Fleiri fréttir

Mynda­syrpa frá tapinu súra gegn Georgíu

Ísland mátti þola einkar súrt tap gegn Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Leikið var í Laugardalshöll og var stemningin í stúkunni gríðarleg.

„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld.

„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“

Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn.

Lands­liðs­þjálfari kvenna ösku­illur eftir tap Ís­lands

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks.

KR dæmt til að greiða Kristófer nokkrum tímum fyrir landsleikinn mikilvæga

Kristófer Acox leikur í kvöld afar mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í körfubolta þar sem sigur gæfi Íslandi mikla von um að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. Hann er þó þegar búinn að vinna einn sigur í dag, í Landsrétti, og fær hærri upphæð en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“

„Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR.

Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki.

Umfjöllun: Grinda­vík - Njarð­vík 79-83 | Ís­lands­meistararnir aftur á sigurbraut

Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik.

Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR

Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag.

Sá þaulsætnasti í sögunni stýrir Íslandi áfram

Eini landsliðsþjálfarinn sem komið hefur Íslandi í lokakeppni stórmóts í körfubolta, Kanadamaðurinn Craig Pedersen, skrifaði í Laugardalshöllinni í dag undir samning þess efnis að hann þjálfi áfram íslenska karlalandsliðið.

„Að vinna þá núna yrði risastórt“

„Það er mjög skemmtileg upplifun að spila um eitthvað svona stórt. Það er mikil spenna og menn verða mjög tilbúnir fyrir þennan leik,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Mikið kemur til með að mæða á honum í leiknum mikilvæga á föstudag við Georgíu, þar sem nánast má segja að sæti á HM í körfubolta sé í húfi.

„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn.

Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM.

Stjórnar­menn NBA taka í sama streng og Lög­mál leiksins: Dagar Kyri­e gætu verið taldir

Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie.

Keflavík mætir Njarðvík eða Tindastól eða Haukum

Í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna og karla í körfubolta. Ljóst er að Keflvíkingar þurfa að bíða nokkuð eftir því að vita nákvæmlega hvaða liði þeir mæta í karlakeppninni.

Tryggvi Snær í sigur­liði Zaragoza gegn Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Þá unnu Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas sigur á toppliði Zalgiris Kaunas.

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“

Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman.

Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving

Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann.

„Eins og veggur ef þú lendir á honum“

Ólafur Ólafsson var til umræðu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann átti frábæran leik í sigri Grindavíkur á Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi.

Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð

Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir