Fleiri fréttir

Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir

Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné.

Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum

Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn.

Haukur Helgi lánaður í B-deildina

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson spilar væntanlega ekki með La Bruixa d Or í spænsku ACB-deildinni í vetur því karfan.is segir frá því að Haukur Helgi verði lánaður til liðs í B-deildinni.

Þjóðverjar töpuðu aftur og Bosníumenn risu upp frá dauðum

Úkraína er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Þýskalandi í dag, 88-83. Bosníumenn unnu á sama tíma sex stiga sigur á Svartfjallalandi, 76-70, eftir ótrúlega endurkomu í lokin þar sem liðið vann upp tólf stiga mun í fjórða leikhlutanum.

Lauren Oosdyke samdi við Grindavík

Kvennalið Grindavíkur hefur fundið sér nýjan bandarískan leikmann fyrir tímabilið en félagið samdi nýverið við framherjann Lauren Oosdyke sem spilaði stórt hlutverk hjá University of Northern Colorado í bandaríska háskólaboltanum.

Finnar fóru létt með Svía á EM í körfu

Finnland er með fullt hús eftir tvær umferðir á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu en Finnar unnu 21 stigs sigur á nágrönnum sínum Svíum í dag, 81-60. Króatar og Lettar unnu bæði á sigurkörfum í blálokin eftir æsispennandi leiki en Úkraína vann sjö stiga sigur á Ísrael og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína eins og Finnar og Lettar.

Gamlar myndir af Örlygi Sturlusyni

Heimildarmyndin Ölli var frumsýnd á þriðjudagskvöldið. Í myndinni er fjallað um ævi Örlygs Sturlusonar sem lést af slysförum fyrir aldur fram í ársbyrjun árið 2000.

Logi í viðræðum við íslensk félög

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson er enn án félags. Skotbakvörðurinn leitar að félagi í Evrópu en hefur einnig átt í viðræðum við íslensk félög.

Keflvíkingar stríða gömlum liðsfélaga

Grindavík vann tíu stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis í gær, 83-93, en þetta var jafnframt fyrsti leikur Keflavíkurliðsins undir stjórn bandaríska þjálfarans Andy Johnston.

Ekkert að Helenu

Helena Sverrisdóttir er mætt til æfinga með nýja liði sínu Miskolc í Ungverjalandi.

Segja reglurnar halla á landsbyggðarliðin

"Þetta er einsdæmi á Íslandi, ekki einu sinni ÍSÍ er með svona reglur um leikmenn. Þetta bitnar mest á þeim sem búa lengst frá mannkjarnanum," segir Sævar Óskarsson, formaður KFÍ.

Njarðvík fer vel af stað í Lengjubikarnum

Þá er körfuboltaverktíðin hafinn á Íslandi og liðin taka nú þátt í Lengjubikarnum en Þór Þorlákshöfn tók á móti Njarðvík í Þorlákshöfn í kvöld og gestirnir fóru með góðan sigur af hólmi 93-78.

Sömu bandarísku leikmennirnir hjá Val og í fyrra

Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, gerir engar breytingar á erlendu leikmönnum sínum frá því á síðasta tímabili en það kemur fram á karfan.is í dag að Chris Woods og Jaleesa Butler spili áfram á Hlíðarenda.

Crawford ræðir um lífið í NBA

Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni.

Jamison: Kobe er einstakur leikmaður

Mikið hefur verið rætt um Kobe Bryant í sumar eftir að hann sleit hásin í vor. Kobe er orðinn 34 ára og margir hafa efast um hversu sterkur hann verður þegar hann snýr aftur á völlinn.

Hrækti framan í Scottie Pippen

Það er stundum erfitt að vera frægur og það fékk NBA-goðsögnin Scottie Pippen að reyna í sumar. Þá lenti hann í uppáþrengjandi aðdáanda.

Snæfell semur við Jamarco Warren

Snæfell er búið að finna sér Bandaríkjamann fyrir átökin í vetur. Sá heitir Jamarco Warren og er leikstjórnandi.

Odom tekinn ölvaður undir stýri

Það er enn vandræðagangur á körfuboltakappanum Lamar Odom og vinum hans og fjölskyldu hefur ekki enn tekist að koma honum í meðferð.

NBA ekki skemmtileg fyrr en í úrslitakeppninni

Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson segist ánægður hvernig Íslendingar brugðust við hruni bankanna. Hann saknar ekki kuldans í Rússlandi og segist hafa orðið leiður á að fá ekkert að spila hjá Dallas Mavericks.

McGrady leggur skóna á hilluna

Hinn 34 ára gamli Tracy McGrady hefur lagt skóna eftir 16 ára feril í NBA-deildinni. McGrady var sjö sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og tvisvar var hann stigakóngur.

Stephenson til Grindavíkur | Myndband

Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök. Liðið hefur samið við Chris Stephenson, sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans, fyrir valinu.

Ekki sést í þrjá daga

Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda.

Yngri Curry bróðirinn líka til Warriors

Seth Curry, yngri bróðir Stephen Curry stærstu stjörnu Golden State Warriors í NBA körfuboltanum fær tækifæri til að vinna sér inn samning hjá Warriors nú í haust.

Greiði á móti greiða

Hörður Axel Vilhjálmsson heldur í dag utan til æfinga með spænska stórliðinu Bilbao Basket. Hörður er án félags eftir að hann keypti upp samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Mitteldeutscher BC í sumar.

Lin þoldi ekki pressuna og grét fyrir leik

Ein stærsta Öskubuskusagan í bandarísku íþróttalífi er þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið hjá NY Knicks og sló rækilega í gegn. Hann fór úr því að sofa á sófanum hjá vini sínum í að verða heimsþekkt stjarna.

Hrinti óléttri kærustunni

Eins og Vísir greindi frá í gær þá var Ty Lawson, leikstjórnandi Denver Nuggets, handtekinn um helgina ásamt kærustunni sinni en þá höfðu þau verið að slást.

Sjá næstu 50 fréttir