Körfubolti

Jón Arnór kominn aftur til baka - spilaði með CAI í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Anton
Jón Arnór Stefánsson er kominn af stað á ný en hann lék með CAI Zaragoza í Evrópuleik í Tyrklandi í kvöld. Endurkoma Jóns Arnór dugði þó ekki spænska liðinu til sigurs en það er mikið fagnaðarefni að sjá okkar mann aftur á vellinum.

CAI Zaragoza tapaði með sjö stigum á móti Besiktas Integral Forex, 63-70, en þetta var fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Tvö efstu liðin komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar en í riðlinum eru einnig Lietuvos Rytas frá Litháen og Cedevita Zagreb frá Króatíu. Lietuvos Rytas vann 84-83 sigur í Zagreb í kvöld.

CAI Zaragoza byrjaði vel og var 17-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann en forystan var bara eitt stig í hálfleik, 32-21. Tyrkneska liðið vann þriðja leikhlutann 22-16 og landaði síðan sigrinum í lokaleikhlutanum.

Jón Arnór spilaði reyndar aðeins í tæpar níu mínútur í leiknum en hann hafði ekki spilað síðan að hann fór í hnéaðferð um miðjan desember. Jón Arnór náði ekki að skora en var með eina stoðsendingu og einn stolinn bolta. Hann klikkaði á eina skoti sínu sem var tveggja stiga skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×