Fleiri fréttir

Myndir frá sigrum Grindavíkur og Vals í kvöld

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á ferðinni í kvöld og tók myndir frá tveimur leikjum í Dominos-deild kvenna í körfubolta en þá lauk fjórðu umferðinni.

Verða fimm lið jöfn á toppnum með sex stig?

Fjórða umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta klárast í kvöld með þremur leikjum en svo gæti farið að eftir þá verði fimm af átta liðum deildarinnar jöfn að stigum á toppnum.

Haukur önnur besta þriggja stiga skytta sænsku deildarinnar

Haukur Helgi Pálsson hefur byrjað vel með LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann skoraði 17 stig í gær þegar liðið vann 94-85 sigur á Sundsvall Dragons. Þetta var fjórði sigur liðsins í fyrstu fimm leikjunum.

Haukur og Peter höfðu betur gegn íslensku drekunum

Haukur Helgi Pálsson og Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta, höfðu betur á útivelli gegn Sundsvall Dragons, 94-85, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Fyrsti mótsleikur Damons í Keflavík síðan 7. apríl 2003

Keflvíkingar bjóða sannkallaða goðsögn velkomna í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í TM-höllinni í Keflavík í lokaleik 2. umferðar Dominos-deildar karla en leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.

Kobe sterkur gegn Jazz

Kobe Bryant er kominn á fullt með LA Lakers á nýjan leik og átti fínan leik fyrir liðið í nótt.

Ungu strákarnir fóru á kostum hjá Stólunum

Nýliðar Tindastóls áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna Þór í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins í Dominos-deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn með 20 stiga mun, 110-90.

Dregið í riðla á EM í körfu í París í desember

FIBA Europe tilkynnti í dag hvenær verður dregið í riðla vegna Evrópumótsins í körfubolta á næsta ári en athöfnin fer fram mánudaginn 8. desember næstkomandi og verður haldin í París í Frakklandi.

Styttri leiktími prófaður í NBA-deildinni

NBA-deildin í körfubolta athugar nú hvernig það kæmi út ef leiktíminn í NBA-deildinni yrði styttri og um leið nær því sem gengur og gerist í leikjum annarsstaðar í heiminum.

Sigrún og félagar töpuðu í framlengingu

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar hennar í Norrköping Dolphins urðu að sætta sig við sex stiga tap á heimavelli á móti 08 Stockholm HR, 59-65, í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Grindavíkurkonur gáfu í eftir hálfleiksræðuna

Grindavík varð fyrsta liðið til að vinna tvo leiki í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir öruggan 23 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks, 80-57, í fyrsta leiknum í 2. umferð í Smáranum í kvöld.

Íslenskar skyttur stigahæstar hjá öllum liðum í kvöld

Það vakti athygli að í Íslendingar voru stigahæstir hjá öllum fjórum liðunum sem voru í eldlínunni í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þá lauk fyrstu umferðinni með tveimur leikjum á Ásvöllum og í Þorlákshöfn.

Haukar og Þór unnu örugga sigra í kvöld - myndir

Haukar báru sigurorð af Grindavík, 97-77, á Ásvöllum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þór Þorlákshöfn lagði ÍR, 93-83, eftir að hafa verið einu stigi undir í háfleik.

Fyrsta tapið hjá Sundsvall Dragons - 38 íslensk stig

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons varð að sætta sig við fjögurra stiga tap á útivelli á móti Borås Basket, 83-87, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Borås Basket hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína en þetta var fyrsta tap Drekanna.

Stutt stopp hjá Beasley í Memphis

Bandaríski körfuboltamaðurinn Michael Beasley hefur yfirgefið NBA-liðið Memphis Grizzlies aðeins hálfum mánuði eftir að hafa samið við það.

Sjá næstu 50 fréttir