Fleiri fréttir

Fallegt og rómantískt hús í 101

Hún er djákni en ætti að vera arkitekt. Inga Bryndís Jónsdóttir hefur hannað fallegt og rómantískt einbýlishús á Bergstaðarstrætinu í Reykjavík.

Þau hafa haldið upp á ófáa Valentínusardagana saman

Valentínusardagurinn, dagur elskenda, er í dag og það eru líklegast margir landsmenn sem ætla að halda hann hátíðlegan með ástinni sinni. Þá er nú ekki úr vegi að rifja upp hvaða pör í Hollywood hafa enst lengi saman og eflaust haldið ófáa rómantíska Valentínusardaga saman, böðuð í súkkulaði, blómum og almennri gleði.

Disney slítur samstarfi við PewDiePie

YouTube-stjarnan PewDiePie hefur á síðustu mánuðum birt myndbönd sem eru sögð ýta undir gyðingahatur og innihalda vísanir í nasisma.

Óttaðist stöðugt að það kæmist upp um hana

Tölvunarfræðingurinn Berglind Ósk Bergsdóttir hefur þjáðst af "imposter syndrome“, eða blekkingarheilkenni eins og það kallast á íslensku. Eftir að hún komst að því að um algengt heilkenni er að ræða fór hún að kynna sér málið betur og halda fyrirlestra.

Rugluðust á Alec Baldwin og Donald Trump

Dagblaðið El Nacional í dóminíska lýðveldinu hefur gefið út afsökunarbeiðni fyrir að hafa ruglast á Donald Trump bandaríkjaforseta og leikaranu Alec Baldwin.

Ætla að dansa fyrir lífið

Zumbakennarar í World Class í Laugum ætla að leiða 90 mínútna dansgleðitíma í hádeginu á morgun til styrktar Unicef og verkefni þeirra í Sýrlandi. Þar er pláss fyrir 80 - 90 manns.

Ofbeldi og ótti hamlar konum

Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women, vill vakningu um alvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis gegn konum.

Fjölburabylgja í Hollywood

George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestan­hafs í vikunni. Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Lífið heyrði í Snorra Einarssyni, fæðinga- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, og grennslaðist fyrir um málið.

Ég stýri bara sjálfum mér

Þórarinn Tyrfingsson lætur af störfum sem forstjóri Sjúkrahússins Vogs í vor. Þegar hann er búinn að stimpla sig út í síðasta sinn ætlar hann ekki að hafa áhrif á störf annarra á Vogi. 

Gefa fjölbreyttum hóp færi á að tjá sig um jafnréttismál

Nú styttist í að bókin Forystuþjóð eftir þær Eddu Hermannsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur komi út en bókin hefur verið í um ár í bígerð. Um viðtalsbók um jafnréttismál er að ræða þar sem lögð er áhersla á að birta frásagnir fjölbreytts hóps.

Niðurbrotin á Sólheimum

Margrét Elísabet Yuka Takefusa þurfti aðstoð réttindagæslumanns fatlaðra við að komast frá Sólheimum í Grímsnesi. Hún segist hafa búið við skert frelsi og vill breytta framkomu við fólk með fötlun.

Á slóðum Skam í Ósló

Norski unglingaþátturinn Skam (Skömm) hefur aldeilis fallið í kramið hjá áhorfendum. Í þáttunum er fjallað um fimm táningsstúlkur í Ósló, vináttu þeirra, samskipti kynjanna og fleira.

Íbúð sem þjónað hefur ýmsum hlutverkum

Margrét Weisshappel, grafískur hönnuður hjá Tulipop, býr í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt dóttur sinni. Kjallarinn hefur þjónað ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina en Margréti hefur nú tekist að gera íbúðina ansi notalega.

Tökum lokið á Asíska draumnum - myndasyrpa

Tökur á Asíska draumnum hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa þeir Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og Steindi Jr. farið sem eldibrandar vítt og breitt um þessa fjölmennstu heimálfu jarðarinnar.

Tók með sér hristara á leikskólann

Elna María Tómasdóttir bar sigur úr býtum í Íslandsmóti barþjóna á Reykjavík Cocktail Weekend sem lauk seinasta sunnudag. Elna keppti með fagurbleika drykkinn Dionysus sem hún segir vera ferskan og sætan.

Fokk ofbeldi-húfurnar komnar aftur í sölu

UN Women á Íslandi kynnti í dag nýja Fokk ofbeldi-húfu en húfan sló svo sannarlega í gegn á seinasta ári. Fokk ofbeldi-húfan gegnir mikilvægu hlutverki en henni er ætlað að vekja fólk til vitundar um það stöðuga ofbeldi sem konur og stelpur þurfa að þola á almenningssvæðum í borgum víða um heim. Fokk ofbeldi-húfan kom fyrst út í fyrra og seldist upp á fimm dögum. "Það var rosalega ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga og stuðning almennings,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. Hún hvetur fólk til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu en þær koma í takmörkuðu upplagi

Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu.

Sjá næstu 50 fréttir