Fleiri fréttir

Grindavík, KR og Valur áfram í bikarnum

Valskonur unnu úrvalsdeildarslaginn gegn Hamar í 16-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag 66-61. Grindavík lagði b-deildarlið Stjörnunnar 60-83.

Damon: Ást við fyrstu sín

"Þetta var gott, við leikum alltaf vel saman. Blessunarlega átti ég góðan leik og Gunnar (Einarsson) líka,“ sagði Damon Johnson sem lék með Keflavík í fyrsta sinn í tíu ár í kvöld þegar Keflavík b lagði ÍG í sextán liða úrslitum Poweradebikar karla í körfubolta 100-80 í kvöld.

Helena með 19 stig í Evrópuleik

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í sínu liði þegar ungverska liðið Aluinvent Miskolc tapaði eftir spennuleik á móti franska liðinu Basket Landes í riðlakeppni Eurocup-keppninnar í dag.

Klókindi eða klækur hjá Kidd í nótt?

Jason Kidd var alltaf hrósað fyrir klókindi sín inn á körfuboltavellinum. Skórnir eru nýkomnir upp á hillu en kappinn beitir enn brögum inn á vellinum nú sem þjálfari Brooklyn Nets í NBA-deildinni.

NBA: Langar sigurgöngur San Antonio og Portland enduðu í nótt

Phoenix Suns og Oklahoma City Thunder enduðu 11 leikja sigurgöngur Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James leiddi Miami til sigurs á hans gamla félagi og Chris Paul meiddist þegar Los Angeles Clippers sá til þess að New York Knicks tapaði sínum sjöunda leik í röð.

Treyjunúmerið er hluti af manni

Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson vilja báðir vera númer fimmtán hjá karlaliði KR í Dominos-deildinni en sættust á skemmtilega lausn. Þeir þurfa að skipta um treyju eftir hvern tapleik.

Snæfell tapaði fyrir KR | Úrslit kvöldsins

Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í kvöld en KR vann þá óvæntan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi. Keflavík er því eitt á toppi deildarinnar eftir sigur á Njarðvík.

Dómaranefnd KKÍ svarar gagnrýni

Það er algeng umræða í íslensku íþróttalífi að aðeins leikmönnum sé refsað fyrir slaka frammistöðu en ekki dómurum. Leikmenn sem spili illa fari á bekkinn en dómarar haldi áfram að dæma.

LeBron býður öllu Miami-liðinu heim til sín á Þakkargjörðardaginn

Á morgun er Þakkargjörðardagurinn (Thanksgiving Day) í Bandaríkjunum og þá leggja Bandaríkjamenn mikið upp úr því að vera með fjölskyldu og vinum. Leikmenn í NBA-deildinni í körfubolta lenda hinsvegar oft í því að vera á útivallaferðalagi á þessum degi og þannig er nú málum háttað hjá meisturunum í Miami Heat.

Vafasamar ákvarðanir þjálfara

Annað tímabilið í röð er unglingsdrengurinn Jack Taylor á allra vörum í íþróttaheiminum vestanhafs. Á dögunum varð hann fyrsti körfuknattleiksmaðurinn til að skora yfir 100 stig í annað skiptið á háskólaferli sínum.

Flottur nóvembermánuður hjá Ragnari

Ragnar Ágúst Nathanaelsson var í aðalhlutverki í sigri Þórs á Skallagrími í Dominos-deild karla í körfubolta í gær en miðherjinn stóri og stæðilegi var með 24 stig og 12 fráköst í 110-91 sigri.

Kobe samdi við Lakers á ný

Kobe Bryant skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við LA Lakers en talið er að hann verði áfram launahæsti leikmaður deildarinnar.

Rose spilar ekki meira á tímabilinu

Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, hefur gengist undir aðgerð á hné og mun af þeim sökum missa af tímabilinu öllu í NBA-deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Skallagrímur 110-91 | Öruggt í Þorlákshöfn

Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu í kvöld afsakplega sannfærandi sigur á Skallagrími úr Borganesi. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins tapað þremur síðustu leikjum sínum og voru því með bakið upp við vegg. Þórsarar tóku stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu og létu hana ekki af hendi fyrr en lokaflautið gall.

Kidd hefur enn fullan stuðning rússnesku eigendanna

Það gengur ekkert á fyrsta ári Jason Kidd sem þjálfari í NBA-deildinni í körfubolta en Brooklyn Nets tapaði sínum fimmta leik í röð í gær og er nú með lélegasta árangurinn að öllum liðunum í Atlantshafsriðli Austurdeildarinnar.

NBA: Þriðji sigur Lakers-liðsins í röð - Brooklyn tapar og tapar

Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leik. Dýrasta lið deildarinnar, Brooklyn Nets, tapaði hinsvegar sínum fimmta leik í röð.

CAI Zaragoza aftur á sigurbraut

CAI Zaragoza lagði FIATC Joventut x á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Á sama tíma tapaði CB Valladolid x fyrir UCAM Murcia á útivelli.

Sigurganga Trail Blazers og Pacers heldur áfram

Tíu leikir voru leiknir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt ber þar hæst að sigurganga Indiana Pacers og Portland Trail Blazers heldur áfram og LeBron James tryggði Miami Heat sigur á Orlando Magic.

Rose þarf að leggjast undir hnífinn

Það fékkst staðfest í kvöld að stjörnuleikmaður Chicago Bulls, Derrick Rose, þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í gær.

Grindavík skaut KFÍ í kaf

Grindvíkingar fóru hamförum á Ísafirði í kvöld og skoruðu 122 stig gegn KFÍ. Ekkert lið hefur skorað meira í einum leik í vetur en Haukarnir áttu stigamet vetrarins sem var 113 stig.

Gasol vildi gefa mikið af peningum

Spánverjinn Pau Gasol, leikmaður LA Lakers, lofaði því fyrir leikinn gegn Golden State í gær að hann myndi gefa 120 þúsund krónur í hjálparstarf á Filippseyjum fyrir hvert stig sem hann skoraði.

Rose meiddist á hné

Chicago Bulls varð fyrir miklu áfalli í nótt er stjarna liðsins, Derrick Rose, meiddist á hné. Sama hné og hélt honum frá keppni í eitt og hálft ár.

Hrun í fjórða leikhluta hjá Drekunum

Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig og tók 12 fráköst er Sundsvall Dragons tapaði 94-76 gegn Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Kobe missti af æfingu í gær

Eins og áður hefur komið fram stefnir Kobe Bryant að því að spila með Lakers fyrir lok mánaðarins. Það gæti verið of mikil bjartsýni hjá leikmanninum.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 105-83 | Logi með 41 stig

Logi Gunnarsson skoraði 41 stig þegar Njarðvík vann 22 stiga sigur á nýliðum Hauka, 105-83, þegar liðin mættust í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík fór upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri.

Oklahoma rúllaði yfir Clippers

Það var stórleikur á dagskránni í NBA-boltanum í nótt er Oklahoma tók á móti LA Clippers. Leikurinn var ekki eins spennandi og búist var við því heimamenn voru mikið sterkari.

Pálína: Ég er bara eins og gömul kona

Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin tvö tímabil, veit ekki enn hversu alvarleg hnémeiðslin eru sem hún varð fyrir í leik á móti Ásvöllum á miðvikudagskvöldið.

Nowitzki kominn fram úr Reggie Miller

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks heldur áfram að klífa stigalistann í NBA-deildinni og hann er nú orðinn fimmtándi stigahæsti leikmaður allra tíma í deildinni.

Paul í banastuði gegn Minnesota

Chris Paul var sjóðheitur í liði LA Clippers í nótt gegn Minnesota. Hann skoraði 12 stig í röð í leiknum af síðustu 21 stigum Clippers í leiknum skoraði hann 16.

Sjá næstu 50 fréttir