Fleiri fréttir

Verður liðið hans Jordans það lélegasta í sögu NBA deildarinnar?

Charlotte Bobcats er á góðri leið með að slá met í NBA deildinni sem ekkert lið vill eiga. Bobcats, sem er í eigu Michael Jordan, er aðeins með 10,6% vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur og er það slakasti árangur allra tíma. Það eru aðeins sex leikir eftir hjá Charlotte Bobcats á leiktíðinni og ef liðið tapar þeim öllum þá slær það met sem er í eigu Philadelphia 76ers frá tímabilinu 1972-1973 þegar liðið var með aðeins 11% vinningshlutfall.

Parker afgreiddi Lakers | Knicks lagði Boston

Tony Parker fór mikinn og var með tvöfalda tvennu er San Antonio Spurs pakkaði LA Lakers saman. Parker skoraði 29 stig og gaf 13 fráköst. Spurs getur nú ekki lent neðar en í öðru sæti Vesturdeildar.

Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar

Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hornets fær nýjan eiganda | Ætlar að breyta nafni liðsins

Körfuboltalífið í New Orleans er að fá góðar fréttir þessa dagana. Tom Benson, eigandi NFL-liðsins New Orleans Saints, er búinn að kaupa körfuboltalið borgarinnar af NBA-deildinni og svo verður stjörnuleikur NBA-deildarinnar haldinn í borginni árið 2014.

Clippers komið í úrslitakeppnina | LeBron með sýningu

LA Clippers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 2006 er það vann glæstan sigur á Oklahoma. Þeir héldu Oklahoma í aðeins 77 stigum sem er það minnsta sem Oklahoma hefur skorað í vetur.

Stjörnubjart í Grindavík

Stjörnumenn voru ekki á því að fara í sumarfrí í Röstinni í gær og tryggðu sér fjórða leikinn á móti Grindavík með 17 stiga sigri á deildarmeisturunum, 82-65.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan | Grindavík er 2-1 yfir

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ.

Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa

Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Sverrir Þór Sverrisson hefur náð frábærum árangri með liðið sem vann sína fyrstu stóru titla á tímabilinu.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 86-100 | Þór leiðir einvígið 2-1

Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið.

Lele Hardy verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar

Hin bandaríska Lele Hardy, leikmaður Njarðvíkur, var valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Njarðvík varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1.

Hittust fyrst rétt fyrir leik

Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

Þriðji oddaleikurinn á 4 árum?

Njarðvíkurkonur fá í dag annað tækifæri til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar þær heimsækja Hauka í Schenker-höllinni á Ásvöllum.

Grindavíkursigur í Ásgarði - myndir

Grindavík er komið með annan fótinn í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla eftir dramatískan þriggja stiga sigur, 68-71, á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Grindavík er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sig inn í úrslitin á heimavelli sínum á mánudag.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 68-71 | Grindavík komið í 2-0

Deildarmeistarar Grindavíkur héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppninni með því að vinna þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 71-68, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavíkurliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnini í ár og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum

"Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum.

Fannar Freyr í tveggja leikja bann

Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld.

30. sigur Benedikts í úrslitakeppni en sá fyrsti á KR

Benedikt Guðmundsson er að gera frábæra hluti með nýliða Þórs úr Þorlákshöfn sem unnu yfirburðasigur á Íslandsmeisturum KR í gær í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu eru nú 1-1 og er næsti leikur í DHL-höllinni.

NBA í nótt: Chicago vann toppslaginn

Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt en þá hafði toppliðið, Chicago Bulls, betur gegn Miami Heat í framlengdum leik, 96-86.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 94-76 | Íslandsmeistarnir steinlágu

Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár.

Umræða um Iceland-Express deildina í Boltanum | Svali fór yfir stöðuna

Svali Björgvinsson körfuboltasérfræðingur var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu. Þar fór Svali yfir undanúrslitin hjá körlunum í körfunni sem og einvígi Njarðvíkur og Hauka í kvennaflokki. Þór tekur á móti Íslandsmeistaraliði KR í undanúrslitum karla í kvöld en staðan er 1-0 fyrir KR. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.

Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag.

NBA í nótt: Bynum tók 30 fráköst

Kobe Bryant er enn frá vegna meiðsla en það kom ekki að sök hjá LA Lakers sem vann góðan sigur á San Antonio Spurs á útivelli, 98-84.

Drekinn auglýsir eftir Miðjunni

Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna einvígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 66-69

Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn.

NBA í nótt: Boston vann Miami

Rajon Rondo fór mikinn þegar að Boston vann sigur á sterku liði Miami, 115-107, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt.

Körfuboltinn aðalmálið í Boltanum á X-inu 977 | í beinni á milli 11-12

Íslenskur körfubolti verður aðalumræðuefnið í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson mun fara yfir stöðuna fyrir þriðja leikinn í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna þar sem að Njarðvík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Haukum í kvöld. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur verða í viðtali við Valtý.

Stemning í Röstinni í kvöld - myndir

Það var heitt í kolunum í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Heimamenn unnu rimmuna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 83-74 | Grindavík leiðir 1-0

Grindavík lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Röstinni í kvöld. Lokatölurnar 83-74 í leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi án þess að takast að hrista gestina almennilega af sér.

Fyrirliðabandið tekið af Fannari

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að Fannar Helgason verði ekki fyrirliði liðsins í ótilgreindan tíma vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Keflavík á dögunum.

Jón Arnór stigahæstur á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá CAI Zaragoza í tapleik á móti stórliði Barcelona á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina. Barcelona er á toppi deildarinnar og vann leikinn með 19 stigum, 68-49.

KR-sigur eftir svakalega sigurkörfu - myndir

KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppninni með því að vinna Þór úr Þorlákshöfn 82-79 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. KR-ingar hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra.

Benedikt Guðmundsson: Við stefnum á Íslandsmeistaratitillinn

Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs úr Þorlákshöfn, þurfti að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins á móti hans gömlu félögum í KR. KR vann 82-79 og er komið í 1-0 en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslitin.

Lamar Odom hættur hjá Dallas

Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 82-79 | KR komið í 1-0

Joshua Brown skoraði þriggja stiga körfu í blálokin og tryggði KR þriggja stiga sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og þurfti stórkostlega körfu frá Brown til að skilja liðin að.

NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade

San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.

NBA: Carmelo Anthony tryggði New York sigur á Chicago | Skoraði 43 stig

Carmelo Anthony var í miklu stuði í kvöld þegar New York Knicks vann dramatískan eins stigs sigur á Chicago Bulls, 100-99, eftir framlengdan leik í Madison Square Garden. Anthony skoraði sigurkörfuna 8.2 sekúndum fyrir leikslok en hafði áður tryggt New York framlengingu.

NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu.

Sjá næstu 50 fréttir