Fleiri fréttir

Meistarar Miami á siglingu

Meistarar Miami Heat voru í banastuði á heimavelli sínum í nótt er Atlanta kom í heimsókn. Öruggur sigur hjá Miami sem er búið að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum. Þar af hefur liðið unnið síðustu fimm.

Elvar á leið til Bandaríkjanna

Hinn magnaði leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson, er að spila sitt síðasta tímabil fyrir Njarðvík því hann er á leið til Bandaríkjanna í nám næsta haust.

D'Antoni: Enginn veit hvenær Kobe snýr aftur

Kobe Bryant er byrjaður að æfa með Los Angeles Lakers liðinu en bandarískir fjölmiðlar hafa ekki fengið að vita um það hvenær leikmaðurinn byrjar að spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta. Bryant sleit hásin í lok síðasta tímabils.

LeBron James og Beckham í samstarf

Bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld að LeBron James, besti körfuboltamaður heims og David Beckham, einn allra frægasti fótboltamaður heims, séu að ræða saman möguleikann á því að stofna nýtt MLS-lið í Miami.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 70-81 | KR-ingar enn taplausir

KR sigraði Keflavík í TM-höllinni, 70-81, í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Keflavík voru sterkari aðilinn þar til í þriðja leikhluta. Þá setti KR í lás í vörninni og áttu frábæran kafla sem skilaði þessum tveimur punktum í hús. KR er eina taplausa liðið í deildinni með sjö sigra í sjö leikjum eftir þennan leik.

Hill fór á kostum í liði Lakers

Jordan Hill er heldur betur að slá í gegn hjá LA Lakers en í annað sinn á fimm dögum bætti hann sinn besta árangur hjá félaginu. Í nótt skoraði hann 24 stig og tók 17 fráköst í sigri Lakers á Detroit.

Jón Arnór náði sér ekki á strik í tapi Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson átti ekki sinn besta leik þegar CAI Zaragoza tapaði fyrir Caja Sol 74-66 á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta nú í hádeginu. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins.

Bulls fyrst til að vinna Indiana Pacers

Chicago Bulls varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Indiana Pacers að velli í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að öruggum 16 stiga sigri Bulls 110-94.

Stórt tap hjá Drekunum

Sundsvall Dragons tapaði sínum öðrum leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið fékk 27 stiga skell á útivelli á móti Södertälje Kings, 75-102.

Haukarnir í upp í fimmta sætið

Nýliðar Hauka halda áfram að gera góða hluti í Dominos-deild karla í körfubolta en liðið vann sex stiga sigur á KFÍ í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld, 73-67. Haukarnir hafa unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og eru í fimmta sæti deildarinnar.

Tók 24 fráköst en var samt ekki frákastahæstur í liðinu

Valsmennirnir Birgir Björn Pétursson og Chris Woods voru í miklum ham í gærkvöldi þegar Valsliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Valur vann þá 97-89 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í sjöttu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Los Angeles-liðin fylgjast með Odom

Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma.

Elvar á leið til Bandaríkjanna

Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla, Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson, mun á morgun halda út til New York.

KR fékk Kana frá ÍR

Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tímabundinn samning við Bandaríkjamanninn Terry Leake jr. Terry hefur leikið með ÍR í upphafi móts en var leystur undan samningi í gær þar sem ÍR-ingar töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem hentaði þeirra þörfum betur.

Paul jafnaði met Magic Johnson

Chris Paul fór á kostum og var enn og aftur með tvöfalda tvennu fyrir LA CLippers er liðið vann góðan sigur á Oklahoma Thunder.

Helena fór illa með kettina

Körfuknattleiksskonan Helena Sverrisdóttir skoraði átján stig fyrir Aluinvent Miksolc í 106-60 sigri á Lotto Young Cats í Evrópubikarnum í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell | 74-77

Snæfell sigraði Val, 77-74, í 9. umferð Dominos-deildar kvenna í Vodafonehöllinni í kvöld. Gestirnir voru yfir allan leikinn en Valskonur hleyptu spennu í lokamínúturnar. Jaleesa Butler fékk tækifæri að jafna leikinn á lokasekúndunni en skotið geigaði.

Leikur Jóns Arnórs og félaga hrundi

Útlitið var gott hjá Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í CAI Zaragoza að loknum þriðja leikhluta gegn Gravelines Dunkerque í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld.

Nash verður frá í tvær vikur

Leikstjórnandi LA Lakers, Steve Nash, fór meiddur af velli í leik liðsins gegn Minnesota á sunnudag. Hann sagði strax þá að honum litist ekkert sérstaklega vel á blikuna.

Rose fór meiddur af velli

Það fór um marga stuðningsmenn Chicago Bulls í nótt þegar stjarna liðsins, Derrick Rose, haltraði af velli undir lok leiksins gegn Cleveland.

Besta byrjun í sögu Indiana

Indiana Pacers er að byrja með látum í NBA-deildinni og vann í nótt sinn áttunda leik í röð. Liðið hefur ekki enn tapað leik og þessi byrjun liðsins er félagsmet.

Nash í vandræðum með bakmeiðsli

Steve Nash, leikmaður L.A. Lakers, náði ekki að klára leikinn gegn Minnesota Timberwolves í nótt vegna meiðsla í baki en Lakers tapaði leiknum illa, 113-90.

Úlfarnir tættu Lakers í sig

Lengsta taphrina liðs gegn öðru liði í NBA-deildinni tók enda í nótt er Minnesota Timberwolves pakkaði LA Lakers saman í Staples Center.

Myndband af húsi Michael Jordan

Rétt fyrir utan Chicago er hús sem marga íþróttaáhugamenn dreymir um, heimili Michael Jordans sem lék með Chicago Bulls á árunum 1984-1993 og 1995-1998. Jordan vann 6 NBA titla á tíma sínum í Chicago og er af flestum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma.

Óvenjuleg flautukarfa í spænska körfuboltanum

Felipe Reyes, fyrirliði Real Madrid í spænska körfuboltanum, skoraði magnaða þriggja stiga körfu í stórsigri á La Bruixa d'Or í dag. Felipe Reyes tók bara eitt þriggja stiga skot í leiknum og það var af ótrúlegri gerðinni.

Jón Arnór og félagar töpuðu í Valencia

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu 96-76 gegn Valencia í spænska körfuboltanum í dag. Jón átti rólegan dag með átta stig og þrjú fráköst.

Hörður Axel spilaði í tapleik

Hörður Axel Vilhjálmsson átti rólegan dag í 87-58 tapi Valladolid gegn Laboral Kutxa í ACB deildinni í körfubolta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir