Fleiri fréttir

Alltaf í lokaúrslitum

Sverrir Þór Sverrisson er búinn að koma liði í úrslit á fimm fyrstu tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er þjálfari karlaliðs Grindavíkur sem komst í úrslit á fimmtudagskvöldið eftir sigur á KR-ingum.

Litli bróðir fagnaði líka

Dagur Kár og Daði Lár Jónssynir fögnuðu með Stjörnumönnum þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla á föstudagskvöldið.

NBA: Lakers vann San Antonio í fyrsta leik án KObe

Los Angeles Lakers steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að vinna San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Kobe Bryant sleit hásin. Miami Heat vann Chicago Bulls, Dirk Nowitzki varð 17. leikmaðurinn í sögunni til að skora 25 þúsund stig í sigri Dallas Maverricks og Denver Nuggets vann 22. heimasigurinn í röð.

Allt þetta tal er bara öfund

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að allt tal um að Stjarnan tefli fram dýrasta liði í sögu Íslands og sé lið Sameinuðu þjóðanna geri ekkert annað en að þjappa sínum mönnum saman. Stjarnan er skrefi frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu fé

Valur í Dominos-deildina

Valur komst í kvöld upp í Dominos-deild karla í körfubolta eftir að liðið bar sigur úr býtum, 80-74, gegn Hamar í öðrum leik liðanna í úrslitum umspilsins um laust sæti í efstu deild.

NBA: Clippers sá um Grizzlies

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar ber helst að nefna fínan sigur LA Clippers gegn Memphis Grizzlies, 91-87, en leikurinn fór fram í Memphis.

Jackson rekinn frá Spurs

Forráðamenn San Antonio Spurs hafa verið mjög ósáttir við Stephen Jackson upp á síðkastið og ákváðu því að segja honum upp störfum.

Tímabilið líklega búið hjá Kobe

LA Lakers vann gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State eftir framlengingu í nótt en sigurinn var liðinu dýr. Stjarna liðsins, Kobe Bryant, meiddist á ökkla í leiknum og spilar líklega ekki meira í vetur.

Hef unnið fyrir ríkisborgararéttinum

Justin Shouse hefur sett svip sinn á íslenskan körfubolta síðastliðin átta ár. Fátt benti til þess að Bandaríkjamaðurinn 23 ára, sem renndi blint í sjóinn í Vík í Mýrdal haustið 2004, yrði kjörinn besti leikmaður efstu deildar sjö árum síðar. Í dag er hann óumdeildur leiðtogi Stjörnunnar sem margir reikna með að tryggi sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil áður en apríl er allur.

Vinnum allt að ári

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sér ekki eftir því að hafa veðjað á Íslendinga í vetur. Hann segir það vera staðreynd að útlendingarnir dragi vagninn í deildinni. Hann segir KR ætla að vinna alla titla næsta vetur.

Úrslitaeinvígið byrjar á miðvikudagskvöld

Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratititilinn í körfubolta karla þar sem Garðbæingar mæta Íslandsmeisturum Grindvíkinga í lokaúrslitunum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 97-84 | Stjarnan í úrslit

Stjarnan komst í kvöld í úrslit í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið bar sigur úr býtum, 97-84, gegn Snæfell í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Stjarnan vann einvígið 3-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Stjarnan mætir Grindavík í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Teigurinn í eigu Stjörnumanna í einvíginu

Stjörnumenn hafa skorað 39,3 stig að meðaltali í leik inn í teig í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Snæfelli og yfirburðir Stjörnumanna í teignum eiga mikinn þátt í því að Stjörnumenn geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum í kvöld.

Jovan öflugri en allur Snæfellsbekkurinn

Jovan Zdravevski er að koma sterkur inn af bekknum hjá Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og það hefur ekki verið nein breyting á því í undanúrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Jovan Zdravevski er í hlutverki sjötta manns hjá Garðabæjarliðinu en hefur engu að síður skorað 15,6 stig að meðaltali í leik.

Wade snýr aftur í kvöld

Dwyane Wade hefur misst af síðustu sex leikjum Miami Heat vegna hnémeiðsla en hann stefnir á að spila með liðinu í kvöld gegn Boston.

Bulls sópaði Knicks

Nate Robinson skoraði 35 stig þegar Chicaco Bulls vann 118-111 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í United Center í nótt.

Valur tók forystuna gegn Hamri

Valur er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmunni gegn Hamri frá Hveragerði um sæti í Domino's-deild karla.

Drekarnir slógu út höfrungana

Sundsvall Dragons er komið áfram í lokaúrslitin um sænska meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur á Norrköping Dolphins í kvöld, 102-72.

Kobe í úrslitakeppnisham

Kobe Bryant skoraði 47 stig þegar L.A. Lakers lagði Portland Trail Blazers 113-106 í NBA-deildinni í nótt.

Pabbi er minn helsti aðdáandi

Ryan Pettinella er á sínu þriðja tímabili hjá Grindavík og nýtur þess að spila körfubolta á Íslandi, þó svo að hans bíði frami í viðskiptaheiminum í Bandaríkjunum. Fréttablaðið ræddi við hann um efnaðan föður hans, vítanýtinguna og piparsveinalífið í Grin

Oladipo ætlar í NBA-nýliðavalið

Háskólakörfuboltinn er búinn í ár og nú byrja vangaveltur um hvaða ungstirni ætla sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar. Margir sterkir leikmenn íhuga að taka slaginn og einn besti leikmaður háskólaboltans í vetur, Victor Oladipo, hefur ákveðið að kveðja Indiana-háskólann.

Hamar aftur upp í efstu deild

Hamarskonur endurheimtu sætið sitt í efstu deild eftir 73-59 sigur á Stjörnunni í Hveragerði í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í Dominos-deild kvenna.

Vandræðalaust hjá KR í Hólminum

KR er komið með 2-1 forystu í undanúrslitarimmu sinni gegn Snæfelli í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna.

Öskubuskan í Michigan daðraði við Upton á Twitter

Spike Albrecht, leikmaður Michigan-háskólans, sló mjög óvænt í gegn í úrslitaleik háskólakörfuboltans á mánudag. Sjálfstraustið hjá stráknum var greinilega í lagi eftir leik eins og sjá mátti á Twitter.

Jay-Z ætlar að gerast umboðsmaður NBA-leikmanna

Rapparinn heimsfrægi, Jay-Z, er mikill körfuboltaáhugamaður og hann á hlut í NBA-liðinu Brooklyn Nets. Hann ætlar nú að selja hlut sinn í félaginu svo hann geti einbeitt sér að öðrum hlutum.

Öqvist með landsliðið út sumarið

Körfuknattleikssamband Íslands hefur framlengt samning sinn við þjálfara karlalandsliðsins, Peter Öqvist, út sumarið. Samningur Svíans við KKÍ rann út að lokinni undankeppni EM sem fram fór síðastliðið sumar.

Lakers í bílstjórasætið

Kobe Bryant skoraði 23 stig í fjórða leikhluta þegar L.A. Lakers lagði New Orleans Hornets á heimavelli sínum 104-96. Sigurinn kom Kaliforníuliðinu í áttunda sæti Vesturdeildar, hið síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

Gary Payton í frægðarhöllina

Leikstjórnandinn Gary Payton fer fyrir þeim tólf körfuboltahetjum sem vígðar verða inn í frægðarhöll íþróttarinnar vestanhafs sem kennd er við upphafsmann körfuboltans, James Naismith.

"Auðvitað fæ ég mér tattú"

74 þúsund áhorfendur troðfylltu Georgia Dome körfuboltahöllina í Atlanta í nótt þegar Louisville Cardinals lagði Michigan Wolverines í úrslitaleik NCAA háskólakörfuboltans.

Eins og Ingi sé að kasta inn hvíta handklæðinu

"Annar leikhlutinn hjá okkur í dag var meiriháttar. Frábær boltahreyfing og liðsvinna. Þar náum við upp muninum og vinnum leikinn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur liðsins á Snæfelli í kvöld.

Stjarnan með dýrasta lið sögunnar

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var hundfúll eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld. Bæði með dómgæsluna og sína menn.

Drekarnir aftur í forystu

Sundsvall Dragons er komið með forystu gegn Norrköping Dolphins, 2-1, í undanúrslitaslag liðanna í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

"Þá gefa hinir bara í"

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hans menn ættu að geta nýtt sér það að Jay Threatt sé ekki heill heilsu. Það breyti þó engu hvernig Garðbæingar nálgist leikinn í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 79-93

Stjarnan er komin með 2-1 forskot í rimmunni gegn Snæfelli í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Stjörnumenn sóttu nauðsynlegan sigur í Fjárhúsið í kvöld og geta klárað rimmuna á heimavelli sínum á föstudagskvöld.

Reiknar ekki með Threatt

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, reiknar ekki með því að Bandaríkjamaðurinn Jay Threatt verði með liðinu gegn Stjörnunni í kvöld.

Veik von Dallas lifir

Dallas Mavericks heldur í örlitla von um sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir heimasigur á Portland Trail Blazers 96-91 í nótt.

Brittney til í að taka boði Cuban og reyna við NBA

Það vakti mikla athygli þegar Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, sagðist vera að hugsa um að velja Brittney Griner í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en Griner hefur verið óstöðvandi í kvennaháskólaboltanum undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir