Fleiri fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 75-65 | 1-1 í einvíginu

KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig.

NBA í nótt: Golden State fór á kostum

Denver tapaði sínum fyrsta heimaleik í NBA-deildinni í rúma þrjá mánuði en liðið fékk á sig 131 stig frá Golden State í leik liðanna í nótt.

Kvartanir KR-inga hlægilegar

Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Keflavík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld.

Kobe verður rólegur á Twitter

Kobe Bryant ætlar að hætta að skrifa á Twitter-síðu sína á meðan leikjum LA Lakers stendur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Hlynur með stórleik í sigri Sundsvall

Varnarmaður ársins í sænska körfuboltanum, Hlynur Bæringsson, átti stórleik fyrir Sundsvall Dragons í kvöld er liðið vann lífsnauðsynlegan sigur, 80-75, gegn Södertalje Kings í úrslitum sænska körfuboltans.

Hlynur valinn varnarmaður ársins

Hlynur Bæringsson var í dag valinn besti varnarmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þetta er mikill heiður fyrir Hlyn sem leikur með Sundsvall Dragons.

NBA í nótt: Paul var hetja Clippers | Myndband

Chris Paul skoraði sigrukörfu LA Clippers gegn Memphis á lokasekúndu annars leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Clippers er þar með komið með 2-0 forystu í einvíginu.

Hann á afmæli í dag

Liðsmenn Stjörnunnar skelltu í sig bollakökum og fögnuðu 33 ára afmæli Jovan Zdravevski eftir gott dagsverk í Grindavík í kvöld.

Fékk 2,3 milljónir fyrir miðjuskot

Hinn 26 ára Larry Hill datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann setti niður skot frá miðju á leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Mesta sveifla í sögunni

Stjarnan svaraði 24 stiga tapi í fyrsta leiknum gegn Grindavík í úrslitakeppni karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með 37 stiga sigri í Garðabæ.

Miller gamli sá um Golden State

Hinn 37 ára gamli Andre Miller tryggði Denver Nuggets 97-95 sigur á Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi.

Carmelo Anthony frábær í sigri Knicks

Carmelo Anthony fór á kostum þegar New York Knicks tók forystu gegn Boston Celtics með 85-78 sigri í Maddison Square Garden í New York í kvöld.

Getur einhver stöðvað þennan mann?

Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag og það er bara ein spurning sem ­skiptir máli: Getur einhver ­stöðvað LeBron James og meðreiðarsveina hans í liði Miami Heat?

McCallum var hökkuð í spað

"Hún er hökkuð í spað og henni er ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn en það er ekki dæmd ein einasta villa á það," sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta eftir tap gegn Keflavík í dag.

Fyrsta tap Englanna

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels frá Kosice biðu lægri hlut 82-65 gegn MBK Ruzomberok í úrslitaeinvíginu um slóvneska meistaratitilinn í körfubolta í dag.

Alda Leif sleit krossband

Alda Leif Jónsdóttir leikmaður Snæfells er með slitið krossband á vinstra hné en þetta kom í ljós eftir segulómskoðun.

Jakob og Hlynur flottir en Sundsvall tapaði

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig fyrir Sundsvall Dragons sem tapaði 76-74 í öðrum leiknum í úrslitaeinvíginu gegn Södertälje Kings í sænska körfuboltanum.

Pálína hefur aldrei tapað

Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið.

Jay-Z ætlar að selja hlut sinn í Nets

Tónlistaramaðurinn Shawn Carter, betur þekktur sem Jay-Z, ætlar að selja hlut sinn í NBA-liðinu Brooklyn Nets nú þegar flutningum liðsins frá New Jersey er lokið.

Flottur leikur hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann góðan sigur á Valladolid, 99-86, í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Pettinella verður í búningi í kvöld

Ryan Pettinella verður í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Stjörnunni í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld.

Fjórtán ára troðsla í Borgarnesi

Jörundur Snær Hjartarson í 9. flokki liðs FSU/Hrunamanna sýndi frábær tilþrif í leik gegn ÍR á fjölliðamóti í Borgarnesi um síðustu helgi.

Lúxusvandamál Stjörnumanna

Stjarnan tekur á móti Grindavík í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í Ásgarði í kvöld.

Byrjar einvígin alltaf frábærlega

Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík þegar liðið vann 24 stiga sigur á Stjörnunni, 108-84, í fyrsta leik úrslitaeinvígis Dominos-deild karla í körfubolta. Jóhann Árni skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 60 prósent skota sinna.

Hnetusmjörið hérna er allt öðruvísi

Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík.

Drekarnir töpuðu fyrsta leiknum

Sundsvall Dragons byrjaði ekki vel í lokaúrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í körfubolta. Liðið tapaði fyrir Södertälje Kings á heimavelli í kvöld, 72-66. Báðir Íslendingarnir í liði Sundsvall áttu góðan leik.

Nýtt met í þriggja stiga körfum

Stephen Curry, bakvörður Golden State Warriors, bætti í nótt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur á tímabili.

Halldór Örn aftur í grænt

Halldór Örn Halldórsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Njarðvíkurum að leika með liðinu næstu tvö árin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þau mætast í úrslitakeppni NBA

Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni.

Hafa ekkert ráðið við Jarrid Frye

Grindavík og Stjarnan spila í kvöld fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikur kvöldsins fer fram í Röstinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bara yfir í 44 sekúndur

Grindavík og Stjarnan spila í kvöld fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta. Leikur kvöldsins fer fram í Röstinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Svíar með tvo NBA-leikmenn á EM í haust

Svíar eru til alls líklegir á EM í körfubolta sem fer fram í Slóveníu í haust því allt stefnir í að liðið tefli fram tveimur NBA-leikmönnum á mótinu. Jeffery Taylor hefur gefið það út að hann verði með liðinu og þá vonast Svíar eftir að Jonas Jerebko verði líka með.

Ómar féll á lyfjaprófi

Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins.

Tracy McGrady samdi við San Antonio Spurs

San Antonio Spurs hefur bætt við reynslubolta í leikmannahóp sinn fyrir úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Tracy McGrady hefur snúið heim frá Kína og verður með Spurs-liðinu í baráttunni um meistaratitilinn.

NBA: Sex sigrar í röð hjá Clippers

Los Angeles Clippers liðið ætlar að koma á mikilli siglingu inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið vann sinn sjötta leik í röð í nótt. Aðeins tveir leikir fóru fram í deildinni í nótt því leik Boston Celtis og Indiana Pacers var aflýst vegna hryðjuverkanna í Boston-maraþoninu.

Verður skák og mát

Grindavík og Stjarnan mætast í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn og á Ingi Þór Steinþórsson von á að fimm leiki þurfi til að knýja fram sigurvegara.

Ný heimildarmynd um Dr. J

Julius Erving, betur þekktur sem Dr. J, er einn af þekktustu NBA-leikmönnum sögunnar og nú hefur NBA TV ákveðið að heiðra kappann með því að framleiða heimildarmynd um feril hans í tilefni af 30 ára afmæli fyrsta og eina meistaratitils hans.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-70 | Keflavík í úrslit

Keflavík vann frábæran sigur, 78-70, á Val í oddaleik undanúrslita Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðin höfðu bæði unnið tvo útileiki fyrir leikinn í kvöld og kom loksins heimasigur hjá Keflavík. Liðið mætir því KR í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Dansa Erla og Marín í hálfleik í kvöld?

Erla Reynisdóttir og Marín Rós Karlsdóttir, margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og núverandi aðstoðarþjálfarar kvennaliðs félagsins, hafa aftur heitið á stuðningsmenn Keflavíkur fyrir stórleik kvöldsins. Nú tala þær um að dansa í hálfleik mæti yfir 500 manns á leikinn en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keflavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir