Fleiri fréttir

Barb and Star go to Vista Del Mar: Gjörsamlega misheppnað frí

Kvikmyndin Barb and Star go to Vista Del Mar var frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis fyrir viku síðan. Þar fara gamanleikkonurnar Kristen Wiig og Annie Mumolo með hlutverk tveggja miðaldra vinkvenna frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem fara í frí til Flórída og „hilarity ensues,“ eða þannig.

Pale Moon í beinni á Albumm Instagram

Íslensk/rússneska tvíeykið Pale Moon er skipað þeim Árna Guðjónssyni og Nataliu Sushchenko. Sveitin verður með tónleika í laugardaginn 20. febrúar klukkan 20 í beinni útsendingu á Instagram reikningi Albumm.is.

„Þetta er allavega ég en ekki börnin mín“

Stella Hallsdóttir er 33 ára gift tveggja barna móðir. Hún er lögfræðingur að mennt og vinnur hjá umboðsmanni barna. Fyrra barnið eignaðist hún fyrir rúmum fjórum árum en seinna barnið kom í heiminn í nóvember 2019.

Demi Lovato var nær dauða en lífi

Bandaríska tónlistar- og leikkonan Demi Lovato segist hafa verið nær dauða en lífi eftir að hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018.

Paris Hilton trúlofuð

Athafnarkonan Paris Hilton er trúlofuð en hún tilkynnti það í dag á Instagram, á fjörutíu ára afmælisdegi sínum.

Þreyttur á heimsku mannanna

Listamaðurinn Víðir Mýrmann Þrastarson var að gefa út plötuna Kveður norna kalda raust undir listamannsnafninu Sorg. Sagan á bakvið plötuna er stórmerkileg og kom hún til hans eins og þruma úr heiðskíru lofti en allir textarnir á plötunni voru hripaðir niður á þremur dögum.

Glimmerjakkarnir og skórnir hans Jóhanns fá nýtt heimili

„Kæru vinir, já það er komið að þessu, við erum búin að setja fallegu íbúðina okkar á sölu. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja og dásamlegt að vera,“ skrifar britinn og dansdómarinn Jóhann Gunnar Arnarsson í færslu á Facebook en hann fór meðal annars á kostum sem dómari í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2.

Kristín Avon heldur frumlega listasýningu

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list og hef alltaf haft mikla þörf til að skapa eitthvað,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon sem verður með listasýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn.

„Heyrðu, ég er bara að gera þetta sóló“

„Jæææja... ég er víst rúmlega hálfnuð að búa til litla manneskju,“ skrifar fjölmiðla- og leikkonan Ísgerður Gunnarsdóttir við fallega óléttumynd sem hún birti á Facebook síðu sinni nú fyrr í kvöld. 

Biðin eftir greiningu tapaðir dagar í lífi þessara barna

„Í taugalækningum er sambandið við foreldra og sjúklingana mjög sterkt. Ég held að ég geti talað við allan hópinn okkar, að þessi börn sitja í okkur daginn út og daginn inn,“ segir barnalæknirinn Laufey Ýr Sigurðardóttir.

Kristín Avon heldur frumlega listasýningu

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list og hef alltaf haft mikla þörf til að skapa eitthvað,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon sem verður með listasýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn.

Djarfar myndir Eddu hrundu af stað bylgju nærfatamynda

„Þetta byrjar sem sagt þannig að ég fæ skilaboð send inn í inboxið mitt frá gervireikningi og sú manneskja sendir mér mynd þar sem ég er á nærfötunum og skrifar við myndina, átt þú ekki kærasta? átt þú ekki foreldra? Þú ert ekki að taka neina ábyrgð sem opinber persóna og í raun segir þarna að ég ætti bara að skammast mín,“ segir Crossfit-stjarnan og einkaþjálfarinn Edda Falak í Brennslunni á FM957 í morgun.

Draumfarir skrifa í skýin

Draumfarir sendu á dögunum frá sér nýtt lag sem heitir Skrifað í skýin og er fáanlegt á öllum helstu streymisveitum.

„Korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef“

„Fyrst og fremst vonast ég til að vera þrusu-stunginn af Pfizer sprautu. Það er korter í að ég fari að banka upp á hjá Kára Stef eða splæsi í eitt stykki innbrot inn í bækistöðvar mótefnisins,“ segir ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Helgi Ómarsson í viðtali við Makamál.

„Ég er að fara að deyja hérna“

Heiðar Logi Elíasson, fyrsti og eini atvinnubrimbrettamaður Íslands er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Heiðar Logi glímdi við gífurlegan athyglisbrest og kvíða sem barn og náði mjög illa að fóta sig í skóla.

Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra.

Grímu­hrekkurinn sem hitti í mark

Inni á YouTube-síðunni Daily Dose Of Internet koma daglega inn myndbönd þar sem fróðlegir og skemmtilegir molar fá að njóta sín.

„Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“

Sigrún Bender flugstjóri og fyrrum fegurðardrottning svarar spurningum Makamála um ástina. Hún hefur starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair undanfarin níu ár en í kjölfar heimfaraldurs var henni sagt upp ásamt flest öllum flugmönnum í fyrirtækinu. Sigrún segir þó bjarta tíma vera framundan. 

Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music

Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni.

Nágranninn féll ekki fyrir klósettpappírshrekknum

Sveinn Alfreð Reynisson, nágranni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segist alltaf leggja upp með að vera kurteis. Það hafi hann líka gert þegar Karl Örvarsson, í gervi Kára Stefánssonar, bað hann um að koma með klósettpappírsrúllu til sín í síðustu viku.

„Hann er raunverulegur snillingur, trúðu mér“

Síðasti gesturinn í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Þar ræddi Auðunn Blöndal við Daníel Ágúst Haraldsson um feril hans í músíkinni en hann hefur bæði verið í Ný Dönsk í yfir 30 ár og lengi einnig komið fram með sveitinni GusGus.

Valheim: Lítill sænskur leikur slær í gegn

Sænski leikurinn Valheim kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og hefur á örskömmum tíma notið mikilla vinsælda, þrátt fyrir að vera ókláraður svokallaður „early access“ leikur. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu leiksins seldust rúmlega milljón eintök.

„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“

Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17.

Sjá næstu 50 fréttir