Fleiri fréttir

Berglind Festival gengin út

Sjónvarpskonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, sem slegið hefur í gegn með innslögum sínum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV er gengin út og heitir sá heppni Þórður Gunnarsson.

Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix

Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu.

Gróf upp tónlistina sem leyndist í ljóðunum

Platan Kom vinur eftir tónskáldið Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur kom út 22. janúar, á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Hún inniheldur tvö kórverk eftir Maríu við ljóðatexta Vilborgar Dagbjartsdóttur sem fagnaði níræðisafmæli sínu á síðasta ári.

Má segja allt á netinu?

Sigurlína Ingvarsdóttir tölvuleikjaframleiðandi og Axel Paul Gunnarsson, sérfræðingur hjá Ljósleiðaranum, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin.

Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins

„Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar.

„Notaði hana til að reka fólk“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, ræðir um samband sitt við Ruja Ignatova sem hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október 2017 í hlaðvarpinu HæHæ með þeim Hjálmari Erni og Helga Jean.

„Hef aldrei á ævinni tárast jafn mikið og síðustu daga“

„Ég er svo þakklát. Eftir viðtalið við mig í Ísland í dag hef ég fengið ótrúlega góð viðbrögð frá fólki. Ég er svo þakklát fyrir allt þetta góða fólk sem hefur hjálpað mér á gríðarlega fallegan hátt,“ skrifar María Ósk Jónsdóttir sem kom fram í Íslandi í dag í síðustu viku en hún greindist með geðhvarfasýki fyrir nokkrum árum og er í dag öryrki.

Fagna fjölbreytileika kvenna í nýrri undirfataherferð

Lindex kynnir undirfatalínu vorsins með skilaboðunum „Love your breasts. We do“ eða „Elskaðu brjóstin þín, Við gerum það.“ Með herferðinni vill Lindex fagna fjölbreytileika kvenna og hvetja hverja konu til að elska sjálfa sig eins og hún er.

Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorg

„Auðvitað kemur að því að allir verða ástfangnir og alveg rosalega mikið. Ég er að reyna sleppa því en ég klikkaðist,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem fjallað var um í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær.

Vettlingarnir frægu ekki til sölu

Jen Ellis, kennarinn sem gerði vettlingana sem Bernie Sanders klæddist við innsetningarathöfn Joe Bidens, segir slíka vettlinga ekki vera til sölu. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs.

Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun

„Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir.

Flestir vilja deila áhugamálum með makanum

Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 

JoJo Siwa kemur út úr skápnum

Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan JoJo Siwa segist himinlifandi eftir að hafa tilkynnt að hún skilgreini sig hinsegin. Siwa, sem er sautján ára gömul, hafði gefið þetta í skyn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðfesti það svo í löngu myndbandi sem hún birti í gær.

„Það er alltof mikil stemning hérna“

Þátturinn Í kvöld er gigg var í sannkölluðum kántrýbúning á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. Gestir þáttarins voru söngvarinn Magni Ásgeirsson ásamt hljómsveitinni Sycamore Tree sem skipuð er þeim Ágústu Evu og Gunna Hilmars. 

Hafþór Júlíus með Covid-19

Hafþór Júlíus Björnsson, fjallið, er í eingangrun eftir að hann greindist með kórónuveirusmit á föstudaginn.

Larry King er dáinn

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er dáinn. Hann var 87 ára gamall og dó á sjúkrahúsi í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn vegna Covid-19 fyrir nokkrum vikum.

Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“

„Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“

„Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi.

„Án áhorfenda er ekkert leikhús“

Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður.

Föstudagsplaylisti Benna B-Ruff

Benedikt Freyr Jónsson, einnig þekktur sem Benni B-Ruff, gerði sér lítið fyrir og bjó til tvo föstudagslagalista. Einn erlendan og annan íslenskan.

Lost-stjarnan Mira Furlan er látin

Króatíska leikkonan Mira Furlan er látin, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5.

Sjá næstu 50 fréttir