Fleiri fréttir

Hemmi og Sævar þurftu að velja á milli Milka og Williams

Farið var um víðan völl í framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á mánudaginn. Þeir Hermann Hauksson og Sævar Sævarsson voru meðal annars beðnir um að gera upp á milli Keflvíkinganna Dominykas Milka og Deanes Williams.

Stiga­ regn í sigri Hauka

Það vantaði ekki stigin í leik Hauka og KR í Domino’s deild kvenna í kvöld. Haukarnir unnu að lokum sigur, 120-77, en leikurinn var liður í þrettándu umferð deildarinnar.

Haukur öflugur í Evrópusigri

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik fyrir Morabanc Andorra sem vann öruggan sigur á Mornar Bar, frá Svartfjallalandi, í EuroCup bikarnum í körfubolta í kvöld, 89-61.

Stigahæst og komin í úrslitaleikinn eftir kveðjuna frá Íslandi

Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í liði Wyoming Cowgirls eru komnar alla leið í úrslitaleikinn í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir fimmtán stiga sigur á Boise State í undanúrslitunum í nótt.

Miami Heat sendir leikmann í leyfi vegna gyðingahaturs

Miami Heat, silfurlið NBA-deildarinnar í fyrra, hefur sett miðherjann Meyers Leonard í ótímabundið leyfi eftir að hann lét niðrandi ummæli um gyðinga falla þegar hann streymdi beint frá sjálfum sér að spila tölvuleik.

„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfu­bolta“

Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag.

Arnar Guð­jóns­son: Þetta var hálf­gerð heppni

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði.

Keflvíkingar unnu toppslaginn á lokakaflanum

Keflvíkingar eru enn einir á toppnum eftir sex stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Lokatölur 88-94, en úrslitin réðust ekki fyrr en seint í fjórða leikhluta.

Jón Axel öflugur í sigri Fraport Skyliners

Jón Axel Guðmundsson átti einkar góðan leik er Fraport Skyliners sóttu sigur í greipar Göttingen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 93-89 Skyliners í vil.

Hvað er framundan í stjörnuleik NBA?

Stjörnuleikur NBA hefur seinustu ár verið hluti af stórri og bráðskemmtilegri helgi þar sem bestu leikmenn NBA deildarinnar mætast í einskonar sýningarleik. Þetta árið hefur dagskráin þó verið stytt úr heilli helgi niður í sex tíma.

Elvar Már með sjö stig í sigri Siaulia

BC Siaulia heimsótti Pieno Zvaigzdes í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Siaulia, en skoraði sjö stig, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur

„Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik.

Lárus: Það lið sem ákvað að spila vörn vann þetta

Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var ánægður með sigur sinna manna á Haukum í Ólafssal í 12. umferð Dominos deildar karla. Leikar enduðu 100-116 en það kom Lárusi á óvart hversu flatir hans menn voru í vörn í byrjun leiks í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir