Fleiri fréttir

Óhapp Glock gæti heft þátttöku hans

Þjóðverjinn Timo Glock keyrði harkalega útaf í tímatökum fyrir japanska kappakustrinn í Suzuka í nótt. Grófst Toyota bíll hans inn í dekkjavegg eftir að hann missti vald á honum í lokabeygju brautarinnar.

Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt

Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota.

Mjótt á munum á á lokæfingu

Toyota menn brostu i kampinn þegar Jarno Trulli á Toyota náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð 0.062 sekúndum fljótari en Sebastian Buemi á Torro Rosso.

Hamilton: Elska að aka Suzuka brautina

Bretinn Lewis Hamilton er heillaður af Suzuka brautinni í Japan eftir að hafa frumkeyrt hana í nótt. Aðstæður voru þó erfiðar en það rigndi á báðum æfingum. Keppt verður á brautinni um helgina og getur Jenson Button, landi Hamiltons tryggt sér titilinn með góðum árangri.

Kovalainen og Sutil sneggstir í nótt

Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt.

Button beitir ekki bolabrögðum í titilslagnum

Jenson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina.

Alonso vill enda ferilinn með Ferrari

Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári.

Ferrari staðfestir samning Alonso

Stefano Domenicali , framkvæmdarstjóri Ferrari staðfesti í dag að Fernando Alonso hefur veirð ráðinn til þriggja ára til Ferrari.

Williams í viðræðum við Barrichello

Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins.

Þungu fargi létt af Hamilton

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið.

Ánægja í herbúðum Toyota

Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren.

Raikkönen til McLaren og Alonso til Ferrari

Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári.

Button þokast nær meistaratitlinum

Jenson Button færðist skrefi nær meistaratitlinum í Formúluu 1 um helgina, þó langt sé síðan hann vann mót. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins á Brawn bílnum, en varð fimmti í Singapúr í keppni sem landi hans Lewis Hamilton vann.

Hamilon fagnaði sigri í Singapúr

Lewis Hamilton, ökuþór McLaren og núverandi heimsmeistari, fagnaði góðum sigri í Formúlu 1-keppninni í Singapúr í dag.

Ross Brawn: Titilslagurinn verður heiðarlegur

Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum.

Hamilton: Myndi elska að vinna í Singapúr

Formúlu 1 mótið í Singapúr fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á McLaren.

Klessukeyrsla Barrichello lán Hamiltons í tímatökum

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu.

Hamilton sló öllum við á lokaæfingunni

Bretinn Lewis Hamilton var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Singapúr í dag, en tímakan fer fram eftir hádegi. Fremstur þeirra sem er í titilslagnum varð Sebastian Vettel sem náði öðrum besta tíma og varð 0.277 sekúndum á eftir Hamilton.

Titilslagur framundan í Singapúr

Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull.

Vettel ógnar Button og Barrichello með besta tíma

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull ætlar ekki að lláta sitt eftir liggja í titilbaráttunni við Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn. Vettel náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða í Singapúr í fyrra, en Fernando Alonso á Renault varð annar.

Barrichello sneggstur í náttmyrkrinu

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fyrstur á fyrstu æfingu keppnisliða fyrir Singapúr kappaksturinn á sunnudaginn. Hann náði besta tíma í náttmyrkrinu, en ekið er á flóðlýstri braut. Barrichello var 0.177 sekúndu á undan helsta keppinaut sínum um titilinn, en Jenson Button var næstur honum.

Alonso: Gleymum hneykslinu og keppum

Fernando Alonso hjá Renault vann mótið í Singapúr í fyrra og var hreinsaður af öllum áburði um að hafa tekið þátt í samsæri um að svindla eins og Renault lið hans var dæmt fyrir.

Styrkaraðilar Renault segja upp samningum

Tveir stórir styrktaraðilar hafa sagt upp auglýsingasamningum við Formúlu 1 lið Renault í dag vegna dóms í svindlmálinu í Singapúr í fyrra. Hollenski ING bankinn sendi tilkynningu frá sér, skömmu eftir að spænska tryggingarfyrirtækið Mutua Madilena dró sig í hlé frá liðinu.

Ecclestone segir dóm Briatore of harðan

Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra.

Symonds: Piquet átti hugmyndina að árekstrinum

Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore.

Deilt á ævilangt bann Briatore

Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn.

Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010

FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr.

Piquet: Býst ekki við fyrirgefningu

Brasilíumaðurinn Nelson Piquet slapp við refsingu í samsæri Renault í Singapúr í fyrra, þar sem hann samþykkti að keyra á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í mótinu. Hann var fríaður ábyrgð í málinu og Alonso ekki talinn eiga hlut að máli.

Briatore bannaður frá Formúlu 1

FIA dæmdi Renault í tveggja ára skilorðsbundið keppnisbann í Formúlu 1 fyrir að brjóta af sér í Singapúr í fyrra.

Piquet mætti í yfirheyrslu hjá FIA

Nelson Piquet og Fernando Alonso eru báðir mættir í yfirheyrslu útaf svindlmáli sem tengist kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Þeir voru kallaðir á fund FIA í París, þar sem málið er tekið fyrir í dag.

Skömm að Piquet fær friðhelgi

Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrr til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna.

Brösótt gengi Kristjáns Einars

Kristján Einar Kristjánsson keppti í tveimur umferðum í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3 um helgina. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á mót á Magny Cours í Frakklandi.

Mengurský gæti stöðvað Singapúr kappaksturinn

Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins.

Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl

Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu.

Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls

Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins.

Arabísk fjölskylda kaupir BMW F1

Fyrirtæki sem spáði lengi í að kaupa Notts County knattspyrnufélagið hefur söðlað um og keypti í dag búnað Formúlu 1 liðs BMW, sem hefur verið til sölu síðustu vikurnar.

Sögufrægt lið aftur í Formúlu 1

FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld.

Titilvonir Red Bull endanlega brostnar

Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull liðsins telur að titilvonir liðsins séu fyrir bí eftir mót helgarinnar á Monza brautinni á Ítalíu. Mark Webber féll úr leik og Sebastian Vettel náði aðeins einu stigi úr mótinu á meðan Rubens Barrichell og Jenson Button urðu í fyrsta og öðru sæti og juku forskot sitt í stigakeppni ökumanna.

Barrichello sótti á Button með sigri

Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur.

Sutil slæst við stórlaxanna í rásmarkinu

Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær á Formúlu 1 brautinni í Monza á Ítalíu. Sutil keppir við Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen um að komast fyrstur að fyrstu beygjum en Sutil er í öðru sæti á ráslínu en Hamilton fyrstur.

Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu

Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari.

Hamilton stefnir á sigur á Monza

Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan.

Sjá næstu 50 fréttir