Fleiri fréttir

Nýr Kani í Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við bandarískan leikmanninn Nasir Robinson og mun hann því spila með liðinu á komandi leiktíð í Dominos-deild karla.

Metta World Peace: Lakers-liðið fer alla leið í úrslitin

Metta World Peace, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og núverandi leikmaður New York Knicks, hefur trú á sínum gömlu félögum þótt að liðið hafi misst mikið í sumar. Hann spáir því að Lakers vinni Vesturdeildina.

Frakkar enduðu sigurgöngu Spánverja og fóru í úrslit

Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á Evrópumóti karla í körfubolta í Slóveníu með því að vinna endurkomusigur á Spánverjum í kvöld, 75-72, eftir framlengdan leik. Staðan var 65-65 eftir venjulegan leiktíma.

Litháar í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í tíu ár

Litháen er komið í úrslitaleikinn á Evrópumóti karla í körfubolta sem fram fer í Slóveníu eftir 15 stiga sigur á Króatíu í kvöld, 77-62, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Litháen mætir annaðhvort Frakklandi eða Evrópumeisturum Spánar í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau mætast seinna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti gerði út um leikinn en Litháen vann hann 21-8.

Hardy með tröllatvennu í sigri á Hólmurum

Lele Hardy fór á kostum í kvöld þegar Haukar unnu 87-70 sigur á Snæfelli á Ásvöllum í Lengjubikar kvenna en Haukakonur stigu stórt skref í átt að úrslitaleik keppninnar með þessum flotta sigri.

15-0 sprettur í byrjun fjórða lagði grunninn að sigri Litháa

Litháar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta í Slóveníu eftir fjögurra stiga sigur á Ítalíu, 81-77, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frábær kafli í byrjun fjórða leikhluta þar sem litháenska liðið náði 15-0 spretti lagði grunninn að sigrinum.

Króatar í undanúrslitin í fyrsta sinn í átján ár

Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta i Slóveníu eftir tólf stiga sigur á Úkraínu, 84-72, í leik þjóðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Sigur Króata var öruggur. Móherjar Króatíu í undanúrslitunum verða annaðhvort Litháen eða Ítalía.

Jay-Z selur hlut sinn í Nets

Ástarævintýri rapparans Jay-Z og Brooklyn Nets er lokið. Rapparinn er þegar byrjaður að selja hlut sinn í félaginu og heimavelli félagsins, Barclays Center.

Hörður Axel til Spánar

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að finna sér nýtt félag. Hann samdi við spænska úrvalsdeildarliðið CB Valladolid.

Fuglamaðurinn er enginn barnaníðingur

Eftir fimmtán mánaða rannsókn á meintu kynferðisbroti Chris "Birdman" Andersen hefur körfuboltamaðurinn verið sýknaður. Hann lenti í mjög sérstöku máli sem er í anda þess sem ruðningsleikmaðurinn Manti Te'o lenti í.

Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana

Keflavík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en bæði lið eru saman í A-riðli keppninnar. Stólarnir unnu 24 stiga sigur á Valsmönnum á Króknum, 109-85, en Keflvíkingar unnu á sama tíma tíu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 85-75, í TM-höllinni á Sunnubraut.

Frakkar í undanúrslitin á EM í Körfu

Frakkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 72-62, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, skoraði 27 stig í leiknum en Frakkar munu mæta Spánverjum í undanúrslitununum.

Spánverjar í undanúrslitin eftir stórsigur á Serbum

Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum á áttunda Evrópumótinu í röð í kvöld þegar Spánverjar unnu 30 stiga sigur á Serbum, 90-60, í átta liða úrslitum EM karla í körfubolta í Slóveníu.

Brooklyn Nets braut ekki reglur þegar liðið samdi við Kirilenko

Rússinn Andrei Kirilenko samdi í sumar við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta en hann spilaði síðast með liði Minnesota Timberwolves. Kirilenko átti kost á því að gera nýjan og miklu hagstæðari samning við Minnesota en valdi frekar að fara til Brooklyn Nets fyrir miklu minni pening.

KR vann Snæfell - Úrslit í Lengjubikar karla í kvöld

KR, Keflavík og Njarðvík eru áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins en Snæfell tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik í keppninni þegar KR-ingar komu í heimsókn í Hólminn.

Elvar Már með 25 og 10 á rúmum tuttugu mínútum

Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölni í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en Njarðvík vann 119-66 sigur á 1. deildarliðinu í Ljónagryfjunni. Skallagrímsmenn unnu Hamar á sama tíma og ætla að berjast við Stjörnumenn um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Hildur og Gróa öflugar í sigri á gömlu félögunum

Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fóru fyrir sigri Snæfells á KR í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld en spilað var í Stykkishólmi. Báðar spiluðu þær Hildur og Guðrún Gróa áður með KR-liðinu.

Finnar unnu Slóvena - átta liða úrslitin klár

Finnar rifu sig upp efir stór töp á móti Króatíu og Spáni og unnu glæsilegan 16 stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 92-76, í lokaleik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu. Finnar voru úr leik fyrir leikinn og leikurinn skipti Slóvena engu máli enda þegar ljóst að þeir myndu enda í 2. sæti riðilsins og mæta þar með Frökkum í átta liða úrslitunum.

Ítalir unnu Spánverja í framlengingu

Ítalir unnu fimm stiga sigur á Evrópumeisturum Spánverja, 86-81 í framlengdum leik í milliriðli á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Bæði liðin voru fyrir leikinn komin áfram í átta liða úrslitin en eru að berjast um efstu sætin í riðlinum.

Lebron James í hnapphelduna

Lebron James leikmaður Miami Heat kvæntist unnustu sinni síðan í gagnfræðiskóla, Savannah Brinson, í gær.

KR-ingar óstöðvandi

KR-ingar eru taplausir eftir þrjá leiki í Fyrirtækjabikar karla í körfuknattleik. KR vann Breiðablik 89-80 og kom sér á topp D-riðils ásamt Snæfelli.

Slóvenar áfram | Línur teknar að skýrast

Slóvenía sigraði Grikkland í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í gær 73-65. Slóvenar bættust í hóp Króatíu, Litháen, Serbíu og Frakklands sem öll höfðu tryggt sig í átta liða úrslitin.

Logi heim í Njarðvík

Logi Gunnarsson mun leika með Njarðvíkingum í vetur. Samningur þess efnis var undirritaður í dag.

Crawford: Pétur Guðmunds öskraði aldrei á okkur

Hinn líflegi og umdeildi NBA-dómari, Joey Crawford, er á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Crawford eftir blaðamannafund í dag og fóru þeir um víðan völl.

Shouse í stuði

Justin Shouse var í miklu stuði í kvöld er Stjarnan vann sannfærandi sigur á Skallagrími í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta.

María Ben í Grindavík

Körfuknattleikmaðurinn María Ben Erlingsdóttir er genginn til liðs við Grindavík en hún lék í Frakklandi á síðasta ári.

Rodman gæti þjálfað landslið Norður-Kóreu

Það er nóg að gera hjá diplómatanum Dennis Rodman þessa dagana en hann er með annan fótinn í Norður-Kóreu hjá nýjasta besti vini hans, Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Riðlakeppni EM í körfubolta lokið

Riðlakeppni EM karla í körfubolta, Eurobasket, lauk í kvöld og ljóst hvaða lið eru komin áfram í milliriðla keppninnar sem fram fer í Slóveníu.

Krstic: Þessi sigur var fyrir Natösu Kovacevic

Nenad Krstic, fyrirliði serbneska landsliðsins í körfubolta, tileinkaði körfuboltakonunni Natösu Kovacevic sigur Serba á Lettlandi á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Servar unnu Letta þá 80-71 og tryggðu sér sæti í milliriðli keppninnar.

Parker frábær í sigri Frakka

Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, átti frábæran leik í kvöld þegar Frakkar unnu 77-71 sigur á Úkraínumönnum á Evrópumótinu í körfubolta. Parker tók yfir leikinn í lokaleikhlutann og skoraði þá 15 af 28 stigum sínum.

Finnar komnir áfram eftir sigur í tvíframlengdum leik

Finnar halda áfram að standa sig vel á Evrópumótinu í körfubolta karla í Slóveníu en Finnar tryggðu sér sæti í milliriðli með 86-83 sigri á Rússum í tvíframlengdum leik í dag. Úrslitin þýða að Rússar eru úr leik á mótinu. Úrslitin eru ráðin í D-riðli því Ítalía og Grikkland eru líka komin áfram eins og Finnland. Tyrkland, Svíþjóð og Rússland eru úr leik.

Sjá næstu 50 fréttir