Fleiri fréttir

Fjölnir vann í Njarðvík | Stigaskor kvöldsins í kvennakörfunni

Fjölnir vann óvæntan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Iceland Express deild kvenna körfubolta í kvöld og Keflavík heldur því toppsætinu þrátt fyrir óvænt tap í Hólminum. Valur vann Hamar í Hveragerði og staða Hamarsliðsins á botninum versnaði því eftir úrslit kvöldsins.

Haukakonur unnu KR aftur og nú í DHl-höllinni

Haukakonur unnu tólf stiga sigur á KR, 70-58, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og hafa þar með unnið báða leiki sína á móti KR-konum í vetur. Liðin mætast síðan í 16 liða úrslitum bikarsins í byrjun janúar. Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og með betri árangur í innbyrðisleikjum.

Snæfell vann óvæntan sigur á toppliði Keflavíkur

Snæfell vann óvæntan 68-61 sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Stykkiishólmi í kvöld. Snæfellskonur eru gríðarlega öflugar á heimavelli og sönnuðu það enn á ný í þessum leik.

Helena með níu stig í flottum sigri í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir átti sinn besta stigaleik í Meistaradeildinni í vetur þegar hún var með níu stig í 106-66 stórsigri Good Angels Kosice á króatíska liðinu Gospic CO í dag. Good Angels Kosice hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum í sínum riðli og á mjög góða möguleika á því að komast áfram

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

Odom sár út í Lakers | Vildi ekki fara til Hornets

Lamar Odom er kominn til Dallas Mavericks frá LA Lakers og hann segir að sér hafi sárnað hvernig Lakers kom fram við hann. Odom átti upprunalega að fara til Hornets í skiptum fyrir Chris Paul en endaði hjá Mavericks á endanum.

Lakers er enn að reyna að fá Paul

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki.

Nene fær 67 milljónir dollara hjá Denver

Það er mikið líf á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni þessa dagana og liðin að gera sig klár fyrir stutt og snarpt tímabil. Denver Nuggets er búið að endursemja við Nene til næstu fimm ára.

Helgi Már og félagar unnu Sundsvall eftir þríframlengdan leik

Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR héldu sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld og unnu 96-90 sigur á Sundsvall Dragons í mögnuðum þríframlengdum leik í Stokkhólmi. Þetta var sjötti sigur 08 Stockholm í röð og liðið komst með honum upp fyrir Sundsvall í töflunni.

Brynjar skoraði meira en Logi fagnaði sigri

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 18 stiga sigur á Brynjari Þór Björnssyni og félögum í Jämtland Basket, 102-84, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna-liðið endaði þar með tveggja leikja taphrinu en Jämtland tapaði sínum öðrum leik í röð.

Bikardrátturinn í beinni á Vísi

Dregið verður í sextán liða úrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum, klukkan 14.00 í dag og verður drátturinn í beinni Twitter-lýsingu á Vísi.

Paul gæti enn farið til Clippers - Billups kominn

Hringavitleysan í kringum Chris Paul heldur áfram. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að viðræður við LA Clippers sigldu í strand hófust viðræður á nýjan leik og því er enn möguleika á að Paul spili með Blake Griffin.

Chris Paul gæti farið til Clippers

Chris Paul hefur síðustu daga verið á leið til Los Angeles Lakers en ekki náðist að ganga frá samningum. Paul gæti verið á förum til Los Angeles en þó ekki til Lakers. Nú er nefnilega hermt að hann sé við það að semja við LA Clippers.

Helgi Már stigahæstur í sigurleik

Helgi Már Magnússon skoraði 24 stig þegar að lið hans, 08 Stockholm, vann góðan sigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 79-74.

Jón Arnór og félagar unnu í tvíframlengdum leik

Jón Arnór Stefánsson skoraði þrettán stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði betur gegn Baloncesto Fuenlabrada í tvíframlengdum leik, 95-88, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Tyson Chandler til New York Knicks

Næstu daga má búast við miklum breytingum á leikmannahópum hjá liðinum í NBA-deildinni og mörg félagsskipti eiga eftir að ganga í gegn.

Sundsvall steinlá á útivelli

Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons töpuðu frekar óvænt fyrir Södertalje Kings í kvöld. Sigur Södertalje var þess utan sannfærandi, 92-74.

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72

Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

Logi skoraði átján stig í tapleik

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings urðu að sætta sig við tap á heimavellí í kvöld þegar hið sterka lið, Norrköping Dolphins, kom í heimsókn. Lokatölur 86-99.

Lakers að spila fyrstu þrjú kvöldin á nýju NBA-tímabili

Það verður nóg að gera hjá NBA-liðunum þegar nýtt tímabil fer af stað á jóladag. Það þarf að koma 66 leikjum fyrir á aðeins fjórum mánuðum og fyrsta liðið sem fær að kynnast þéttri dagskrá verður lið Los Angeles Lakers.

Baker tryggði Njarðvík sigurinn í Hólminum

Shanae Baker var hetja Njarðvíkurliðsins í Stykkishólmi í kvöld en hún kórónaði frábæran leik sinni með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Njarðvík vann leikinn 72-69 og komst upp að hlið Keflavíkur á toppnum.

Helena með 19 stig og 9 stoðsendingar í stórsigri

Helena Sverrisdóttir átti flottan leik með Good Angels Kosice í slóvakísku deildinni um helgina en hún skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst á 27 mínútum í 107-36 sigri liðsins á Moris Cassovia Kosice.

Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur

Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía.

Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum.

Haukur og félagar með nauman heimasigur

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Assignia Manresa unnu 80-75 sigur á Blancos de Rueda Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa-liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 5 sigra í 10 leikjum en Valladolid er áfram á botninum.

Valskonur stoppuðu sigurgöngu Hauka - stigaskor í leikjum dagsins

Valskonur eru aðeins að taka við sér í Iceland Express deild kvenna en Valur vann fjögurra stiga sigur á Haukum, 83-79, eftir framlengdan leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Haukakonur voru búnar að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn og báða leikina við Val á tímabilinu.

Ótrúleg endurkoma Snæfellskvenna - Sigrún með þrennu í léttum sigri KR

Snæfell og KR fögnuðu sigrum í Iceland Express deild kvenna í dag. KR vann öruggan 103-63 sigur á botnliði Fjölnis en Snæfell þurfti frábæran fjórða leikhluta til þess að landa þriggja stiga sigri á Hamar í Hveragerði. KR komst upp í 3. sætið með sigrinum en Snæfell komst upp að hlið Hauka í 4. til 5. sæti.

Naumt tap hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu naumlega á útivelli á móti Lucentum Alicante, 75-77, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Alicante-liðið er í toppbaráttunni á meðan Zaragoza er um miðja deild.

Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik

Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir