Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 88-93

Keflavík mætir Grindavík í úrslitum Lengjubikarsins á morgun eftir góðan fimm stiga sigur á Snæfelli 93-88 í kaflaskiptum leik þar sem Keflvíkingar stóðust áhlaup Snæfell á lokakaflanum.

Brynjar Þór og félagar unnu botnliðið

Brynjar Þór Björnsson skoraði sjö stig þegar að lið hans, Jämtland, vann þægilegan sigur á botnliði Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 97-79.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 80-66

Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum á morgun eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn, 80-66. Grindavík lék frábæran varnarleik í leiknum og fór illa með Þór í fráköstunum sem gerið gæfu muninn.

Ekki byrjar það vel hjá Miami Heat - Miller frá í átta vikur

NBA-leikmennirnir mega nú mæta í æfingahús sinna liða á nýjan leik og þeir hafa því byrjað undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þrátt fyrir að formlegar æfingabúðir liðanna hefjist ekki fyrr en 9. desember næstkomandi. Einn leikmaður getur þó ekki byrjað að æfa strax.

Allir nema einn spá Grindavík sigri

Undanúrslit Lengjubikarsins fara fram í DHL-höllinni í kvöld og þar keppa fjögur lið um sæti í úrslitaleiknum á morgun. Fréttablaðið fékk þjálfara hinna liðanna í Iceland Express-deildinni til að spá um úrslit.

Flottur sigur hjá Helga og félögum

08 Stockholm kom sér í kvöld úr fallsæti í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með sigri á einu af sterkari liðum deildarinnar, Borås Basket. Lokatölur voru 96-88.

Magnús má ekki spila í DHL-höllinni á morgun

Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson verður fjarri góðu gammni í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í DHL-höllinni á morgun en hann var í gær dæmdur í eins leiks bann.

Logi: Það er mikið talað um okkur hérna

Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Solna Vikings í sænska körfuboltanum. Liðið byrjaði á þremur útileikjum og þeir töpuðust allir. Þegar liðið tapaði á móti Borås í fyrsta leik nóvembermánaðar sátu Solna-menn í næstsíðasta sæti með aðeins tvo sigra í átta leikjum.

Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur

„Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður.

Helena skoraði fimm stig

Helena Sverrisdóttir skoraði fimm stig fyrir lið sitt, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, þegar að liðið tapaði fyrir Wisla Can-Pack í Evrópudeild kvenna í kvöld, 72-69.

Snæfell vann sigur á KR

Keflavík er með fjögurra stiga forystu í Iceland Express-deild kvenna en heil umferð fór fram í kvöld. Snæfellingar unnu óvæntan en góðan sigur á KR á heimavelli, 77-72.

Fimm NBA-leikir á jóladag

NBA-deildin hefur ákveðið að bæta tveimur leikjum við á jóladag sem verður fyrsti leikdagurinn á nýju 66 leikja tímabili sem varð að veruleika eftir að eigendur og leikmenn náðu saman um nýjan samning.

Logi átti frábæran nóvembermánuð

Logi Gunnarsson fór heldur betur á kostum með Solna Vikings liðinu í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í nóvembermánuði. Logi skoraði 22,5 stig að meðaltali í sex leikjum Solna í nóvember og liðið vann fimm þeirra.

Treyja Deron Williams upp í rjáfur eftir aðeins 15 leiki

Deron Williams er á heimleið frá Tyrklandi eftir að NBA-deilan leystist og deildin er að fara í gang á nýjan leik. Williams stóð sig það vel með tyrkneska liðinu Besiktas að hér eftir má enginn spila númer átta hjá liðinu.

Helgi Jónas góður í því að fela púlið

Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri.

NBA-leikmenn fastir í Kína fram í mars

NBA-leikmennirnir Wilson Chandler, Kenyon Martin, J.R. Smith og Aaron Brooks tóku allir áhættuna og sömdu við kínversk lið á meðan að verkbannið var í gangi í NBA-deildinni. Þeir sem sömdu við evrópsk lið geta snúið aftur þegar NBA-deildin fer af stað á ný en reglurnar í Kína leyfa leikmönnunum hinsvegar ekki að stinga af.

Sum NBA-lið mega ekki bjóða í "amnesty" leikmenn

Nýr samningur milli eigenda og leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta inniheldur svokallaða "amnesty"-klausu þar sem lið getur samið um starfslok við einn leikmann án þess að laun hans séu tekin inn í launþaksútreikninga.

Keflavík og Þór komust í undanúrslitin - Fyrsti sigur Vals

Riðlakeppni Lengjubikarkeppni karla lauk í kvöld. Keflavík tryggði sér efsta sætið í D-riðli með sigri á Njarðvík í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum keppninnar, 94-74. Valur vann svo loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

NBA-deildin ætlar að troða Stjörnuleiknum inn

NBA-deildin fer væntanlega af stað á jóladag eftir að eigendur og leikmenn náðu óvænt saman um helgina. Deildin fer 55 dögum of seint og stað og forráðamenn NBA-deildarinnar verða því að troða 66 leikjum niður á fimm mánuði.

Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld

Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld.

Helena með 29 stig í stórsigri Englanna

Helena Sverrisdóttir átti sinn besta leik til þessa með Good Angels Kosice þegar liðið vann 115-53 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni í körfubolta um helgina.

NBA-liðin munu öll spila einu sinni þrjú kvöld í röð

Það verður mikið leikjaálag á NBA-liðunum á nýja tímabilinu sem hefst væntanlega 9. desember næstkomandi en nú er farið að leka út hvernig tímabilið verður sett upp. Forráðamenn NBA-deildarinnar þurfa að koma fyrir 66 leikjum á tæpum fimm mánuðum.

Helgi Már hetja 08 Stockholm

Helgi Már Magnússon var hetja 08 Stockhom HR í dag þegar hann skoraði sigurkörfuna gegn Örebro. Karfan kom fjórum sekúndum fyrir leikslok og tryggði Stockholm tveggja stiga sigur, 66-68.

Obama tók fjölskylduna með á völlinn

Barack Obama Bandaríkjaforseti er mikill körfuboltaáugamaður og hann skellti sér á leik Towson og Oregon State í háskólakörfuboltanum í gær.

Búið að leysa NBA-deiluna - líklega byrjað að spila á jóladag

Kraftaverkin ku gerast á jólunum og það á svo sannarlega við í NBA-deilunni. Það benti ekkert til þess að það myndi nokkuð þokast í deilunni á næstunni þegar óvænt var greint frá því í dag að búið væri að leysa deiluna. Leikmenn og eigendur hafa loksins komist að samkomulagi og búið er að aflétta 149 daga verkbanni í deildinni sem hefst væntanlega á jóladag.

Pistillinn: Liðsfélaginn

Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum.

Ísfirðingar óstöðvandi | úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Sigurganga KFÍ heldur áfram í 1. deild karla í körfubolta og fátt virðist ætla að stöðva Ísfirðinga á þessari leiktíð en þetta var sjöundi sigurleikur KFÍ í röð. Craig Schoen fór enn og aftur á kostum í liði KFÍ í 110-103 sigri gegn Breiðabliki á Ísafirði í kvöld. Bandaríkjamaðurinn skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og var einni stoðsendingu frá því að ná þrefaldri tvennu. Þrír leikir fóru fram í kvöld. ÍA lagði FSu á Selfossi, 99-74. Hamar vann góðan sigur gegn Ármanni í Hveragerði, 106-87.

Keflvíkingar unnu í framlengingu í Hólminum

Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma.

Stjörnumenn töpuðu óvænt í Ljónagryfjunni

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að sætta sig við óvænt sjö stiga tap, 105-98, á móti sínum gömlu félögum í Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Icdland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri sínum með því að vinna þriðja leikhlutann 33-13 en Garðbæingar sóttu að þeim í lokin. Þetta var aðeins annað tap Stjörnumanna í Iceland Express deildinni en það sér til þess að Grindvíkingar halda fjögurra stiga forskoti á toppnum.

Þórsarar aftur á sigurbraut í Iceland Express deildinni

Þórsarar enduðu tveggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta með öruggum fjórtán stiga sigri á Fjölni, 82-68, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nýliðar Þórs hafa þar með unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í deildinni.

Brynjar vann Helga eftir framlengingu

Brynjar Þór Björnsson fagnaði sigri á móti sínum gamla félaga úr KR Helga Má Magnússyni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Jämtland Basket vann eins stigs útisigur á 08 Stockholm HR, 85-84, í framlengdum leik. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en bæði liðin voru búin að tapa þremur leikjum í röð.

Bæði körfuboltalið KR-inga í krísu

Meistaraflokkar KR í körfunni hafa ekki verið að gera góða hluti að undanförnu en karla- og kvennalið félagsins hafa bæði misst taktinn eftir annars mjög góða byrjun á tímabilinu. Nú er svo komið að sex af síðustu sjö leikjum KR-liðanna hafa tapast.

Mögnuð tilþrif hjá Bullock

Buffið J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, fór hamförum í DHL-höllinni í gær þegar Grindvíkingar niðurlægðu Íslandsmeistara KR á þeirra eigin heimavelli.

Slökktu á stjörnum KR-liðsins - myndir

Grindvíkingar sýndu styrk sinn í 85-59 sigri á Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í gærkvöldi en Grindavíkurliðið hefur þar með unnið alla þrettán leiki tímabilsins.

Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka

Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur.

ÍR-ingar ekki í miklum vandræðum í Vodafone-höllinni

ÍR-ingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að vinna botnlið Vals í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann leikinn með 92-86 en Valsmenn, sem hafa tapað öllum tólf leikjum sínum á tímabilinu, lögðuðu stöðuna í lokin með því að vinna fjórða leikhlutann 32-13.

Fá NBA-áhugamenn jólagjöf? - viðræður í gang á ný á morgun

Það er loksins eitthvað farið að gerast í NBA-deilunni því eigendur og leikmenn ætla að byrja að tala aftur formlega saman á morgun. Deiluaðilar munu byrja á því að koma í veg fyrir að deilan fari fyrir dómstóla en nokkrir leikmenn ákváðu að taka upp mál gegn NBA-deildinni í kjölfar þesss að þeir höfnuðu nýjasta tilboði eigendanna og leystu upp samtökin sín fyrir tíu dögum síðan.

Sjá næstu 50 fréttir