Fleiri fréttir

Leikur þrjú í rimmu Grindavíkur og Þórs Þ í heild sinni á Vísi

Grindavík og Þór úr Þorlákshöfn léku í þriðja sinn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Leikurinn var sýndur á Stöð 2 sport. Þór hafði betur, 98-91, og er staðan í rimmunni 2-1 fyrir Grindavík. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór 91-98 | Frábær sigur Þórsara

Þórsarar unnu glæsilegan og nokkuð óvæntan 98-91 sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Grindavík í kvöld. Þórsarar minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1 og geta jafnað leikinn þegar liðin mætast í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldið.

Benedikt: Menn börðust fyrir hverjum einasta bolta

"Það voru ansi margir búnir að afskrifa okkur eftir síðasta leik og kannski eðlilega en í kvöld kom allt annað lið til leiks," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir sigurinn í kvöld.

Myndir frá ótrúlegum sigri Þórs í Grindavík

Þórsara unnu í kvöld óvæntan sigur á Grindavík í Röstinni 98-91. Hart var barist suður með sjó en Þórsarar, með bakið upp við vegg, unnu sanngjarnan sjö stiga sigur. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og festi augnablikið á filmu.

Meiðsli Rose alvarleg | Missir af úrslitakeppninni

Sigur Chicaco Bulls á Philadelphia 76ers í gær reyndist liðinu dýrkeyptur. Derrick Rose, skærasta stjarna liðsins, meiddist á hné undir lok leiksins og nú er ljóst að hann sleit krossband í hné og missir af úrslitakeppninni.

Sigur hjá Chicago en Rose meiddist

Chicago Bulls lagði Philadelphia 76ers örugglega 103-91 í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem hófst í dag.

Samþykkt að fækka erlendum leikmönnum í körfuboltanum

Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld.

Leikur nr. 2 í úrslitaeinvígi Þórs og Grindavíkur í heild sinni á Vísi

Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík mættust í annað sinn á fimmtudaginn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindavík hafði betur, 79-64, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport þar sem að Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Grindavík á sunnudaginn og þar geta Grindvíkingar landað Íslandsmeistaratitlinum.

Er þetta ótrúlegasta þriggja stiga karfa allra tíma? | Skeleskotið

Körfuboltamenn í Eistlandi er ekki mjög þekktir á Íslandi en það gæti verið að nafn Armands Skele verði þekkt stærð í framtíðinn. Bakvörðurinn Skele er leikmaður Kalev/Cramo og hann tók sig til og hitti í körfuna með ótrúlegum hætti í úrslitakeppninni gegn Rakvala Tarvas. Atvikið má sjá í myndbandinu sem segir allt sem segja þarf en þess má geta að með þessu skoti náði Skele að minnka forskot Rakvala Tarvas í þrjú stig, 77-74 og á endanum hafði lið hans betur, 92-84.

NBA: Durant stigakóngur þriðja árið í röð

Kevin Durant framherji Oklahoma Thunder skoraði flest stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta í deildarkeppninni sem lauk í nótt. Þetta er þriðja tímabili í röð þar sem hinn 23 ára gamli Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Durant, sem er 2.06 m á hæð skoraði 28 stig að meðaltali í leik í vetur en Kobe Bryant leikmaður LA Lakers kom þar næstur með 27,8 stig að meðaltali.

NBA: Hvaða lið mætast í úrslitakeppninni?

Chicago tryggði sér heimavallarétt í gegnum alla úrslitakeppnina með 107-75 sigri gegn Cleveland í lokaumferð NBA deildarinnar í nótt. Chicago er með bestan árangur allra liða í deildinni. Meistarlið Dallas hefur ekki náð sér á strik í vetur og endaði liðið í 7. sæti Vesturdeildar og miklar líkur á því að liðið nái ekki að komast í gegnum gríðarlega sterka Oklahoma lið í fyrstu umferð.

Michael Jordan á lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni

Deildarkeppninni í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum lauk í nótt og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Charlotte Bobcats, liðið sem Michael Jordan á, náði ekki að landa sigri í lokaumferðinni og er Charlotte þar með lélegasta lið NBA deildarinnar frá upphafi. Liðið tapaði 104-84 gegn New York á útivelli og var þetta 23. tapleikur liðsins í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 64-79

Grindavík er einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta eftir magnaðan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík er komið með 2-0 forskot í einvíginu.

Örvar ráðinn til Njarðvíkur

Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta.

Treyja Rose vinsælust í NBA-deildinni

Kobe Bryant og LeBron James eru ekki lengur vinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar. Í það minnsta ekki ef mið er tekið af treyjusölu í NBA-deildinni.

Búinn að keyra hátt í 40 þúsund kílómetra í vetur

Þórsarinn Guðmundur Jónsson býr í Njarðvík og keyrir nær daglega til Þorlákshafnar í æfingar og leiki. "Auðveldara en ég átti von á,“ segir Guðmundur. Hann keyrir enn og aftur í Höfnina í kvöld þegar Þór tekur á móti Grindavík.

Helena meistari í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir varð í dag slóvakískur meistari í körfubolta en lið hennar, Good Angels Kosice, hafði talsverða yfirburði yfir andstæðinga sína í vetur.

Jón Arnór og félagar töpuðu mikilvægum leik

Staða CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta versnaði í kvöld eftir að liðið tapaði fyrir Gescrap Bizkaia, 68-57, í mikilvægum leik í baráttu liðanna um sæti í úrslitakeppninni.

Howard bíður eftir að komast frá Magic

Dwight Howard gerði sitt besta til þess að komast frá Orlando Magic fyrir þessa leiktíð en hafði ekki erindi sem erfiði. Líkurnar á því að hann verði enn leikmaður Orlando eftir sumarið eru nánast engar.

Heimsfriðurinn fékk sjö leikja bann | 45 milljóna kr. olnbogaskot

Metta World Peace leikmaður LA Lakers var í gær úrskurðaður í sjö leikja keppnisbann af NBA deildinni. "Heimsfriður“ sem áður bar nafnið Ron Artest sló Jason Harden leikmann Oklahoma af miklu afli með olnboganum í leik sem fram fór s.l. sunnudag. Framherjinn Metta World Peace mun því missa af flestum leikjum LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

NBA: Utah í úrslitakeppnina og Phoenix sat eftir | Durant stigahæstur

Utah tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með 100-88 sigri gegn Phoenix í NBA deildinni í körfubolta í gær. Bæði lið áttu möguleika á því sæti fyrir leikinn. Þar með lauk átta leikja taphrinu Utah sem mætir líklega San Antonio í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. Utah getur enn endað í 7. sæti ef Denver tapar báðum leikjum sínum sem liðið á eftir.

Rodman þarf mögulega að fara í fangelsi

Bandarískir slúðurmiðlar greindu frá því í dag að frákastakóngurinn Dennis Rodman, fyrrum leikmaður Chicago Bulls, þurfi mögulega að fara í fangelsi vegna vangoldinna meðlagsgreiðsla.

Guardiola: Barcelona leikur til úrslita í München

Barcelona og Chelsea eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór í London. Pep Guardiola þjálfari Barcelona býr yfir miklu sjálfstrausti og í hans huga kemur ekkert annað til greina en að Barcelona leiki til úrslita í þessari keppni.

Fyrsti úrslitaleikur Grindavíkur og Þórs í heild sinni á Vísi

Grindavík og Þór frá Þorlákshöfn léku fyrsta úrslitaleikinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Grindavík hafði betur, 93-89, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var æsispennandi og var hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn.

San Antonio tryggði sér efsta sætið | 76‘ers í úrslitakeppnina

Fimm leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Línur eru farnar að skýrast hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. San Antonio Spurs tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni með 124-89 sigri á heimavelli gegn Portland. Philadelphia 76‘ers leikur í úrslitakeppninni í Austurdeildinni eftir 105-87 sigur gegn New Jersey á útivelli.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-89 | Grindavík 1-0 yfir

Grindvíkingar sigruðu nýliða Þórs frá Þorlákshöfn 93-89 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld.Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík var með 12 stiga forskot í hálfleik, 56-44, en svæðisvörn Þórs virkaði vel í síðari hálfleik og lokamínútur leiksins voru æsispennandi.

NBA: Lakers hafði betur gegn Oklahoma í tvíframlengdum leik

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær en það líður að lokum deildarkeppninnar. Kobe Bryant og félagar hans í LA Lakers unnu upp 18 stiga forskot Oklahoma í 114-106 sigri Lakers í tvíframlengdum leik. Bryant skoraði alls 26 stig í leiknum en liðsfélagi hans Metta World Peace var vísað af leikvelli fyrir ljótt brot gegn James Harden í öðrum leikhluta.

Sokkarnir færa mér gæfu

Úrslitarimma Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi.

Chicago búið að vinna Austurdeildina

Utah og Philadelphia unnu bæði mikilvæga sigra eftir framlengda leiki í nótt. Denver tryggði sig inn í úrslitakeppninni með sigri á Phoenix sem gæti misst af úrslitakeppninni.

Jón Arnar tekur við ÍR

Körfuknattleiksdeild ÍR er búið að ráða nýjan þjálfara en félagið samdi í dag við Jón Arnar Ingvarsson. Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Kobe snéri aftur en Spurs valtaði yfir Lakers

Gömlu mennirnir hjá San Antonio gefa ekkert eftir og pökkuðu liði LA Lakers saman í annað sinn á fimm dögum í nótt. Það hafði ekkert að segja fyrir Lakers að fá Kobe Bryant aftur.

Ólafur: Bilaðist þegar ég sá löppina

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna gegn Stjörnunni í gær. Þjálfari Stjörnunnar kom honum fyrstur til hjálpar.

Miami snéri niður nautin frá Chicago

Miami hélt í vonina um að ná efsta sæti Austurdeildar með góðum heimasigri á Chicago í nótt. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami og Dwyane Wade 18.

Óvíst um meiðsli Ólafs

Þessa stundina er Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna þeirra ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

Fannar: Mér finnst eins og við höfum verið rændir

Fannar Helgason var allt annað en sáttur eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. Grindavík vann leikinn eftir spennandi lokamínútur þar sem gekk á ýmsu. Dómarar leiksins slepptu til að mynda að dæma brot á Grindvíkinga rétt áður en Sigurður Þorsteinsson skoraði sigurkörfu leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir