Fleiri fréttir

Renault hyggst keppa til sigurs

París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet.

600 blaðamenn á frumsýningu Renault

Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum.

Stöðugar framfarir markmið Honda

Honda liðið frumsýndi keppnisbíl sinn í höfuðstöðvum liðsins í Bretlandi í hádeginu. Ross Brawn, nýr framkvæmdastjóri liðsins fór fyrir sínum mönnum, en ökumenn liðsins verða Jenson Button og Rubens Barrichello.

McLaren ökumönnum ekki mismunað

Þrátt fyrir mikla orrahríð í fyrra á milli Lewis Hamilton og Fernando Alonso, þá munu Hamilton og Heikki Kovalainen vera jafn réttháir innan McLaren liðsins á þessu ári.

Hamilton baunar á Alonso

Lewis Hamilton sendi fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá McLaren litla pillu í viðtali í dag þegar hann var spurður út í samband sitt við Spánverjann.

BMW í vanda

Það hefur sýnt sig að BMW liðið hefur ekki verið á því flugi sem liðið ætlaði eftir að hafa frumsýnt bíla sína. Liðsmenn BMW voru ekki meðal fremstu manna á Valencia brautinni í dag, þar sem Finnarnir Kimi Raikkönen á Ferrari og Heikki Kovalainen á McLaren voru fljótastir og nýliðinn Kazuki Nakajima á Williams þriðji.

Nýja Hondan frumsýnd í Valencia

Keppnislið Honda mætti með nýjasta farkost sinn á æfingar í Valencia á Spáni í dag. Bíllinn verður formlega frumsýndur 29. janúar í Bretlandi.

Renault og Williams frumsýndu á Spáni

Bæði Renault og Williams nýttu sér Valencia brautina á Spáni til að frumsýna og frumkeyra ný ökutæki, sem notuð verða á næsta keppnistímabili.

Hamilton framlengir við McLaren

McLaren staðfesti í dag að Lewis Hamilton hefur framlengt samning sinn við McLaren um fimm ár. Hann verður hjá liðinu til 2012.

Hamilton ánægður með nýjan farkost

Bretinn Lewis Hamilton segir nýjan McLaren sem hann hefur prófað á Jerez brautinni síðustu daga vænan farkost. Hamilton sló hressilega í gegn á síðasta ári, þegar hann keppti í fyrsta skipti í Formúlu 1. Minnstu munaði að hann hreppti meistaratitilinn, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen.

Frumsýning hjá Red Bull

Red Bull frumsýndi í dag 2008 bíl sinn á Jerez brautinni á Spáni og kynnti Mark Webber og David Coulhard sem ökumenn sína. Coulthard er aldursforsetinn í Formúlu 1 og þrautseigur, 37 ára gamall ökuþór frá Skotlandi. Webber er frá Ástralíu.

Alonso byrjaður með Renault

Spænski heimsmeistarinn ók á sinni fyrstu æfingu með Renault í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann gerði sér lítið fyrir og náði besta tíma á æfingunni. Hann ók í fyrsta skipti keppnisbíl án spólvarnar og sló við nýjustu ökutækjum McLaren og Ferrari á 2007 Renault.

Nýr BMW F1 08 frumsýndur

BMW liðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl og bíllinn er þriðja útgáfa Formúlu 1 bíls sem fyrirtækið smíðar, eftir að fyrirtækið keypti liðið af Peter Sauber. Nick Heidfeld og Robert Kubica verða ökumenn BMW, rétt eins og í fyrra.

Hamilton sáttur við nýja bílinn

Lewis Hamilton segist nokkuð hrifinn af nýja keppnisbílnum úr smiðju McLaren liðsins í Formúlu 1 sem fengið hefur heitið MP4-23. Hamilton og nýr félagi hans Hekki Kovalainen hafa nú reynsluekið bílnum í fyrsta sinn.

Meistarinn hefur trú á Toyota

Heimsmeistarinn í GP 2 mótaröðinni, Þjóðverjinn Timo Glock kveðst hafa mikla trú á góður brautargengi liðsins í Formúlu 1 á þessu ári.

Ferrari skíðaveisla eftir frumsýningu

Stefano Domenicali, nýr framkvæmdarstjóri keppnisliðs Ferrari var meðal liðsmanna þegar Ferrari hélt sína árlegu skíðaveislu á Ítalíu í dag. Þangað mæta helstu liðsmenn Ferrari og sægur fjölmiðlamanna.

Ferrari-menn tortryggnir

Það kom mörgum á óvart hve fátæklegt myndefni barst frá frumsýningu Ferrari í dag. Bæði myndir og sjónvarpsefni var af skornum skammti.

Ferrari frumsýndi nýja bílinn í dag

Ferrari frumsýndi í dag nýjan keppnisfák sinn í Formúlu 1, sem hannaður er af Ítalanum Aldo Costa. Kimi Raikkönen og Felipe Massa munu aka bílnum í þeim 18 Formúlu 1 mótum sem eru á dagskrá í ar, en mótin verða öll í beinni útsendingu á Sýn.

Gunnlaugur verður með Formúluna á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur senn beinar útsendingar frá Formúlu 1 kappakstrinum. Gunnlaugur Rögnvaldsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður útsendinganna en hann hefur sinnt Formúlu 1 umfjöllun á Íslandi á þriðja áratug, ýmist fyrir dagblöð, tímarit eða sjónvarp.

Sjá næstu 50 fréttir