Fleiri fréttir

Leikið um gull gegn Lúxemborg

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lagði Kýpur að velli 70-49 í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.

Ég væri miklu frekar til í að vera flengd

Hallveig Jónsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru vígðar í íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik í Lúxemborg í dag.

James sá um Indiana

Meistarar Miami Heat eru aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið leik fimm, 90-79, gegn Indiana Pacers. Miami leiðir einvígið, 3-2.

Takk strákar

Við ætlum ekki að fara mörgum orðum um fjórða leik Miami og Indiana í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Við þurfum þess ekki.

Ísland marði Andorra

Karlalandslið Íslands í körfubolta vann nauman sigur á Andorra í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í dag.

Jagger skýtur á Lakers

Tímabilið hjá LA Lakers í NBA-deildinni var vont og endaði með því að San Antonio Spurs sópaði þeim í frí. Þá leit Lakers-liðið út fyrir að vera gamalt og þreytt. Svo gamalt að söngvarinn aldni Mick Jagger taldi sig eiga inni fyrir skoti á Lakers.

Malone tekur við þjálfarastarfi hjá Utah

Stuðningsmenn Utah Jazz glöddust þegar félagið tilkynnti að einn besti leikmaður í sögu félagsins, Karl Malone, hefði samþykkt að taka við þjálfarastöðu hjá félaginu.

Vinir fyrir lífstíð í Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum efstu deildar spænska körfuboltans í kvöld. Jón Arnór og félagar ætla að njóta augnabliksins.

Jón Arnór mögulega sterkasti varnarmaður liðsins

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, þjálfaði Jón Arnór Stefánsson í yngri flokkum KR. Hann segir um sögulegan viðburð að ræða þegar Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza mæta Real Madrid.

Hrun í lokin gegn Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut 88-61 gegn heimamönnum í Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum í kvöld.

Flottur sigur á Möltu

Kvennalandsliðið í körfubolta vann Möltu 77-59 í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum.

Magnús bætti metið hans Herberts

Magnús Þór Gunnarsson skoraði fimm þriggja stiga körfur í 41 stigs sigri Íslands á San Marínó í gær, 94-53, en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hann bætti með þessu met Herbert Arnarsonar og er orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur á Smáþjóðaleikum.

Indiana beit frá sér

Indiana Pacers ætlar ekki að hleypa meisturum Miami Heat áfram í úrslitin án þess að hafa fyrir því. Liðin mættust í enn einum hörkuleiknum í nótt og hafði Indiana betur, 99-92.

Það var allt brjálað í höllinni

"Þetta var yndislegt kvöld í alla staði. Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir frá byrjun og sterkari í lokin. Maður hafði einhvern veginn alltaf trú á því að við myndum taka þetta," sagði sigurreifur Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi í kvöld.

Jón Arnór og félagar í undanúrslit

Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig fyrir CAI Zaragoza þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum spænska körfuboltans með 83-77 útisigri á Valencia.

Ægir frábær í slátrun á San Marínó

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fór létt með kollega sína frá San Marínó 94-53 í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleiknum í Lúxemborg.

Spurs með sópinn á lofti

San Antonio Spurs komst í nótt í úrslit NBA-deildarinnar. Spurs gerði sér lítið fyrir og sópaði Memphis Grizzlies í sumarfrí í úrslitum Vesturdeildarinnar. Spurs vann leikinn í nótt 93-86 og rimmuna 4-0. Spurs mun mæta Miami Heat eða Indiana Pacers í úrslitunum.

Besta sýning á jörðinni

Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti.

Miami valtaði yfir Indiana

Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar.

Yngvi snýr aftur í kvennaboltann - tekur við KR

Yngvi Gunnlaugsson verður næsti þjálfari KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta og mun hann taka við starfi Finns Stefánssonar sem tekur við karlaliðinu. Þetta kemur fram á karfan.is

Fækkaði um tvo í landsliðshópnum rétt fyrir brottför

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður ekki með fullt lið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem hefjast í næstu viku. Aðeins tíu leikmenn flugu út í morgun þar sem tveir urðu að segja sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Jón Arnór og félagar unnu eftir þríframlengdan leik

Zaragoza tryggði sér oddaleik í 8-liða úrslitum spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið bar sigur úr býtum, 122-120, gegn Valencia í ótrúlegum körfuboltaleik en framlengja þurfti í þrígang. Jón Arnór Stefánsson var flottur í liðið Zaragoza og gerði 14 stig.

Spurs komið í algjöra lykilstöðu gegn Grizzlies

San Antonio Spurs er komið í algjöra lykilstöðu gegn Memphis Grizzlies eftir sigur, 104-93, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu Vesturdeildarinnar. Spurs hafa unnið alla leikina þrjá og leiðir því einvígið 3-0.

Þórsarar fengu til sín hæsta körfuboltamann landsins

Ragnar Á. Nathanaelsson, 218 sentímetra miðherji úr Hamar, mun spila með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur en þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara og karfan.is. Þórsarar eru þar með búnir að semja við hæsta körfuboltamann landsins.

Tim Duncan að skilja við eiginkonuna

Þetta hefur verið frábært tímabil fyrir Tim Duncan hjá San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en það hefur ekki gengið eins vel hjá honum utan vallar.

NBA: Indiana jafnaði metin á móti Miami

Indiana Pacers vann meistarana í Miami Heat í Miami í nótt 97-93 og jafnaði þar með metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Miami vann fyrsta leikinn í framlengingu en tapið í nótt var aðeins það fjórða í 50 leikjum hjá Miami-liðinu.

Phil Jackson: Tæki Bill Russell á undan Jordan

Phil Jackson, ellefufaldur meistaraþjálfari í NBA-deildinni í körfubolta, komst í fréttirnar á dögunum þegar hann bar saman þá Michael Jordan og Kobe Bryant í nýrri bók sinni. Jackson hrósaði þá Jordan mikið á kostnað Bryant og það var ekki að heyra á öðru en MJ væri að mati Jackson sá besti í sögunni.

Nonni Mæju framlengir við Snæfell

Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla, Jón Ólafur Jónsson, er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Snæfell.

Duncan valinn í lið ársins

Lið ársins í NBA-deildinni var tilkynnt í dag og ber líklega hæst að hinn aldni höfðingi, Tim Duncan, er í liðinu. Þetta er í tíunda sinn sem Duncan er valinn í liðið og í fyrsta skipti í sex ár.

Jón Arnór og félagar fengu skell

Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu CAI Zaragoza fengu skell, 80-42, gegn Valencia í úrslitakeppninni í kvöld.

Coach K hættur við að hætta með bandaríska landsliðið

Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, verður áfram þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta en hann mun samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðla tilkynna þetta á blaðamannafundi í dag. Krzyzewski hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2005 og komið því á ný í sérflokk í alþjóðaboltanum.

Dramatískur sigur Miami í framlengingu

LeBron James var sem fyrr í aðalhlutverki þegar að Miami tók forystu gegn Indiana í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Gaf eina milljón dollara í neyðarsjóð

Kevin Durant, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta og leikmaður Oklahoma City, gaf eina milljón dollara til Rauða krossins vegna hamfarana í Oklahoma á dögunum.

San Antonio komið í 2-0

Tony Parker var magnaður í mikilvægum sigri San Antonio á Memphis, 93-89, í framlengdum leik í lokaúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir