Fleiri fréttir

Við erum ekki hræddir við það að tapa

Finnur Freyr Stefánsson vann á fimmtudagskvöldið sinn þrítugasta sigur sem þjálfari í úrvalsdeild karla en því náði hann í aðeins 31 leik eða á undan öllum öðrum þjálfurum í sögu deildarinnar.

Tólfti sigur Warriors í röð

Golden State Warriors vann tólfta leik sinn í röð í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið skellti Chicago Bulls 112-102 á útivelli.

Hörður Axel skoraði 16 stig í naumu tapi

Hörður Axel Vilhjálmsson átti góðan leik fyrir Mitteldeutscher en það dugði ekki til því liðið tapaði 88-85 fyrir Medi Bayreuth í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Naumt tap hjá Elvari og Martin

LIU Brooklyn Blackbirds varð að sætta sig við fimmta tapið í jafn mörgum leikjum í bandaríska háskóla körfuboltanum þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Lehigh Mountain Hawks 80-76.

Jakob Örn hetja Sundsvall

Íslendingaliðin Sundsvall og Solna voru í eldlínunni í sænska körfuboltanum í kvöld.

Seljaskólinn er íþróttahúsið hans Kára

Kári Jónsson, 17 ára bakvörður Hauka, er samkvæmt tölfræðinni aldrei betri en í Hertz-hellinum í Seljaskóla en strákurinn hefur átt sína tvo bestu leiki í úrvalsdeild karla í húsinu.

Pavel í níunda sinn aðeins 1 frá þrennu

Pavel Ermolinskij vantaði aðeins eina stoðsendingu til að ná tvöfaldri þrennu í tólf stiga sigri KR-inga á Stjörnunni, 103-91, í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Butler og Curry bestir í NBA í nóvember

Jimmy Butler, framherji Chicago Bulls, og Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, voru valdir bestu leikmenn nóvembermánaðar í NBA-deildinni í körfubolta. Jabari Parker og Andrew Wiggins voru valdir bestu nýliðar mánaðarins.

NBA-lið spiluðu á rangar körfur í nótt - myndband

Dómarar leiks Philadelphia 76ers og Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta þurftu að þurrka út sextán sekúndur og hefja leikinn að nýju í nótt eftir að leikmenn liðanna týndu hreinlega áttum í upphafi leiks.

Maggi Gunn snýr aftur í Sláturhúsið

Níunda umferð Dominos-deildar karla í körfubolta verður spiluð í heild sinni í kvöld. Suðurnesjastórveldin Keflavík og Grindavík eigast við í Sláturhúsinu í Reykjanesbæ í viðureign tveggja liða í vandræðum.

Besta byrjun nýliða í 33 ár

Tindastóll hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta sem er besta byrjun nýliða frá 1981. "Nú er bara talað um körfubolta á Króknum,“ segir fyrirliðinn, Helgi Rafn Viggósson.

Toronto og Memphis eiga bestu þjálfarana

Dwane Casey, þjálfari Toronto Raptors, og Dave Joerger, þjálfari Memphis Grizzlies, voru valdir bestu þjálfarar nóvembermánaðar í NBA-deildinni í körfubolta en bæði liðin hafa byrjað tímabilið frábærlega.

Ná Stólarnir fyrstu Suðurnesjaþrennunni í tæp 23 ár?

Tindastólsmenn heimsækja Grindvíkinga í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta verður fimmti Mánudagsleikurinn í vetur sem verður sendur út í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Maggi Gunn má spila aftur með Grindavík í kvöld

Magnús Þór Gunnarsson er búinn að taka út sitt tveggja leikja bann og má því spila á ný með Grindavík í kvöld þegar liðið tekur á móti spútnikliði Tindastóls í beinni á Stöð 2 Sport.

Martin enn ískaldur og LIU Brooklyn tapaði fjórða leiknum í röð

LIU Brooklyn, lið þeirra Elvars Más Friðrikssonar og Martins Hermannssonar, er enn án sigurs í bandaríska háskólaboltanum en liðið tapaði með 14 stigum á móti Temple í gær, 54-70. LIU Brooklyn hefur þar með tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum með Elvar og Martin innanborðs.

Sjá næstu 50 fréttir