Fleiri fréttir

Ross Brawn: Draumurinn að Schumacher sigri aftur

Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir það vera draum sinn að Michael Schumacher standi aftur á efsta þrepi verðlaunapallsins í mótum ársins. Brawn stýrði líka Ferrari í sigurtíð Schumachers þar.

Hamilton eyðir tíma með fyrrverandi

Þó að þau hafi hætt saman í nóvember eru Lewis Hamilton (27) og söngkonan Nicole Scherzinger (33) enn góðir vinir. Hamilton tilkynnti á Twitter fyrir helgi að hann væri á tónleikum Nicole í Dublin að hún hefði verið frábær.

Adrian Newey með snjalla lausn á afturenda Red Bull bílsins

Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins hefur enn á ný fundið "snjalla" lausn á nýjum reglum um útblásturskerfi bílsins. Nýlega voru "blásnir loftdreifar" bannaðir en þar lágu helstu yfirburðir Red Bull bílsins síðustu ár.

Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði

Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes.

Petrov ekur fyrir Caterham í stað Trulli

Rússneski ökuþórinn Vitaly Petrov sem var á mála hjá Renault liðinu á síðasta tímabili hefur nú gengið til liðs við Caterham og mun aka þar í ár í stað Jarno Trulli sem ekið hefur fyrir liðið frá því það kom fyrst til sögunnar árið 2010.

Schumacher hræðir Rosberg ekki

Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1 í ár.

"Bílarnir 2012 eins og Heidi Klum án barms"

Mikil umræða hefur skapast um nýstárlega hönnun F1 bílanna í ár. Ljótur framendi, of mjó dekk og of lítill afturvængur er það sem stingur sérfræðinga sérstaklega í augun.

Nýr bíll HRT stenst ekki árekstrarpróf og ekur ekki fyrr en í mars

Bíll HRT liðsins í Formúlu 1 stóðst ekki árekstrarprófanir FIA og fær því ekki keppnisleyfi að svo stöddu. Nýr HRT bíll verður ekki frumsýndur fyrr en liðið hefur bætt úr þessu. HRT æfir því ekki á nýjum bíl fyrr en í byrjun mars, á síðustu æfingalotunni af þremur í ár.

Alonso fremstur á síðasta degi æfinga

Fernando Alonso, Spánverjinn knái hjá Ferrari, átti besta tíma dagsins á síðasta æfingadegi Formúlu 1 liða á Jerez-brautinni á Spáni. Tími Alonso er næst besti hringtími settur á Jerez brautinni á 2012-bíl. Það var kalt á Spáni í dag og hafði það veruleg áhrif á æfingar liðanna.

Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum

Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður."

Rosberg fljótastur en heimsmeistarinn þriðji

Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl.

Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár

Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta.

Schumacher fljótastur á æfingum dagsins

Michael Schumacher, á 2011 árgerð Mercedes bílsins, var fljótastur á æfingum F1 liða á Jerez brautinni á Spáni í morgun. Æfingatímabil keppnisliða hófst í gær þegar Kimi Raikkönen var fljótastur á 2012 árgerð Lotus liðsins. Kimi varð síðan fimmti á æfingum dagsins.

Barrichello íhugar tilboð frá Indy kappakstursliði

Rubens Barrichello hefur á undanförnum dögum tekið þátt í æfingaakstri hjá KV Racing Technology sem staðsett er í Bandaríkjunum. Svo gæti farið að hinn 39 ára gamli Brasilíumaður keppi í Indy kappakstrinum en Barrichello hefur keppt í 19 ár sem Formúlu 1 ökumaður.

Hamilton yfirgefur Sviss og flytur til Mónakó

Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007. Hamilton bjó fyrstu þrjú árin í Genf en hann hefur búið í Zürich undanfarin misseri. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Hamilton frekar leiður á rólegheitunum í Sviss.

Sjá næstu 50 fréttir