað hversu mikinn þátt bandaríski bakvörðurinn Sean Burton getur tekið í öðrum leik Snæfells og Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en liðin mætast á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld.

KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár

KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.

Draftsite.com: Spáir því að Helena verði valin inn í WNBA-deildina

Vefsíðan Draftsite.com spáir því að Helena Sverrisdóttir verði valin í nýliðavali WNBA deildarinnar sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt spá síðunnar, sem er ekki tengd kvennadeild NBA né öðrum landssamtökum í íþróttum innan Bandaríkjanna, þá mun Seattle Storm velja Helenu í þriðju umferð. Karfan.is sagði fyrst frá þessu.

NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum

Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks.

Hrafn: Bekkurinn er að koma frábær inn

„Þetta var bara hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR-ingar eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deild karla eftir að hafa sópað Njarðvíkingum í sumarfrí. Leikurinn í kvöld fór 80-96 fyrir KR-inga og sigurinn í raun aldrei í hættu.

Páll Axel: Vorum allt of linir

Páll Axel Vilbergsson var daufur á dálkinn eftir tap Grindvíkinga gegn Stjörnunni í öðrum leiknum í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, 91-74.

Friðrik: Töpuðum fyrir miklu betra liði

„Við töpuðum bara fyrir mun betra liði í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað einvíginu gegn KR 2-0 í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla. Leikurinn í kvöld fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík en honum lauk með 80-96 sigri gestanna.

Brynjar: Þú býrð ekki til liðsheild á tveimur vikum

„Þetta er virkilega góða tilfinning,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann öruggan sigur gegn Njarðvík, 80-96, og sópaði þeim þar með í sumarfrí með 2-0 sigri í einvíginu.

Shouse: Of mikill snjór til að fara í sumarfrí

"Þetta eru frábær úrslit og í hvert sinn sem maður er með bakið upp við vegg þá þarf maður á góðri frammistöðu að halda. Við vorum frábærir í kvöld. Það er alltof mikill snjór úti til að fara í sumarfrí,“ sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar kátur eftir liðið hafði betur gegn Grindavík, 91-74 í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik.

Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí

KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn.

Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík

Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit.

Pétur Ingvarsson: Við mættum hingað til þess að sigra

Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka mætti með lið sitt vel undirbúið til leiks og snigilhraði var á sóknarleik liðsins. Allt samkvæmt áætlun því Haukarnir töpuðu með 42 stig mun í deildarleiknum gegn Snæfelli í vetur. "Við mættum hér til þess að vinna og ég get lofað því að við munum mæta með sama hugarfari í leikinn á Ásvöllum. Við fórum illa með þá í fyrri hluta leiksins en okkur gekk illa að skora gegn svæðisvörn þeirra. Færin komu en við nýttum þau ekki en við finnum út úr því fyrir næsta leik,“ sagði Pétur eftir 76-67 tap Hauka í Stykkishólmi í kvöld.

Nonni Mæju: Það var ótrúlegt andleysi í byrjun

"Það var ótrúlegt andleysi í byrjun og það var eins og menn væru enn að hugsa um 42 stiga sigurinn gegn þeim í deildarkeppninni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn nýliðum Hauka í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Jón eða "Nonni Mæju“ var langt frá því að vera sáttur við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn.

Ingi Þór var ósáttur þrátt fyrir sigurinn gegn Haukum

„Ég var virkilega vonsvikinn með hvernig leiðtogar liðsins voru stemmdir í leiknum. Það var greinilegt að umfjöllunin fyrir leikinn og stórsigur okkar gegn þeim í deildarkeppninni hafði áhrif á hugarfarið hjá okkur. Egill Egilsson skaut okkur inn í leikinn og við getum þakkað fyrir að hafa unnið Haukana að þessu sinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn Haukum í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Gunnar: Höfum annan leik

„Við höfum annan leik hérna á fimmtudaginn til að lagfæra þetta, ég var að gæla við að klára þetta í tveimur leikjum en núna er ekkert annað í stöðunni," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR eftir tap ÍR gegn Keflavík í Toyota höllinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir